Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 24
greinar@frettabladid.is
Ímannlífinu keppir fólk í margvíslegum leikjum, ekki
nauðsynlega hvert við annað,
heldur að einhverjum markmið-
um. Leikjafræði (e. game theory)
bregður þess vegna skæru ljósi á
sum viðfangsefni okkar.
Leikjafræðingar skipta leikjum
iðulega í þrennt. Ein tegundin er,
þegar hreinn gróði er af leiknum
(positive-sum game). Dæmi um
það er frjáls viðskipti. Ef einn
maður á epli, sem hann þarf ekki,
en vantar glóaldin, og annar
maður á glóaldin, sem hann þarf
ekki, en vantar epli, þá skiptast
þeir á þessum ávöxtum. Báðir
græða. Annað dæmi er umferðar-
reglur. Menn koma sér saman um
að aka annaðhvort á vinstra
vegarhelmingi eins og Englend-
ingar eða hinum hægri eins og
við, og umferð verður greiðari.
Allir græða.
Önnur tegund leikja er, þegar
hvorki er gróði né tap af leiknum
sjálfum, heldur græðir einn
leikandinn, þegar annar tapar
(zero-sum game). Dæmi um það
er stöðuveitingar. Einn umsækj-
andi hlýtur eftirsótta stöðu, en
aðrir sitja eftir með sárt ennið.
Annað dæmi er valdabarátta. Einn
flokkur sigrar í kosningum, annar
tapar. Þriðja tegund leikja er,
þegar hreint tap er af leiknum,
allir verr settir eftir hann
(negative-sum game). Skýrasta
dæmið um það er stríð milli þjóða.
Annað dæmi er kjarabarátta, sem
háð er með tíðum og hörðum
verkföllum, en skilar aðeins
verðbólgu. Þá tapa allir.
Hér hefur verið einstæður
stöðugleiki í stjórnmálum frá
1991. Ein ástæðan er, að ríkis-
stjórnir þessa tímabils hafa leikið
tvo leiki af fyrstu tegundinni.
Annar leikurinn fólst í kvótakerf-
inu í sjávarútvegi. Í einföldustu
mynd sinni var vandinn sá, að
sextán bátar sóttu á fiskimið, sem
átta bátar gátu nýtt með gróða.
Fækka þurfti bátunum úr sextán í
átta. Þetta var gert með því að
úthluta til bátanna sextán
aflaheimildum eða kvótum, sem
nægðu átta þeirra til ábatasams
reksturs. Þá keyptu eigendur átta
bátanna með betri afkomu kvóta
af eigendum átta bátanna með
verri afkomu, svo að hinir
síðarnefndu hættu veiðum.
Allir græddu. Eigendur átta
bátanna með verri afkomu sneru í
land með fullar hendur fjár. Það
markmið náðist friðsamlega að
fækka bátunum úr sextán í átta.
Eigendur átta bátanna með betri
afkomu héldu áfram veiðum og
undu glaðir við sitt. Þjóðin græddi
á því, að sjávarútvegur skilaði
arði, en var ekki rekinn með tapi
eins og víðast annars staðar í
heiminum. Ríkið græddi á því, að
útgerðarfyrirtæki greiddu skatta.
Hinn leikurinn fólst í einkavæð-
ingu. Tímabilið 1991-2007 seldi
ríkið fyrirtæki fyrir röska 120
milljarða króna. Þar á meðal voru
fyrirtæki, sem okkur finnst nú
óskiljanlegt, að ríkið skyldi hafa
rekið, til dæmis ferðaskrifstofa
og prentsmiðja. Mestu munaði þó
um síldarverksmiðjur ríkisins,
Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins, Búnaðarbankann, Landsbank-
ann og Símann.
Allir græddu á einkavæðing-
unni. Seljandinn, sem var ríkið
fyrir hönd almennings, fékk í
sinn hlut ærið fé, sem var sem
betur fer notað til að grynnka á
skuldum, meðal annars áföllnum
lífeyrisskuldbindingum, sem
fyrri ríkisstjórnir höfðu lítt
skeytt um. Kaupendur eignuðust
fyrirtæki, sem döfnuðu í höndum
þeirra, enda fara menn betur
með eigið fé en annarra. Starfs-
fólk naut hærra kaups. Skatttekj-
ur stórjukust af þessum fyrir-
tækjum.
Báðir þessir leikir voru dæmi um
það, þegar gæði færast úr
óhagkvæmri nýtingu í hag-
kvæma. Margt er þar vissulega
enn ógert, en fleiri og meiri
tækifæri eru í þriðja leiknum,
sem felst í skattalækkunum. Þær
eru öllum í hag. Reynslan sýnir,
að ríkið fær þá í sinn hlut auknar
skatttekjur, af því að menn vinna
betur, skapa meiri verðmæti og
skjóta sér síður undan skatt-
greiðslum. Almenningur græðir,
af því að hann heldur eftir stærri
hlut af sjálfsaflafé sínu. Ráðstöf-
unartekjur hans aukast. Jafnvel
þeir, sem háðir eru velferðarað-
stoð, græða, því að afkoma
ríkisins verður traustari við
öflugt atvinnulíf.
