Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 60
B ertel Haarder hefur staðið í ströngu á undanförnum tveimur árum sem menntamálaráð- herra Danmerkur. Hann vinnur að miklum breyt- ingum á dönsku menntakerfi sem miða að því að auka svigrúm skóla til þess að nýta þekkingu kennara- liðsins og auka gæði skólastarfs- ins. Ekki eru allir sammála um að Haarder sé á réttri leið. For- ysta Kennarasambandsins í Dan- mörku hefur mótmælt harðlega nær öllum skrefum sem Haarder hefur stigið í átt til breytinga. „Við höfum snúið næstum öllu á hvolf í ráðuneytinu eftir að línurnar voru lagðar á fundum á vegum for- sætisráðherra þar sem 25 manns, þar af fimm ráðherrar, ræddu um hvernig mætti koma breytingum til leiðar á dönsku menntakerfi. Niðurstaðan varð sú, eftir 24 daga fundarhöld, að ráðast í róttæk- ar breytingar,“ segir Haarder. Samtals lagði ríkisstjórnin til 350 sértæk atriði, lagabreytingar, sem gættu bætt danskt mennta- kerfi. „Af þeim heyrðu 190 undir mitt ráðuneyti en hin voru tengd endurskipulagningu rannsóknar- og vísindastarfs sem fellur undir ýmis önnur ráðuneyti. Við vinnum því eftir strangri áætlun um eins konar endurgerð stoða mennta- kerfisins. Á þeim tveimur árum sem unnið hefur verið eftir áætl- uninni hefur 41 eitt atriði af þess- um 190 náðst í gegn. Við höfum því náð tuttugu atriðum í gegn á ári, sem er nokkuð gott.“ Stjórnmálamenn verða óvinsælir í Danmörku ef þeir boða breyt- ingar á því sem kalla má dönsku samkenndina. Hún einkennist af sterkri samábyrgð og öryggisneti fyrir fólkið í landinu. Haarder hefur staðið í ströngu við að koma tillögum sínum í gegn. Þær hreyfa við dönsku samkenndinni og skemma stoðir menntakerfis- ins, segja andstæðingar hans, en samkvæmt stefnu hans miða þær að því að auka gæði kennslu og hæfi nemenda, með einstaklings- miðuðum áherslum. „Grunnskóla- kennarar hafa ekki verið sáttir við þann mikla hraða sem einkennt hefur okkar starf og hafa mót- mælt öllum breytingum. Það hefur verið erfitt að glíma við kennara- sambandið hér eins og víðast hvar annars staðar í heiminum. Það er afar íhaldssamt og það er erfitt að koma breytingum í gegn með þeirra samþykki,“ segir Haarder. Nær öllum breytingum á mennta- kerfinu, sem flestar eiga að boða meira svigrúm skólastjórnenda til þess að nýta þekkingu og hæfi- leika kennaraliðsins, hefur verið mótmælt harðlega. „Það hefur verið erfitt að standa í rökræðum við forystu sambandsins þar sem hún hefur verið ósammála öllum þeim breytingum sem við höfum boðað. Það gerir okkur erfitt fyrir en við höfum skoðað málið vel og ætlum að halda áfram samkvæmt okkar áætlunum, af því að við trúum því að breytingarnar verði til hins betra fyrir danskt mennta- kerfi. Hins vegar er ég alltaf tilbú- inn til þess að ræða málin til hlít- ar, enda hef ég þá trú að rökræður leiði aðeins af sér góða hluti.“ Haarder var fyrst menntamála- ráðherra fyrir 25 árum og deildi þá eins og nú við forystu kenn- arasambandsins. Hann var þá að taka við menntamálaráðuneyt- inu og boðaði miklar breytingar. Það hreyfði við forystu kennara- sambandsins sem mótmælti næst- um öllum breytingum og sýndi lít- inn samstarfsvilja, sem er eins og spegilmynd af því sem gerst hefur á síðustu tveimur árum. „Þegar ég var ráðherra á níunda áratugn- um voru sífelldar deilur við sam- bandið. Ef þetta heldur svona áfram, það er að sambandið standi endalaust í deilum við ráðuneyt- ið, þá verður það einfaldlega að vera þannig. Við spjörum okkur án sambandsins,“ segir Haarder en leggur jafnframt áherslu á að góðu sambandi ráðuneytisins við kennarastéttina verði viðhald- ið. „Það er nauðsynlegt að gera greinarmun á kennurunum sjálf- um, sem eru um 65 þúsund í Dan- mörku, og forystu sambandsins. Það er okkur að sjálfsögðu mikið kappsmál að búa vel að kennur- um og eiga við þá góð samskipti, á faglegum forsendum.“ Haarder segir kennara vilja ráða því næstum alfarið hvernig málum sé háttað. Það telur hann vera óraunhæft með öllu. „Forysta kennarasambandsins talar fyrir því að ríkisstjórnin eigi að láta kennarana ráða. Það getum við ekki. Einn vandinn sem við viljum gefa meiri gaum en hing- að til, er að bæta skólana og taka á innbyggðum vandamálum í stöðn- uðu kerfi. Sautján prósent allra þeirra sem ljúka námi í grunn- skólum geta ekki lesið nægilega vel til þess að halda áfram í námi, og vinna þannig betur úr hæfileik- um sínum. Um það bil helmingur innflytjenda sem lýkur námi á við lestrarvanda að stríða. Þessi hlut- föll eru alltof há og alls ekki við- unandi. Markmiðið, til framtíðar litið, er að gera 95 prósent fólks það mögulegt að mennta sig eins og það vill. Það næst ekki ef við reynum ekki að endurskoða hlut- ina og gera ráðstafanir. Það er margt til fyrirmyndar í dönskum skólum, og á heimsmælikvarða, en þegar horft er á heildarmynd- ina þá þarf að gera betur. Ég held að sömu sögu sé hægt að segja um fleiri norræn lönd, Ísland, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð. Finnar eru hins vegar sér á báti hvað þetta varðar. Þeir hafa náð betri árangri en aðrar Norðurlandaþjóðir og við þurfum að horfa meira á hvernig þeir hafa haldið á spilunum.“ Innra starf háskóla í Danmörku hefur tekið breytingum á undan- förnum árum. Skólarnir hafa nú- tímavæðst, segir Haarder, sem gerir þeim kleift að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Danskir háskólar eru á góðri leið og eru sí- fellt að verða betri. Þeir hafa á sér gott orð og með skipulagsbreyt- ingum sem komist hafa til fram- kvæmda á síðustu árum eru þeir á góðri leið,“ segir Haarder. Sérstaklega eru það breyting- ar á stjórnskipan háskólanna sem Haarder telur til hins betra. Sam- kvæmt þeim eru það stjórnir há- skólanna sem ráða rektor í stað kosninga, eins og lengi hafa tíðk- ast í Háskóla Íslands. „Rektor- ar, víðast hvar, eru ekki leng- ur skipaðir með kosningum held- ur af stjórn viðkomandi háskóla sem hefur vísindalega hagsmuni skólans að leiðarljósi þegar hún ræður rektor. Þetta held ég að sé heppilegasta formið fyrir háskóla að vinna eftir. Þetta færir þá upp úr of mikilli formfestu og gefur þeim meira rými til þess að þróast til betri vegar. Þetta hefur þegar skilað miklum árangri og það eru ekki síst nemendurnir sem finna fyrir honum.“ „Við stjórnun háskóla hafa menn oft horft til einhvers sem kallað er samstjórn [collective leadership]. Hún virkar ekki, að mínu mati, við stjórnun háskóla. Þegar virkni hennar er beitt þá dreifist ábyrgð full mikið. Of margir eiga það til að fría sig ábyrgð og þá geta komið upp vandræði, sem bitna á framþróun skólastarfsins. Þegar stjórnin hefur það á sinni könnu að ráða rektor, sem er ábyrgðar- maður skólastarfsins fyrir hönd stjórnarinnar, líkt og hjá mörgum fyrirtækjum, þá verður stjórn- unin skilvirkari. Ég held að þetta sé það form sem henti stjórnun skólastarfs vel og betur en sam- stjórnin. Þegar ég var mennta- málaráðherra fyrir mörgum árum [1982 til 1993], þegar gömu lögin um háskólana voru í gildi, fékk ég stundum heimsóknir frá nemend- um sem voru að kvarta yfir ýmsu í skólastarfinu. Þá fannst mér erf- itt að gera eitthvað í málunum, meðal annars út af því stjórnun- arkerfi sem var við lýði, því eng- inn virtist almennilega hafa það á hreinu hvað heyrði undir hvern og ábyrgð á tilteknum verkefnum var á reiki. Þetta hefur breyst til hins betra.