Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 44

Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 44
hús&heimili KIRK GLASS TABLE Þetta framtíðarlega gler- borð frá fyrirtækinu Catt- elan Italia kallast Kirk Glass Table og hentar meðal annars vel undir tölv- ur. Ýmsar gerðir eru fram- leiddar af borðinu, annað- hvort með kringlóttri eða sporöskjulaga borðplötu og gagnsæju eða skyggðu gleri. Öll eru þau á viðar- fæti með stálundirstöðu. TOSHIYUKI YOSHINO Þessi leðurstóll kallast Syra Leather Dining Chair og er eftir hinn víðfræga hönnuð Toshiyuki Yoshino. Stóllinn stendur á stálfótum en aðals- merkið er leðrið, sem fæst í ýmsum litum: rauðu, svörtu, hvítu og silfri. Eins og heiti stólsins gefur til kynna þykir hann henta vel við matar- borðið. Reiðskólinn Faxaból, Reiðhöllinni í Víðidal Eigum laus pláss á námskeið sem hefjast 9. júlí, 23. júlí og 7. ágúst fyrir byrjendur og framhaldshópa Nánari upplýsingar og skráning í síma 822-2225 eða á faxabol.is hönnun JOHNATHAN ADLER Falleg glös og könnur eru ómissandi í garðveislur, svona eins og þetta sett sem kallast Palm Beach Fish Pit- cher and Tumbler Set, og er úr línunni Johnathan Adler Happy Home. Það er alveg tilvalið að bera fram drykki eins og ávaxtasafa með muldum klaka eða íste, þegar sólin skín á himni. IBRIDE BAKKAR Ibride-matarbakkarnir eru eftirsóttir úti í heimi um þessar mundir, þar sem þeir eru sterkbyggðir ásamt því að þykja fínasta stofustáss inni á heimilum. Þegar bakkarnir eru ekki í notkun má nefnilega hengja þá upp á vegg, þar sem þeir minna einna helst á ljósmyndir í útskornum römmum frá viktoríska tímabilinu. 7. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.