Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 66
Einn viðburða á Edinborgarhátíð- inni í byrjun águst er gríðarstór yfirlitssýning á verkum Andy Warhol á Skoska Þjóðlistasafn- inu. Þar mun æja saman ólík- legustu verk- um hans. Sýn- ingar með verk- um hans eru nær vikulegur viðburður árið um kring en þessi mun vera með stærri samantektum á ferli War- hol. Í ár eru tuttugu ár liðin frá andláti hans og nær fimmtíu ár frá því hann ákvað að verða lista- maður en ekki auglýsingateiknari. Sýningin í Edinborg mun standa til 7. október. Warhol í Skotlandi Sumartónleikar í Skálholti halda áfram: stórviðburður helgarinn- ar er Íslandsfrumflutningur á nýju verki eftir Huga Guðmunds- son, APOCRYPHA, sem jafnframt er lokaverkefni hans úr Sonology- stofnuninni í Den Haag í Hollandi. Verkið er fyrir mezzósópran, bar- okkhljóðfæri og gagnvirk tölvuhljóð og fyllir heila tónleika. Þeir áttu að vera í dag kl. 15 en verða færðir til kl. 17. Þess í stað verða tónleikar Nordic Affect kl. 15. Að öðru leyti er dagskrá helgarinnar óbreytt. Í dag verður haldinn fyrirlest- ur kl. 14.00 sem ber yfirskrift- ina „Hvað er Apocrypha?“. Verkið verður svo flutt tvívegis á Sumar- tónleikum, í dag og á morgun. Flytj- endur eru barokksveitin Nordic Af- fect og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Um stjórn tölvunnar og aðra tæknilega stjórnun sér Hugi sjálfur. Verkið var frumflutt þann 29. júní sl. í Den Haag og hlaut frá- bærar viðtökur. Hugi Guðmunds- son hefur vakið mikla athygli sein- ustu misseri fyrir tónsmíðar sínar. Eftir lokapróf frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 2001 hélt Hugi til Kaupmannahafn- ar til áframhaldandi tónsmíðanáms við Konunglegu tónlistarakademí- una og lauk MMus gráðu þaðan vorið 2005. Nú í vor lauk hann svo mastersnámi í raf- og tölvutón- list frá Sonology-stofnuninni í Den Haag í Hollandi. Þar var lokaverk- efni hans verkið Apocrypha. Verk Huga spanna allt frá ein- leiksverkum til hljómsveitarverka og eru verk hans leikin reglulega bæði hér heima og erlendis. Hann hefur starfað með mörgum af helstu tónlistarmönnum og –hópum landsins. Verkið Adoro te devote sem hann skrifaði fyrir Mótettu- kórinn og Raschér saxafónkvart- ettinn var tilnefnt til íslensku tón- listarverðlaunanna 2005. Hann var tilnefndur annað árið í röð til þeirra verðlauna árið 2006, þá fyrir verkið Eq. IV: Windbells en það verk hafði sama ár hlotið viðurkenningar í báðum verðlaunaflokkunum á al- þjóðlega tónskáldaþinginu í París, Rostrum 2006. Eq. IV: Windbells, sem upphaflega var skrifað fyrir tónleika Caput-hópsins á heimssýn- ingunni í Japan 2005, er nú eitt af mest leiknu verkum Huga og verð- ur það til að mynda flutt þrisvar sinnum utan Íslands í ágúst. Reynd- ar vill það svo til að tveir flutning- anna fara fram samtímis í Svíþjóð og Danmörku hvor á sinni tónlist- arhátíðinni. Barokksveitin Nordic Affect átti að setja endapunktinn á Sumartón- leikana en mun nú leika á fyrri tón- leikum dagsins. Þar verða flutt níu verk frá sautjándu og átjándu öld. Nordic Affect var stofnaður 2005 af Höllu Steinunni Stefánsdóttur bar- okkfiðluleikara og Karl Nyhlin lútu- leikara. Í hópnum eru hljóðfæraleik- arar frá Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Þau eiga það sameiginlegt að vilja veita fólki innsýn í ríkidæmi tónlistar 17. og 18. aldar og koma að flutningi nútímatónlistar á uppruna- leg hljóðfæri. Hljóðfæraleikararnir hafa komið víðs vegar fram á tón- leikum og tónlistarhátíðum bæði austan hafs og vestan. Á þessum fyrstu starfsárum hefur NoA komið fram á Norðurlöndunum, þ.m.t. á Sumartónleikum í Skálholti og Renaissance Music Festival í Kaup- mannahöfn. Nú í vor hrundu þau af stað tónleikaröð í Þjóðmenningar- húsinu, Reykjavík. Helstu verkefni sumarsins eru tónleikahald í Haag í Hollandi og á Sumartónleikum í Skálholti. Ókeypis aðgangur er að öllum tónleikum og fyrirlestrum. Tón- leikahátíðin hefur frá upphafi lagt áherslu á barrokk- og samtímatón- list, og er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Umfang og starfsemi hátíðarinnar hefur vaxið frá ári til árs og laðar nú að sér erlenda tón- listarmenn og fjölda ferðamanna. Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.sumartonleikar.is. Apókrýfa í Skálholti og fleira Slátur með tónleika í Aminu Tveir dagar eru nú eftir af dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðin ber að þessu sinni heitið Ríma og eru kvæðamenn því áberandi í dag- skránni. Í dag kl. 10 hefst langspils- þing á Kirkjuloftinu. Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Það eru þau Örn Magnússon píanóleikari, Jerry Rockwell og Marit Steinsrud sem kynna þrjú forn en einföld strok- og sláttuhljóðfæri á þing- inu: Langspil, dulsimer úr fjöllunum, og lang- leikinn norska. Marit verður síðar um dag- inn með tónleika og kynnir langleikinn frek- ar í Bræðslunni. Þá verður kammerkórinn Cappella Con Moto frá Þýskalandi með tón- leika kl. 17 í Siglufjarðarkirkju. Um kvöldið er uppskeruhátíð í Bátahúsinu þar sem Narodna Musk leikur fyrir dansi. Stærsti viðburður sunnudagsins eru tónleik- ar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hún hefur undanfarnar vikur æft píanókonsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian. Konsert- inn verður frumfluttur í kirkjunni á Siglufirði, sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 og í Neskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 20.00. Einleikari með hljómsveitinni er landi tónskáldsins, Armen Babakhanian. Auk þess leikur hljómsveit- in svíturnar tvær úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg í tilefni af 100 ára dánarártíð tónskálds- ins. Stjórnandi og sögumaður á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Armen Babakhanian er armenskur píanóleik- ari. Hann leikur gjarnan með fremstu strengja- kvartettum veraldar, á borð við ungverska Takács-kvartettinn, Lark-kvartettinn enska og bandaríska strengjakvartettinn. Flutningur hans með Takács-kvartettinum á kvintett eftir Schostakovich var kjörinn besti tónlistarflutn- ingur ársins 1995. John Sarkissian tónskáld býr og starfar í Berlín í Þýskalandi. Hann ólst upp meðal ar- menska minnihlutans í Íran en hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. Hann hefur samið fjölda verka, þar á meðal sönglög, verk fyrir einleikshljóðfæri og tvo konserta fyrir píanó. Um þessar mundir vinnur hann að óperu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofn- uð 7. nóvember 2004. Hljómsveitin er skipuð rúmlega 50 nemendum úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu sem lengst eru komnir í námi. Hljómsveitin tekst að jafnaði á við þrjú verkefni á ári. Fyrr um daginn kl. 11. er Duo Ríma með tónleika í Gránu. Þar flytja þær Erika Söder- ström víóluleikari og Gunnhildur Halla Guð- mundsdóttir sellóleikari meðal annars nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Þjóðlagahátíðin er fyrir löngu tekin að setja mikinn svip á bæjarlífið þessa daga þá hún stendur. Henni var valinn staður sökum starfs séra Bjarna Þorsteinssonar klerks og framámanns á Siglufirði, en þaðan vann hann sína miklu söfnun á íslenskum þjóðlögum. Þar er nú komið á stað setur til rannsókna á íslenskum þjóðlagaarfi. Í kvöld kl. 19 Grillveislur Steikarhlaðborð Aðeins það besta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.