Fréttablaðið - 24.08.2007, Qupperneq 13
Nokkrir ungir Danir
gerðu sér leik að því að skrúfa
stýrið af bíl sem þeir óku á 100 km
hraða, taka myndir af öllu saman
og setja myndskeiðið á netið – án
þess að gera skráningarnúmer
bílsins óþekkjanlegt. Lögreglan
brást skjótt við.
Fréttavefur Der Spiegel hefur
eftir Der Nordschleswiger,
dagblaði þýskumælandi minnihlut-
ans syðst á Jótlandi, að danska
lögreglan hafi verið fljót að hafa
uppi á hinum tvítuga ökumanni
bílsins. Hann eigi að sögn lögreglu
hugsanlega yfir höfði sér fangels-
isdóm fyrir að stofna mannslífum
í hættu.
Tóku stýrið af á
100 km hraða
Viðvörun vegna
sniffs á gasi
Ísland er í sjötta
sæti af ríkjum OECD hvað varðar
útgjöld til rannsókna og þróunar
árið 2005. Þetta er meðal annars
það sem kemur fram í nýrri
skýrslu Rannís. Þar er fjallað um
stöðu Íslendinga á sviði rannsókna,
þróunar og þekkingarsköpunar.
Þar er að finna nýjustu hagtölur
vísinda, tækni og nýsköpunar og
yfirlit gefið yfir þróun þeirra á
undanförnum árum og áratugum.
Fjallað er um Ísland í alþjóðlegum
samanburði. Verkefnið vann
Þorvaldur Finnbjörnsson, sviðs-
stjóri greiningarsviðs, og Elva Brá
Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á
greiningarsviði.
Rannsóknir og
þróun á Íslandi
„Starf forsetans hefur
opnað nýja möguleika fyrir
íslenskan þekkingariðnað á sviði
orkumála,“ segir Pétur Stefáns-
son, fjármálastjóri Enex.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, átti í vikunni fund með
Barböru Boxer, formanni
umhverfisnefndar öldungadeild-
arinnar í Bandaríkjunum, um sam-
starf Íslendinga við Bandaríkja-
menn á sviði orkuöflunar hreinna
orkugjafa.
„Forsetinn hefur átt marga
fundi bæði hér heima og erlendis
með þungavigtarfólki úr stjórn-
málunum sem og fólki úr tækni-
og fjármálageiranum. Þá hefur
hann upplýst stjórnmálamenn
vestra um hvað íslenskur þekk-
ingariðnaður hefur upp á að bjóða.
Því er ljóst að það eru miklir
möguleikar í boði og við hyggjum
á gríðarlega landvinninga,“ segir
Pétur.
Enex er nú þegar að vinna að
verkefnum í Bandaríkjunum. „Í
haust hefjum við borframkvæmd-
ir í Truckhaven í Kaliforníu. Þar
byggjum við 50 megawatta gufu-
aflsvirkjun.“
Enex er orkufyrirtæki sem reis-
ir virkjanir og markaðssetur
tækniþekkingu og reynslu
íslenskra fyrirtækja á sviði jarð-
varma og vatnsafls. Fyrirtækið er
með verkefni um allan heim til
dæmis í Kína, Þýskalandi og El
Salvador.
Miklir möguleikar vestan hafs
Stéttarfélög
opinberra starfsmanna fylgjast
með vinnu
Alþýðusam-
bandsins og
Samtaka
atvinnulífsins
að breytingum á
veikinda- og
slysarétti á
almennum
vinnumarkaði.
Ögmundur
Jónasson,
formaður BSRB, segist hafa átt í
óformlegum viðræðum við ASÍ um
veikindakerfið almennt.
„Skoða þarf hvernig hægt er að
standa rækilega vörð um réttindi
þeirra sem eru veikir jafnframt
því sem stuðlað er að því að fólk
nái heilsu og komist út á vinnu-
markaðinn. Markmiðin eru þau
sömu en leiðirnar sem farnar eru
hjá hinu opinbera og á almennum
vinnumarkaði eru ekki að öllu leyti
áþekkar. Þetta þarf að íhuga.“
Óformlegar við-
ræður við ASÍ
Grunur leikur á að
hópur ungmenna í umdæmi
Heilsugæslustöðvarinnar á
Selfossi hafi að undanförnu fiktað
við að sniffa gas. Tómir gasbrúsar
hafa fundist á víð og dreif.
Hjúkrunarfræðingar stöðvarinn-
ar hafa sent frá sér viðvörun
vegna málsins.
Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrun-
arstjóri á Heilsugæslustöðinni
segir að fikti fólk við að sniffa
gas, bensín, lím eða önnur svipuð
efni, geti það kostað viðkomandi
lífið eða valdið alvarlegu líkams-
tjóni. Eiturgufurnar sem þeir
anda að sér skaði taugakerfið og
önnur líffæri.