Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Leit byggist á
leitarfræðum
Íslensk heimili hafa aldrei
skuldað jafn mikið vegna
yfirdráttarlána. Í lok síð-
asta mánaðar skulduðum
við bönkunum um 76 millj-
arða í yfirdrátt, sem sam-
svarar tæpri kvartmilljón á
hvert mannsbarn í landinu.
Bankakerfið hefur innheimt
um tvær milljónir á klukku-
stund allan sólarhringinn,
allt árið vegna yfirdráttar-
skulda, sem nema um tíu
prósentum heildarskulda
heimilanna í landinu.
Seðlabankinn birti hagtölur banka-
kerfisins fyrir nokkrum dögum,
þar sem staðan, eins og hún var í
lok júlí, kom fram. Greiningar-
deildir bankanna fjölluðu um töl-
urnar í fyrradag, meðal annars
um það að yfirdráttarlán heimil-
anna hafa aldrei nokkurn tímann
verið hærri en nú. Á einum mán-
uði jukust þau um ellefu milljarða,
eða tæp sautján prósent.
Eins og flestir sem tekið hafa yfir-
dráttarlán vita eru þau yfirleitt
dýrustu lán sem hægt er að taka.
Miðað við vaxtatöflur bankanna
eins og þær voru í gær er algengt
að 23,95 prósenta vextir séu
greiddir árlega af yfirdráttarlán-
um. Hægt er að fá betri kjör á
þessum lánum, til dæmis með því
að velta ákveðið miklu fé á ári eða
vera í ákveðnum hóp viðskipta-
vina, en flestir greiða vextina eins
og þeir eru hæstir, 23,95 prósent.
Til viðbótar við háa vaxtabyrði
þeirra sem taka yfirdráttarlán hjá
banka þá eru háar fjárhæðir rukk-
aðar fyrir að fara yfir heimildina
á debetkortareikningnum. Hjá
viðskiptabönkunum þremur;
Kaupþingi, Glitni og Landsbank-
anum, auk Byrs og Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis kostar
hver færsla án innistæðu 750
krónur að lágmarki, en fer hækk-
andi eftir því sem færslan er
hærri. Þessi gjöld, sem nefnast
FIT (færsluskrá innistæðulausra
tékka), hafa verið gagnrýnd fyrir
að endurspegla ekki þau útgjöld
sem bankinn verður fyrir við inn-
heimtuna.
Það kostar því mikið að lifa á
yfirdrætti, sérstaklega ef maður
heldur ekki nógu vel um budduna
og lendir í því að fara yfir á reikn-
ingi.
Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag-
fræðingur hjá Alþýðusambandi
Íslands, segir ekki ljóst hvers
vegna yfirdráttarskuldir heimil-
anna hafa aukist svona mikið und-
anfarið, en það sé vissulega
áhyggjuefni.
Yfirdráttarlán
séu talin vera
óhagstæðust af
öllum lánum, og
það sé ekki gott
að taka þau til
lengri tíma.
„Þegar við hjá
ASÍ skoðuðum
vaxandi skuldir
heimilanna í vor
sáum við að þjóð-
in hefur í raun
verið að eyða langt umfram það
sem hún hefur verið að afla,“ segir
hún. „Hvort neyslan sé óþörf eða
ekki verður hver og einn að eiga
við sig, en við höfum verið að sjá
gífurlega aukningu í sölu á lúxus-
vörum eins og tjaldvögnum og
fellihýsum.“
Hún ráðleggur þeim sem eru
illa staddir fjárhagslega að leita
aðstoðar hjá Ráðgjafastofu um
fjármál heimilanna áður en vand-
inn verður að ókleifum múr. „Fólk
þarf að fara yfir fjármálin og
finna hvar hægt er að spara. Það
er ótrúlegt hvað er hægt að finna
til að spara þegar farið er yfir
neyslu heimilisins.“
Fram kemur í nýjustu hagtölum
Seðlabanka Íslands að heildar-
skuldir heimila til bankakerfisins
námu tæpum 780 milljörðum
króna í lok júlí. Yfirdráttarlánin,
tæpir 76 milljarðar, eru því rétt
um tíu prósent af öllum skuldun-
um. Alls hafa skuldir heimilanna
vaxið um átján prósent frá sama
tíma í fyrra, samkvæmt hálffimm
fréttum greiningardeildar Kaup-
þings í fyrradag.
Langstærsti hluti skuldanna er
vegna verðtryggðra lána, samtals
um 558 milljarðar eða rúm sjötíu
prósent. Verðtryggð lán tóku mik-
inn kipp í september 2004, þegar
bankarnir héldu inn á íbúðalána-
markað, og hafa rúmlega fimm-
faldast síðan þá. Gengisbundin lán
vega einnig þungt á skuldavog-
inni, eða um tólf prósent allra
skulda heimila í landinu. Þau hafa
næstum því tvöfaldast á einu ári
miðað við fast gengi.
Yfirdráttarskuldir heimilanna
hafa sveiflast nokkuð milli mán-
aða það sem af er árinu, en sé tekið
meðaltal af stöðunum í lok hvers
mánaðar fæst 71 milljarður króna.
Miðað við 23,95 prósenta vexti á
ári, sem jafngilda rétt tæpum
tveimur prósentum í vexti á mán-
uði, borga íslensk heimili um 1.400
milljónir í vexti vegna yfirdrátt-
arlána mánaðarlega.
1.400 milljónir á mánuði eru
tæpar fimmtíu milljónir á dag,
tvær milljónir á hverja klukku-
stund eða rúmar fimm hundruð
krónur á sekúndu.
Tvær milljónir á tímann í yfirdrátt
Útflutningsbanni til ESB aflétt af Bretum