Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 55
grundvallarhugtak að popp sé vin- sælt,“ segir Bergur. „Ekki rétt. Hvað með lélega popp- tónlist sem allir hata?“ spyr Snorri. Og þá fór önnur umræða um popp- tónlist í gang þar sem reynt var að komast að sannleikanum um hvað væri popp. Þeir búnir að pæla í öllu. „Við pælum alveg ógeðslega mikið í því sem við erum að gera,“ segir Snorri. „Við liggjum mjög oft yfir útsetn- ingum og smáatriðum í texta,“ segir Atli. „Það er örugglega það minnsta. Við erum alltaf að pæla í einhverju allt öðru,“ segir Snorri. Yfirlýst markmið Sprengjuhallar- innar er að vera vinsæl hljómsveit og þeir kvarta yfir því að það sé rosalega mikið af fínum böndum á Íslandi sem vilja ekki vera vin- sæl. „Þetta Brian Jonestone Massac- re-syndrom. Að vilja bara ekki „success“ og það eru líka rosalega margir sem eru þannig í lífinu. Það fær bara grænar bólur yfir velgengni,“ segir Bergur. „Við viljum finna bilið milli Birgittu Haukdal og einhverra geðveikt listrænna hljómsveita sem segja ekki neitt allan tímann á sviðinu og sjá ekki neitt fyrir hár- inu,“ segir Georg. Bergur Ebbi kemur með út- skýringuna: „Það er oft sagt að það sem lifir lengst, verður sígilt og eitthvað meira en bara afþrey- ing, er það sem nær að höfða bæði til hárra hvata og lágra hvata og getur sameinað hámenningu og lágmenningu. Við erum með ball- menningu hérna sem er rosalega stór og fullt af ballhljómsveitum sem selja 2.500 manna böll þar sem allir kaupa miða fyrir 3.000 kall og fá allt sponsið og gefa út plötur sem seljast fullt, en fara aldrei til útlanda af því að þetta er of mikil lókal tónlist. Svo erum við með einhverja hljómsveit sem fær fimm stjörnur í Mogganum en myndi aldrei vilja sömu vinsæld- ir og ballhljómsveitir. Þeir myndu aldrei vilja vera í Reiðhöllinni hjá Gusti að trylla 3.000 æsta hesta- menn. Við viljum vera á miðjunni, við viljum hafa hestamennina á þriðja bjór og þá kannski bara 800 og helst að fá svona 300 stykki 101 plebba, smá bankalið og blanda því saman.“ „Við viljum líka selja 5.000 plöt- ur og fá fjórar stjörnur í Moggan- um,“ bætir Atli við. „Við viljum eiga kökuna og borða hana. Og við skulum segja að þetta sé ekki kaka heldur terta,“ klárar Bergur Ebbi og er nokkuð ánægður með kenn- inguna. „En bara svo það sé á hreinu þá gerum við tónlistina okkar með fullri sannfæringu um að það sem við erum að gera sé gott. Við erum ekki með eitthvert excel-skjal um hvernig við ætlum að slá í gegn,“ segir Snorri. „Það sleppur ekki allt í gegn- um síuna hjá Sprengjuhöllinni. Við myndum aldrei gefa út eitt- hvert lélegt lag af því að það gæti orðið vinsælt,“ útskýrir Atli. „Það er ágætis mælikvarði að þegar okkur öllum finnst eitthvert lag gott, þegar við erum allir búnir að setja eitthvað í lagið og erum allir ánægðir með það þá þýðir það að ótrúlega margir þarna úti séu ánægðir með það,“ útskýrir Georg. „Við erum smá þverskurður, við hlustum allir á mismunandi tón- list.“ Líftími hljómsveita er oft ekki langur en Sprengjuhöllin er komin til að vera. „Sprengjuhöllin er lang- tímasamband. Við erum búnir að færa fórnir og fella nokkur tár. Við settum þá línu að við værum ekki í þessu fyrir eitthvert nokkurra laga grín,“ segir Georg og heyrist í Bergi: „Nákvæmlega það sem þú segir við allar stelpur sem þú hefur kynnst,“ og strákarnir springa úr hlátri. Það er alltaf stutt í grínið. „Ef þetta væri ástarsamband þá værum við komnir yfir þriggja mánaða daðurtímann þegar allt er voða spennandi,“ úskýra þeir allir í kór nema Bergur sem spyr: „Hvaða Vogue-drullu voruð þið að lesa? Þetta er ótrúlega góð líking samt. Við erum komnir út í það að það væri vandræðalegt að gera tónlist með einhverjum öðrum.“ Og líklegast hafa þeir fundið þessa poppmiðju með „Verum í sambandi“ sem er eitt mest spil- aða lag sumarsins hingað til. Og samt eru þeir ekki komnir með plötu. Það má búast við sprengju frá Sprengjuhöllinni þegar platan loksins kemur í verslanir. Það er oft sagt að það sem lifir lengst, verður sígilt og eitthvað meira en bara afþreying, er það sem nær að höfða bæði til hárra hvata og lágra hvata og getur sameinað hámenningu og lágmenningu. Útileguma›urinn er ný sérverslun me› allt sem flú flarft til fer›alagsins, fellih‡si, hjólh‡si, tjaldvagna, útifatna›, fylgihluti og margt fleira. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Fossháls 5-7 | Sími 551 5600 | utilegumadurinn.is Ný ævintýraleg verslun með allt til ferðalagsins Polar Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem sjónvarp, DVD/CD, örbylgjuofn, ísskápur með frysti, bakkskynjari, 110 Watta sólarrafhlaða og Alde hitakerfi í gólfi og rúðum. Breiðustu og best einangruðu húsin á markaðnum. Sænsk og sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Sterkbyggðu fellihýsin sem reynst hafa frábærlega á Íslandi. Rockwood Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem Swing eldhús, ísskápur, rafm.vifta, álfelgur, geislaspilari, rafmagns- lyftibúnaður, upphitaðar dýnur og hljóðlát miðstöð. Fortjöld Fylgihlutir Stútfull búð af frábærum fylgihlutum fyrir ferðalagið. PDQ fortjöldin pakkast í poka í rennu utan á vagninum. Fljótlegt að tjalda. Verð frá 1.299.000 kr. Fyrir fellihýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 2,5 m: 59.900 kr. PDQ 2,9 m: 79.900 kr. Hlaðið aukabúnaði Hlaðið aukabúnaði Fyrir hjólhýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 3,5 m: 69.900 kr. Corsican: Verð frá 109.900 kr. Corsican E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 6 3 3 Opið laugardag 10-17 og sunnudag 12-16 Polar sænskir eðalvagnar - sjáðu með eigin augum Verð frá: 2.799.000 kr. Frí geymsla veturinn 2007-08 fyrir öll seld hjólhýsi og fellihýsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.