Það er umhugsunarefni, að
skatttekjur ríkisins á mann eru
svipaðar í Sviss og Svíþjóð, þótt
skattheimta sé um 30% af
landsframleiðslu í Sviss og rösk
50% í Svíþjóð. Skattheimta er hér
rösk 40% af landsframleiðslu.
Okkur er því óhætt að stefna í átt
til Svisslendinga án þess að óttast
lægri skatttekjur ríkisins eða
skerta velferðaraðstoð. Núver-
andi ríkisstjórn á leikinn. Ef hún
hefur áhuga á að endast, þá á hún
að ráðast í djarflegar skattalækk-
anir. Hún hefur allt að vinna og
engu að tapa.
Öllum í hag
Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að
umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst
sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan
umhverfisráðherra í kennslustund í stjórn-
sýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk
stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lög-
bundnum leikreglum. Í regluverki og hug-
myndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram
gert sumar hugmyndir að gæluverkefnum en lagt
stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum
gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráð-
herra.“
Ekki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa
ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að
umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum
landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkis-
valdið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla
skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi
gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki
leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa
olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég
þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum
að hafa skoðun á málefnum lands og
þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur.
Að öðru leyti hef ég í umræðum um
olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé
komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að
umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því
hefur verið haldið fram að framkvæmdir
við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta
sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á
Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér
málið vita að fram undan er langt ferli sem leiða
mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar fram-
kvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir
olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheim-
ildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um
losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja
að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbind-
ingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmála-
manna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar,
hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar
íslenska ríkisins.
Höfundur er umhverfisráðherra.
Þannig er laganna hljóðan
E
kki kom á óvart að mat nefndar vegna eignaréttar
á rennandi vatni, sem knýja skal virkjanir kenndar
við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði, færi talsvert
hærra en forstöðumenn Landsvirkjunar töldu sæmi-
legt að greiða. Þeirra hugmyndir um verðmæti vatns-
réttinda sem þeir vilja komast yfir eru spaugsamar í meira
lagi og hljóta að vekja almennan aulahlátur á stjórnarfundum
Landsvirkjunar: Bjóðum bara túkall ha ha ha.
Matið, sem nefndin tók sér ærið langan tíma að komast að,
er samt fjarri þeim hugmyndum sem landeigendur eystra
hafa. Þar ber himin og haf á milli. Þorri manna skilur ekki
vinnubrögð sem Landsvirkjun og framkvæmdavaldið við-
hafa í þessu máli. Raunar fer ríkið með hluta réttinda í þessu
máli og er þar eins og víðar, þar sem landsins gæði eru metin,
beggja vegna borðsins. Verðmæti lands er skákað til og frá í
verði í stjórnmálabrögðum. Hér er verið að semja um vatn
um svipað leyti og virkjun er tekin í notkun sem nýtir fall-
vatnið og stóriðja ræst sem kaupir raforkuna. Er það ekki
alveg öfug röð?
Undir þeim kringumstæðum eru öll siðleg sjónarmið í við-
skiptum fyrir borð borin, allt mat er bjagað. Ofan í kaupið segja
menn blákaldir að þá skipti engu í mati á þessum gæðum að
ný raforkulög gilda í landinu: hér skal vera frjáls samkeppni
um rafmagnsframleiðslu og allt sem til hennar þarf. Svei.
Á undanförnum áratugum hefur ríkisvaldið, framkvæmda-
valdið og stjórnmálamenn í valdastólum, farið með seig-
drepandi ofbeldi gegn landeigendum. Hafa þeir notið yfir-
burðavalds í lagasetningu, sinnuleysis almennings og óljósra
hugmynda um eignarrétt á landi og legi: fjöruna og grunn-
miðin hefur ríkið hrifsað úr höndum eigenda og gert að engu
aldagamlan rétt. Afrétti og óbyggðir hafa þeir seilst í og lítil-
magninn sem á löndin verður að strita í gegnum dómstig eftir
dómstig með snata ríkisins sem hafa allt sitt megin. Að ekki
sé talað um miðin. Meira að segja dómskerfið, matsnefndir
– allt klabbið er á eina sveif: sjálfstæðis-sovétið skal ná forn-
um réttindum af þeim sem eiga með öllum tiltækum ráðum.
Löngu er kominn tími til að ríkisjarðir séu skildar frá yfir-
ráðum framkvæmdavaldsins þannig að eðlileg verðmyndun
geti komist á um þau gæði sem í landi felast. Aðeins þannig
er hægt að halda landinu frá því ræningjafélagi sem starfar
í umboði almennings sem aldrei er spurður hvort hann vill
þetta linnulausa ofbeldi gegn eignarréttinum.
Og slagurinn um fallvötnin er rétt að byrja. Það er ekki
almannahagur að svína landsins gæði í hendur embættis-
manna sem fara með þau eins og þeim sýnist. Enda er þeim
mönnum fyrirmunað að hvísla hvað þeir eru að selja rafmagn-
ið á til útlendra fyrirtækja, tölurnar eru svo lágar að þeir þora
ekki fyrir sitt litla líf að anda þeim. En í vatnið skulu þeir ná,
hvað sem það kostar, til að selja það á undirverði.
Vatnsréttindin
of lágt metin