Fréttablaðið - 07.07.2007, Page 38
hús&heimili
„Við hjónin erum búin að búa hér í
tæp fimm ár og höfum breytt nán-
ast öllum garðinum, nema ásýnd
hans frá götunni,“ segir Hildur
sem býr að Tjaldanesi 15 í Garða-
bæ. „Bak við húsið þar sem áður
var stór grasflöt með trjám höfum
við 250 fermetra pall og leiksvæði,
settum upp skjólvegg og lokuð-
um garðinn af. Gerðum hann fjöl-
skylduvænni og léttan í umhirðu
dags daglega.“
Lóðin er víðáttumikil og tré,
rósir og runnar veita þar bæði
skjól og prýði. Sumir runnarnir
eru byrjaðir að blómstra, til dæmis
birkikvisturinn. Eina grasflötin er
undir trampólíninu svo sláttur er
ekki vandamál á þessum bæ. Allt
er vel hirt og snyrtilegt.
Hildur segir fjölskylduna nota
garðinn mjög mikið og vind- og sól-
arátt ráði því hvar dvalið sé hverju
sinni. „Garðurinn er bara fram-
lenging af húsinu yfir sumartím-
ann. Mest erum við þar sem pallur-
inn og leiksvæðið er því þangað er
gengið beint út úr eldhúsinu,“ segir
Hildur en bendir á að hægt sé að
ganga út í garðinn á ýmsum stöð-
um svo sem úr stofunni og gler-
skála sem tengdur er húsinu.
Nýbúið er að pússa allan við
niður og bera á hann tvær umferðir.
Kannski verður þeirri þriðju bætt
við. „Ég er með afbragðs málara,“
segir Hildur og bætir við að Garð-
list sjái um að snyrta beð og runna.
„Ég get ekki sagt að ég sé mikil
garðyrkjukona,“ segir hún bros-
andi. Mér finnst alveg gaman að
taka til hendinni úti við þegar ég
er byrjuð en það er ekkert sem ég
sækist eftir.“
gun@frettabladid.is
Léttur í umhirðu dags daglega
250 fermetra pallar í góðu skjóli mynda gott útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hlaðin beð og hellur eru í hluta garðsins.
Ekta leikvöllur fyrir börnin á bænum.
Á sólríkum dögum er sett vatn í litlu laugina.
Einn af göngunum út í garð.
7. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR6