Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 62
Ég ætti að búa fjarri öllum mönn- um. Mennirnir trufla mig. Hið ókunna hvíslar aldrei að mér, nema þegar ég er einn. Það hrökkva skærastir neistar af steinun- um, þegar þeim er slegið saman í myrkri. Einveran er myrkrið mitt. Hvað skiptir það vinnufólkið, að ég vaki? Ég hef orðið þess var, að það hatar mig. Það er vegna þess, að ég læt mér ekki nægja jafn smásálarlegar óskir eins og það. Mínar óskir eru voldugar og takmarkalausar. Og í upphafi var óskin. Óskirnar eru sálir mann- anna. Jóhann Sigurjónsson: Galdra-Loftur Birna Karlsdóttir benti mér á fast- eignaauglýsingu þar sem segir: „Íbúðin er stödd á vinsælum stað í miðborg Reykjavíkur.“ Nú hef ég að vísu heyrt um sumarhús sem seld eru tilbúin til flutnings, en að íbúð sé stödd einhvers stað- ar, það þykir mér nokkur nýlunda. Það minnir mig á orðatiltæki sem ég lærði í Svíþjóð, að ýmislegt fái maður að heyra áður en eyrun detta af manni. Í Vestfjarðablaði sem fylgdi Mbl. 15. júní, segir í fyrirsögn: „Þuríður sundafyllir og sonur hennar Völu- Steinn numu land í Bolungarvík.“ Þessi sögn beygist nema-nam- námum-numið, og því skal segja: námu land. Þetta má sjá í Stafsetn- ingarorðabókinni nýju, þar sem kennimyndir sagna eru tilgreindar. Í sama blaði segir einnig: „finndu hrynjanda hafsins“ – og er rangt. Hrynjandi er í rauninni tvö orð. Annars vegar karlkynsorð í merk- ingunni fall, hrun, en hins vegar kvenkynsorð, eins í öllum föll- um, og merkir þá hreimur, hljóð- fall, kveðandi – og þannig er orðið í þessu dæmi. Því skal segja: Finndu hrynjandi hafsins. Birgir Guðjónsson skrifar og kvartar undan misnotkun orðs- ins von: „Það er nú notað í tíma og ótíma, og jafnvel þar sem síst skyldi. Þannig eiga menn von á stórviðrum og gengisfellingum, svo að eitthvað sé nefnt. Enginn reiknar með einhverju, býst við, gerir ráð fyrir, telur líkur til ein- hvers o.s.frv.“ Vitnar hann í orð jarðfræðings í Mbl.: „Þar sem skriðan er utan alfaraleiða og er ekki á hættusvæði fyrir mann- virki eða fólk á ég ekki von á því að menn fari að taka út hættu á frek- ari berghlaupum á þessu svæði.“ Ekki þarf miklu við þetta að bæta, nema þá kannski að ekki þykir mér fallegt að taka út hættu. Þetta minnir mig þó á það mikla uppistand sem varð þegar ég kvartaði undan því sem for- maður útvarpsráðs endur fyrir löngu, að frétt af valdaráninu í Chile 1973 skyldi hefjast á orðun- um: Það var ekki vonum seinna. Ég vona að menn átti sig á því að von merkir það sem maður þráir, óskar og væntir að verði. Þó má ekki gleyma þeirri merkingu sem felst í orðunum „það er von að þú segir það.“ Hugarfar er fleyta innst í fórum mínum og undir ljóðaseglum sínum siglir beint að huga þínum. Ættarmót njóta mikilla vinsælda meðal Íslendinga og á hverju sumri flykkjast hundruð landsmanna út á land til að hitta fjarskylda og nærskylda ættingja sína. Í Vestmannaeyjum kemur ein ætt saman um helgina sem er þekkt fyrir mikið stuð. „Það er alltaf mikið fjör þegar fjölskyldan kemur saman. Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir þingmað- urinn Árni Johnsen en um helgina fer fram ættarmót hjá einum legg Johnsen-ættarinnar, þeim afkom- endum sem tengdir eru Suðurgarði, en þar átti einmitt afi og nafni þing- mannsins heima. Eins og sönnu Johnsen-fólki sæmir verður mikið um dýrðir á ættarmótinu og er búist við að um 150 manns muni koma saman við til- efnið. Árni segir ættarmótin ávallt vera hina mestu skemmtun og er ekki ólíklegt að þingmaðurinn grípi í gítarinn og stjórni fjöldasöng þegar líða tekur á kvöldið. „Þetta er stór og lífsglöð ætt og verður eflaust stórskemmtilegt,“ segir Árni. Mikið er um að vera í Eyjum um helgina en þá fer fram hin svokall- aða goslokahátíð og er búist við talsverðum fjölda í bænum í til- efni hennar. Félag ungra sjálfstæð- ismanna hefur skipulagt hópferð til Eyja þar sem búast má við því að fólk skemmti sér fram eftir nóttu og þá eru sex stórbrúðkaup fyrirhuguð í bænum um helgina, með tilheyr- andi gestafjölda og hátíðarhaldi. Lögreglan í Eyjum er í viðbragðs- stöðu vegna alls þessa fjölda fólks og verður aukamaður á vakt til vonar og vara. Lögreglan segist þó ekki eiga von á því að þurfa að skipta sér af ættarmótinu, enda sé Johnsen-fólkið ljúfmenni upp til hópa. Johnsen-ættin gerir sér glaðan dag Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.