Fréttablaðið - 07.07.2007, Page 29

Fréttablaðið - 07.07.2007, Page 29
Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, segir gríðar- lega söluaukningu hafa orðið á mótorhjólum að undanförnu. „Það hefur algjör sprenging orðið í sportinu, sem sést meðal annars á gríðarlegri söluaukningu á hjól- um,“ segir Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, sér- verslunar með mótorhjól og fylgibúnað, sem er til húsa að Rofabæ 7. „Til marks um það seldust í kring- um fjörutíu mótorhjól árið 2001 þegar við opnuðum. Í dag seljast yfir 200 hjól á ári.“ Karl segir ýmsar ástæður fyrir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. Hann rekur hann meðal ann- ars til þess að félög eins og Vélíþróttaklúbburinn, sem annast keppnishald, og Mótorhjóla- og sleðasam- band Íslands, sérsamband sem var stofnað í fyrra innan Íþróttasambands Íslands, haldi úti öflugu starfi. Karl segir ennfremur að bættum skilningi yfir- valda sé að þakka, þar sem þau hafi úthlutað Vél- íþróttaklúbbnum sérstöku svæði við Litlu kaffi- stofuna fyrir þremur árum. Með því móti hafi félagsmeðlimir loks getað iðkað íþróttina á löglegu svæði en ekki utan vega, sem hefur sætt harðri gagn- rýni. „Svæðið og verslanir eins og Moto hafa átt sinn þátt í að gera íþróttina, búnaðinn og þekkinguna aðgengilegri og skemmtilegri fyrir almenning,“ útskýrir Karl. „Íþróttin hefur þar af leiðandi smám saman breyst úr einkaíþrótt ungra manna yfir í fjöl- skyldusport.“ Máli sínu til stuðnings bendir Karl á að kúnnahóp- ur Moto hafi tekið snörpum breytingum á undanförn- um árum. Til hans leiti sífellt fleiri konur, börn, ung- menni og fólk alveg upp í sjötugt. „Við höfum brugðist við breytingunni með auknu vöruúrvali. Til dæmis með því að taka inn sérstakan hlífðarbúnað. Eins stærri ferðahjól og búnaðinn sem þeim fylgir, svo sem töskur og GPS-tæki. Enda allt gert til að kúnninn fari héðan ánægður.“ Sprenging í hjólasportinu topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.