Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 13
Ádögunumfór fram
málþing um
framtíð mið-
borgarinn-
ar sem af ein-
hverjum ástæð-
um var ekkert
sérstaklega vel auglýst, allavega
fór það framhjá mörgum versl-
unareigendum rétt einsog nýju
opnunartímarnir sem þessi svo-
kölluðu samtök sem bera heitið
Fólkið í bænum auglýstu á sínum
tíma. Mér finnst það ótrúleg til-
viljun að stofnendur þessara sam-
taka skuli vinna hjá henni Svövu
okkar Johansen sem af einhverj-
um ástæðum sat við pallborðið á
málþinginu. Þá umræðu sem sett
hefur verið af stað vegna bygg-
ingar á nýrri verslunarmiðstöð í
miðborginni ætti alfarið að kæfa
í fæðingu.
Einsog fram kom í könnun
Capacent voru helstu ástæður
fyrir minni umferð í miðborginni
fjarlægð frá heimilum margra
og skortur á bílastæðum. Síðast
þegar ég gáði stóðu hvorki meira
né minna en fimm bílastæðahús
í nánd við Laugaveginn, ég hefði
mun frekar haldið að aðalástæð-
an væri óútreiknanlegt veðurfar
á Íslandi.
Ég skil það mæta vel að meðal
Íslendingurinn sem vinnur níu
til fimm kjósi frekar að fara í
Kringluna þar sem opnunartím-
arnir eru lengri og hvert sem þú
snýrð þér er þjónusta og frí bíla-
stæði. Ekki færi ég að verja þeim
tíma sem ég fengi frá 17- 18 á
þönum um miðborgina þegar ég
veit að ég get tekið því rólega í
Kringlunni.
Með öflugu markaðsstarfi og
lengri opnunartímum og þá í sam-
ráði við alla – ekki aðeins útvalda
– væri hins vegar strax hægt að
auka umferð um miðborgina. Fólk
gæti þess vegna gert sér dag úr
bæjarferðinni; ekki bara dundað
sér við að versla heldur líka notið
þeirra frábæru veitinga- og kaffi-
húsa sem miðborgin hefur upp
á að bjóða. Með umferð á ég þó
fyrst og fremst við gangandi veg-
farendur, ekki reykspúandi bíla
sem silast niður Laugaveginn.
Þó að ekkert sé ánægjulegra á
góðum sólardegi en að rölta niður
Laugaveginn skil ég að nýbakað-
ar mæður vilji ekki bjóða börn-
um sínum upp á mengað loft. Af-
hverju ekki að breyta Laugaveg-
inum í göngugötu á sumrin? Á
að setja verslunarmiðstöð inn í
verslunarmiðstöð? Hver er lóg-
íkin í því? Þetta er allt það sama.
Það á að varðveita þessi gömlu
hús sem setja mark sitt á mið-
borgina, án þeirra væri engin
miðborg.
Og hvað um ferðamennina sem
halda viðskiptunum uppi í mið-
borginni? Mér finnst það ólík-
legt að þeir velji verslunarmið-
stöð fram yfir sögulegar minj-
ar miðborgarinnar. Ég spyr þig
Svava, sem ábyggilega telur þig
vera heimsborgara, hvert ferð
þú þegar þú ert erlendis? Ferðu
í gotneska hverfið í Barcelona,
fyrsta hverfið í París, Strik-
ið í Kaupmannahöfn eða velurðu
Mall of America? En í Reykja-
vík? Ferðu frekar á Stjörnutorg
í Kringlunni en vinalegan stað í
miðborginni?
Á Laugaveginum hefur rekstur
aldrei þótt jafn dapurlegur og nú.
Jú, við getum kennt verslunar-
miðstöðvunum um það enda líka
ansi þægilegt að benda á aðra í
staðinn fyrir að horfast í augu við
vandamálið. Laugavegurinn getur
alveg nýtt sömu markaðsaðferð-
ir og gert er í verslunarmiðstöðv-
unum, því þegar öllu er á botninn
hvolft virkar þetta allt eins.
Laugavegurinn er miðstöð
sjálfstæðra verslunareigenda og
það er mikilvægt að hann verði
það áfram. Ég bið ykkur sem
stundið viðskipti á Laugaveginum
að vera samkvæm sjálfum ykkur,
hugsa sjálfstætt og taka ykkur
saman um að auka velgengni og
huga að viðskiptalífi miðborgar-
innar á jákvæðum nótum. Í stað-
inn fyrir endalaus fjárútlát, rífa
niður og byggja nýtt þá eigum við
að vinna úr því sem við höfum.
