Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 17
[Hlutabréf] Árásir á olíuvinnslustöðvar við Nígerósa í Nígeríu og mikil eftir- spurn eftir eldsneyti í Banda- ríkjunum hefur keyrt upp heims- markaðsverð en Norðursjávarolía fór hæst í rúma 76 dali á tunnu í gær. Sambærilegt verð á svartagull- inu hefur ekki sést síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið niður úr 78,48 dölum á tunnu og hafði aldrei verið hærra. Greinendur segja í samtali við breska blaðið Financial Times að eftirspurn eftir eldsneyti í Banda- ríkjunum hafi náð hámarki í kring- um þjóðhátíðardaginn 4. júlí og muni líklega draga úr henni eftir því sem líði á sumarið. Olíuverð í hæstu hæðum Sensex-vísitalan rauk í methæðir við lokun markaða á Indlandi í gær þegar hún rauf 15.000 stiga múrinn. Vísitalan hefur hækkað um tæp níu prósent á árinu og þykir end- urspegla bjartsýni fjárfesta um góðar horfur í indversku efnahags- lífi og ágæta afkomu fyrirtækja þar í landi. Þar á ofan benda hagvísar til að verðbólga hafi hjaðnað auk þess sem litlar líkur eru á að stýrivextir muni hækka. Vísitalan hækkaði um 50 prósent á síðasta ári. Reikna má með að hún hefði hækkað meira ef ekki hefði komið til snögg niðursveifla um mitt ár. Sensex-vísitalan í methæðum Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því að Úrvalsvísitalan hækki um allt frá 37 til 45 prósenta á árinu öllu. Úrvalsvísitalan hefur verið á mikilli hraðferð síðustu daga, endaði í 8.546 stigum við lokun markaða í gær, en hún hefur hækkað um 33,32 prósent það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir í nýrri spá sinni um hluta- bréfamarkaðinn, arðsemi fyrirtækja á markaði góða, rekstur stöðugan og væntingar stuðla að hækkun vísitöl- unnar. Þá muni greitt aðgengi að fjármagni hafa jákvæð áhrif. Greiningardeildin spáir almennt góðri afkomu hjá fjármála- og fjárfestingarfyrirtækjum og telur að þau styðji að stærstum hluta við hækkun hlutabréfaverðs til ársloka. Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvals- vísitalan endi í 8.750 stigum við lok árs. Hún bendir hins vegar á að gengi hlutabréfa hafi hækkað mikið það sem af sé árs og telur líkur á að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni á seinni hluta ársins. Í báðum spám er mælt með kaupum á bréfum Kaup- þings en gert er ráð fyrir að þau hækki mest á árinu. Spá allt að 45 prósenta hækkun Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Acta- vis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtæk- isins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í Þýskalandi á næstu árum. Heinemann hefur mikla reynslu úr lyfjageiranum en hann hefur unnið hjá nokkrum lyfjafyrir- tækjum þar í landi, nú síðast sem markaðs- og sölustjóri hjá þýska lyfjafyrirtækinu CT Arzneimittel í Berlín, að því er fram kemur í til- kynningu frá Actavis. Nýr hjá Actavis P IP A R • S ÍA • 7 12 10 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. Ljósafossstöð við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal. Opið 9–17 alla daga. Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Komdu í heimsókn í sumar! Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.