“ „Norræna samvinnan innan menn- ingar- og menntamála er í góðu horfi,“ segir Haarder. Hann telur skiptinámið á háskólastiginu vera einn af hornsteinum samvinnunn- ar auk þess sem samstarf þjóða innan Evrópusambandsins hafi hjálpað til við þekkingarflæði milli þjóða. „Nú eru þrjú landanna [á Norðurlöndunum] hluti af Evrópu- sambandinu sem gerir samvinn- una jafnvel auðveldari. En þegar kemur að stefnu í menntamálum og útfærslu hennar, þá er hún mis- jöfn eftir löndum og áherslumun- urinn töluverður. Háskólarnir eru allir með svipaða uppbyggingu, eins og reyndar víðs vegar um heiminn. Danmörk, Noregur og Ís- land hafa svipaða hefð sem byggir á líkum grunni, á meðan hinar nor- rænu þjóðirnar hafa aðeins önnur gildi í forgrunni.“ Haarder segir fræðimenn á Norðurlöndunum gegna mikil- vægu hlutverki við að deila þekk- ingu sinni með öðrum. Nefnir hann sem dæmi að innlegg forstöðu- manns Námsmatsstofnunar á Ís- landi hafi haft áhrif á það hvern- ig menn ákváðu að haga málum í Danmörku. „Við eigum í góðu sambandi við Íslendinga og einn af ykkar ágætu fræðimönnum [Júlíus K. Björns- son], hefur skrifað og flutt erindi um menntamál sem mér finnst afar áhugaverð. Hann hefur fjall- að um danska menntun af fræði- legri skarpskyggni í bland við ágætan húmor. Atriðin sem hann kom fram með hafa reynst mínu ráðuneyti vel við okkar vinnu og í raun gegnt veigamiklu hlutverki við breytingarferli sem við höfum innleitt.“ Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, hefur flutt erindi um árangur sam- ræmdra prófa og í því samhengi fjallað um hvernig Danir hafa hagað sínum málum, en í gegnum árin hefur lítið verið um samræmd próf í Danmörku. Sagt hefur verið í gamni að tvennt megi alls ekki gera við dönsk börn; berja þau og prófa þau. Haarder hefur komið á samræmdum prófum sem forysta kennarasambandsins hefur mót- mælt af miklum þrótti. Nú er svo komið að rafrænum samræmdum prófum hefur verið komið á, þar sem hæfni um 700 þúsund barna er prófuð í tólf fögum árlega. Von- ast er til þess að prófin hjálpi til við eftirlit með því sem má betur fara í dönskum skólum. Prófin eru umdeild meðal kennara, pólitískra andstæðinga og einnig innanflokks- manna í Venstre. „Það er ekki hægt að vera sammála um alla hluti en þetta er sú leið sem við ákváðum að fara og höfum trú á.“ „Það væri best að hafa sem flest lönd í Evrópusambandinu,“ segir Haarder. Hann undrast það að Ís- lendingar og Norðmenn séu ekki komnir í sambandið því það sé mik- ilvægur vettangur aukinnar þekk- ingar á hinum ýmsu sviðum, ekki síst á sviði menntamála. „Það er óneitanlega svolítið skrítið að Eist- land, Lettland og Litháen séu komin inn í Evrópusambandið á undan ríkjum eins og Íslandi og Noregi, sem geta náð enn betri árangri sem þjóðir með inngöngu. Ég reikna með því að Íslendingar, líkt og Norðmenn, komist ekki hjá því að skoða inngöngu í Evrópusambandið alvarlega á næstu árum í ljósi þess hvernig það er að þróast.“ Snýr öllu á hvolf en stefnir áfram Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, hefur á tveimur árum gert umtalsverðar breytingar á dönsku menntakerfi. Þær miða að því að gera kerfið einstaklingsmiðað og auka þannig gæðin með auknu frjálsræði. Forysta Kennarasambandsins í Danmörku hefur mótmælt nær öllum breytingum sem Haarder hefur boðað, en á tveimur árum hefur hann keyrt í gegn yfir 40 lagabreytingar af um 190 sem stefnt er að. Magnús Halldórsson spjallaði við Haarder á skrifstofu hans við Frederiksholm Kanal í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.