Manneskja, sem mér er afar
kær, sagði mér að ef við hefðu
alltaf fallega bollastellið til spari
gætum við á endanum séð eftir
að hafa ekki notað það oftar. Við
gætum líka séð eftir því að fara
bara í miðbæinn á sparidögum.
Mér verður hugsað til Menning-
arnætur, sem er einn af stærstu
viðburðum miðborgarinnar.
Hvort viljum við að hún sé hald-
in í verslunarmiðstöð eða mið-
borginni?
Höfundur er ritstýra GetRvk.com
Miðborgin til spari
Ánýafstaðinni al-þjóðlegri ráð-
stefnu um mænu-
skaða sem haldin var
hér á landi kom í ljós
að alvarlegum slysum
í hestamennsku fer
fjölgandi hér. Algeng-
asta ástæða hestaslysa
er fall af baki þar sem
höfuð, háls og bak verða oft fyrir
miklum áverkum. Þessi auknu
slys vekja nokkurn ugg og jafn-
framt spurningar um hvernig
sporna megi við þessari þróun.
Þótt hjálmanotkun sé mikil í
hestamennsku á Íslandi, kemur
hjálmurinn þó ekki í veg fyrir
annars konar áverka, eins og
beinbrot og hálsáverka. „Fall
af hestbaki“ er tilgreint sem
helsta ástæða hestaslysa. Hest-
ar eru óútreiknanlegar skepnur.
Þeir eru flóttadýr og taka því á
rás ef þeir óttast eitthvað í um-
hverfinu. Ef hestur fælist geta
viðbrögð knapans skipt sköpum
um hvort slys verður eða ekki.
Óreyndur hestamaður getur
fallið illa af baki. Þá er það því
miður algengt að of viljugir og/
eða viðkvæmir hestar séu sett-
ir undir byrjendur og lítt vana
knapa. Fólk ofmetur getu sína
og telur sig geta riðið hvaða
hesti sem er. Eigandi hestsins
tekur það því miður
trúanlegt – oft með
skelfilegum afleið-
ingum.
Nú eru hestaferðir í
algleymi og því ríður
á að menn fari að öllu
með gát í þessum
efnum. Góð regla er
að setja fyrst rólegan
og alþægan hest undir
þann óvana til þess að
athuga getu hans og
fikra sig svo uppá við.
Hestur sem blindrýkur er eins
og stjórnlaust ökutæki og knap-
inn því í stórhættu.
Það er líka mikilvægt að reið-
tygi séu rétt stillt og hæfi þeim
sem notar þau. Ístöð eiga helst
að vera opin þannig að knapinn
dragist ekki með hestinum ef
hann fellur af baki. Þá er aldrei
of oft minnst á nauðsyn þess að
þau séu rétt stillt miðað við fót-
leggjalengd knapans.
Við skulum þó alltaf minn-
ast þess að hesturinn er lifandi
skepna sem getur hnotið eða
dottið og þá er fátt til ráða annað
en að hafa öryggisbúnaðinn á
hreinu, þ.e. opin ístöð, ístaðsólar
með öryggisfestingu og góðan
reiðhjálm. Þá er vert að ítreka
þá staðreynd að áfengi og hesta-
mennska fer illa saman og er oft
ástæða alvarlegra slysa.
Höfundur er forvarnafulltrúi
VÍS.
Á harða, harða spretti...
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
5
0
4
TAKTU OKKUR
MEÐ Í FRÍIÐ!
Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir meira en 20 þúsund krónur
eða færð þér MasterCard kreditkort færðu stórt og fallegt
Latabæjarhandklæði í kaupbæti. Þú getur líka valið að fá
þægilegt kælibox til að hafa með á ströndina.
Farðu í fríið með fjármálin á þurru:
KREDITKORT
- þægilegasti og öruggasti greiðslumátinn í útlöndum
NETBANKINN
- yfirsýn og helstu bankaaðgerðir hvar sem er í heiminum
REGLULEGUR SPARNAÐUR
- leggðu drög að næsta fríi
GREIÐSLUÞJÓNUSTA
- láttu okkur um að borga reikningana