Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 12
 Lögreglan var kölluð út í Meðalholt um klukkan tvö í fyrrinótt vegna hópslags- mála í götunni. Karlmaður á þrítugsaldri braut rúðu í íbúð sem hann hugðist ráðast inn í. Íbúar í götunni kölluðu til lögreglu og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru mikil ólæti af mönnunum og bárust slagsmálin út í garð. Lögregla gat ekki gefið upplýsingar um hversu margir voru í íbúðinni sem ráðist var inn í. Sá sem rúðuna braut var handtekinn og samkvæmt lögreglu hefur maðurinn margoft komið við sögu lögreglu áður. Enginn meiddist í átökunum. Hópslagsmál í Meðalholti „Þau skoðuðu meðal annars fyrirhugaða virkjunarkosti og umhverfi þeirra. Síðan var haldinn fundur með hagsmunaað- ilum og fleirum,“ segir Guðfinnur Jakobsson hjá samtökunum Sól á Suðurlandi. Á dögunum ferðuðust nefndar- menn í umhverfisnefnd og iðnað- arnefnd Alþingis ásamt umhverf- isráðherra um fyrirhugað virkjunarsvæði við Þjórsá. Einnig voru skoðaðar þær virkjanir sem nú eru við Þjórsá. Með í för voru fulltrúar Landsvirkjunar, Sólar á Suðurlandi og áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Í lok ferðar- innar fundaði hópurinn ásamt full- trúum Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Á fundinum var upplýst um afhendingu vatnsréttinda í Þjórsá. Þau voru afhent Landsvirkjun þann fimmta maí, skömmu fyrir kosningar. Sumir þingmannanna á fundinum höfðu ekki heyrt um það áður,“ segir Guðfinnur. Fulltrúar Landsvirkjunar á fundinum voru spurðir um hvaða starfsemi kæmi til með að fá fyr- irhugaða raforku. Svörin voru að það lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það var líka upplýst um gang mála í samningum Landsvirkjun- ar við landeigendur um vatnsrétt- indin. Landsvirkjun segir að við- ræður gangi vel en bændurnir segja að svo sé ekki.“ Kom þingmönnum á óvart „Þetta komst því miður ekki í gegn þegar samið var um stjórnarsáttmálann,“ segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í menntamála- nefnd. Fyrir síðustu kosningar auglýsti Samfylkingin að ein af tólf ástæðum þess að ungt fólk ætti að kjósa flokkinn væri sú að námsmenn fengju þá ókeypis skólabækur. Einar segir að þótt þetta markmið hafi ekki náðst í fyrsta áfanga, sé ekkert útilokað í þeim efnum. „Þetta er auðvitað gífurlega mikilvægt til jöfnunar í samfélaginu.“ Einnig megi koma til móts við foreldra framhalds- skólanema með markvissum aðgerðum í skattkerf- inu. Það komi til greina. Spurður segir Einar það augljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi staðið í vegi fyrir að málið næði fram að ganga. „Það sem við náðum ekki að koma fram er vegna þess að þetta voru kaup kaups.“ Alþýðusamband Íslands birti á dögunum niður- stöður könnunar á verði á námsbókum. Kom fram í henni að mismunur á innkaupa- og útsöluverði bóka á skiptibókamörkuðum er allt að 80,6 prósent. Algeng álagning á notaðar bækur er 45 til 67 prósent. Engar ókeypis skólabækur í ár Samfylkingin hefur kallað eftir upplýsingum um hvort borgarstjóri hafi skrifað fleiri dagvöruverslunum eða rekstraraðilum í borginni vegna fregna um að Vínbúðin í Austur- stræti hafi tekið bjórkælinn úr sambandi og flutt hann niður í kjallara. Fyrirspurnin er eftirfarandi. „Óskað er eftir því að bréf borgarstjóra um að bjórkælir verði tekinn úr sambandi hjá ÁTVR í Austurstræti verði lagt fyrir borgarráð sem og önnur bréf borgarstjóra sem innihalda ábendingar til dagvöruverslana og annarra rekstraraðila í miðborginni um hvernig þeir þjónusti viðskiptavini sína.“ Samfylkingin vill bréfið um kælinn í ÁTVR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.