Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 16
L ífið er ekki bara salt- fisk- ur, sagði Grímur Atlason, bæjar- stjóri í Bolungar- vík, þegar hann brást við því sem kalla mætti bölmóð um atvinnuástandið á Vestfjörðum í kjölfar áfalla sem sjávarútveg- urinn hefur orðið fyrir. Bjartsýnis- tónninn og bar- áttuandinn kemur þeim sem þekkja Grím lítið á óvart. Grímur hefur alltaf haft mörg járn í eldinum, segja þeir sem þekkja hann vel, en allir eru þó sammála um að Grímur sé mik- ill fjölskyldu- maður. „Fyrir utan vinnuna er hann númer eitt, tvö og þrjú fjöl- skyldumaður,“ segir samstarfs- maður úr tónlist- arlífinu. Hann var í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sama tíma og verðandi eigin- kona hans, Helga Vala Helgadótt- ir, leikkona, fjöl- miðlakona og lögfræðinemi. Þau kynntust þó ekki í skól- anum, heldur kvöldstund eina nokkru síðar, árið 1999 þegar Grímur var ný- kominn heim frá störfum í Dan- mörku. Vinir segja Grím hafa tekið fjölskyldu- lífið með trompi. Fyrir áttu hann og Helga Vala eina dóttur hvort, og saman eignuðust þau tvö börn til við- bótar og giftu sig árið 2000. Grímur á sér marga hatta í lífinu. Hann er menntað- ur þroskaþjálfi, spilar á bassa, hefur verið í ýmsum hljóm- sveitum og flutt inn tónlistar- menn til tón- leikahalds. Hann á sér einnig pól- itíska hlið, tók þátt í starfi Vinstri grænna og gekk síðar til liðs við Samfylkinguna. „Grímur er óvenju skarpur, og óvenju kraftmik- ill maður. Hann er hiklaus, óhræddur og skemmti- legur maður. Ég segi hiklaus en einhver annar gæti sagt fljótfær, það er hin hliðin á því. Hann er mjög óhræddur við lífið, breytingar og nýjar áskoranir,“ segir vinur og samstarfsmaður. „Hann er mikil tilfinningavera, hann er ekki þessi ískaldi viðskiptajöfur sem reiknar allt út og framkvæmir síðan, hann framkvæmir yfirleitt fyrst og reiknar svo,“ segir samstarfsmaður úr tónlistarbransanum. Vinstri græn nutu starfskrafta Gríms um skeið, og sat hann meðal annars í stjórn Reykja- víkurfélags flokksins. Hann bauð sig fram í for- vali VG haustið 2005 fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar vorið 2006. Hann hlaut ekki það brautar- gengi sem hann vildi, lenti í fjórða sæti og færðist í það fimmta vegna kynja- reglu. Grím- ur er ekki skap- laus maður, eins og félagi hans úr pólit- ík orðar það, og tók ekki sæti á listanum. Ekki leið langur tími eftir það þar til hann gekk til liðs við Sam- fylkinguna. „Pólitískt er hann fyrst og fremst mjög krítískur á ríkj- andi stefnur, hann er ekki mjög flokks- pólitískur, en er róttækur fé- lagshyggju- sinni,“ segir fyrrum sam- starfsmaður í borgarpólitík- inni í Reykja- vík. Hann segir það hafi ekki átt að koma neinum á óvart að Grím- ur hafi ákveð- ið að söðla al- gerlega um og sækja um og fá starf bæj- arstjóra í Bol- ungarvík. „Ég hefði ekki verið hissa þótt hann hefði farið til Kuala Lump- ur. Grímur er svona, það eru stórar sveifl- ur í hans lífi. Hann er 2,02 metrar á hæð og skrefin eru af þeirri stærð- argráðu.“ Vinir fyrir sunnan segja það vissulega hafa komið á óvart að Grím- ur tæki við starfi bæjar- stjóra í Bolung- arvík, þótt það hafi ekki komið á óvart að hann hafi söðlað um í sínu lífi. „Hann var mik- ill 101 Reykja- vík maður, svo þetta var ekk- ert sem blasti við, en hann er ánægður þarna,“ segir einn. Grímur hefur gaman af því að horfa á fótbolta og spila með vin- unum, sem fara auk þess reglulega á leiki Liverpool. „Hann segir gjarnan að besti dagur lífs hans hafi verið 1992 þegar Valur vann Skagann 5-1 á Akra- nesi þrátt fyrir að hafa verið manni undir. Það lýsir hans íþróttaáhuga ágætlega, hann er Valsari og Liverpoolmaður fram í fingurgóma,“ segir æsku- vinur. Tónlistin hefur líka spilað stórt hlutverk í lífi Gríms, hann spilar á bassa og er í hljómsveitinni Grjóthrun í Hólshreppi. Hann hefur auk þess flutt til landsins fjölda tónlistarmanna í gegnum fyrir- tækið Austur-Þýskaland. Einkenni tónlistarmannsins og tónleikahaldar- ans Gríms er fyrst og fremst að vera sáttasemjari. „Hann reynir að hugsa út í öll smáatriði, til dæmis reynir hann að gæta þess þegar hann stendur fyrir tónleikum að tónlistarmennirnir fari héðan með góðar minningar,“ segir samstarfsmaður. Besti dagurinn þegar Valur vann Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Tjáðu þig! Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.