Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 32
BLS. 2 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007
Heyrst hefur
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjórn Kristján Hjálmarsson
kristjan@frettabladid.is
Þóra Karitas
Snæfríður Ingadóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@frettabladid.is
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Sölustjóri Bergur Hjaltested
512 5466 bergurh@365.is
B ræðurnir Bubbi og Tolli Morthens vinna nú hörðum höndum að því að byggja sér hús sinn hvoru megin við Meðalfellsvatn í Kjós.
Og húsin eru engin smásmíði – sannkallaðar glæsi-
hallir.
Hús Tolla er sunnan megin við vatnið, í landi
Grjóteyrar, í flæðarmáli Meðalfellsvatns. Húsin eru
í raun tvö, 100 fermetra íbúðarhúsnæði og 140 fer-
metra vinnustofa, bæði lágreist með miklum pöll-
um á milli. Tolli á eftir að fá innblástur fyrir list sína
beint í æð því norðurútveggur vinnustofunnar er
girtur gleri svo vatnið blasir við. Útsýnið er heldur
ekkert til að spilla fyrir. Fyrir utan sjálft vatnið blas-
ir hús Bubba bróður hans við beint á móti.
„Ég verð nú að hafa auga með kallinum,“ segir
Tolli, sem hefur tekið sér þrjú ár í smíðina sem brátt
fer að sjá fyrir endann á.
Hús Bubba er norðan megin við vatnið, stendur
við Meðalfellsveg, um 130 fermetrar á stærð með
stærðarinnar bílskúr. Húsið, sem kóngurinn kaupir
frá Litháen, er þegar byrjað að taka á sig mynd.
Bubbi byggir í skóglendi forfeðra sinna – á gömlu
torfunum sem hann lék sér á. „Við bræðurnir áttum
þetta land sem Bubbi byggir á en ákváðum að láta
kallinn hafa það svo hann gæti byggt sér hreið-
ur fyrir ellina,“ segir Tolli.
Veggir á höll Bubba hafa risið, bæði á íbúðar-
húsi sem bílskúr. Þakið meira segja komið á
bílskúrinn. Á öllum hornum eru ramm-
gerðar súlur í anda íslenskrar
kúnstar – ekki ólíkt því sem gerð-
ist hjá víkingum til forna.
Það á líklega ekki eftir að
væsa um þá bræður í
nýju húsunum við vatn-
ið. Og þó húsin séu
dálítið fyrir utan
bæinn er ekki langt í
félagsskapinn. Þeir sjá
hvor yfir til annars og
þegar veður er stillt
geta þeir kallast á, svo
undir tekur.
BUBBI OG TOLLI MORTHENS VERÐA NÁGRANNAR ÞEGAR HÚS ÞEIRRA VIÐ MEÐALFELLS-
VATN VERÐA TILBÚIN. BRÆÐURNIR KEPPAST NÚ VIÐ AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á HÚSIN.
MORTHENSHÚSIN Hús Tolla er sunnan megin við vatnið en hús Bubba norðan megin. MYND/GVA
S ara María Eyþórsdóttir, annar eigenda tískuverslananna Nakta
apans í Bankastræti og Forynju við
Tryggvagötu, stendur í stóru um þess-
ar mundir en opnunarpartí var haldið
í nýju búðinni hennar við Tryggva-
götu á menningarnótt. Þar litu margir
góðir gestir við, enda ástæða til að
fagna velgengni Söru og meðeiganda
hennar, Söndru Hlífar Ocares.
Sara hefur unnið að nýrri tískulínu
nú í sumar, sem meðal annars á að
sýna í tískuborginni París og víða í
Bandaríkjunum. „Þetta er litrík og
djörf lína, sem við höfum unnið að nú í
sumar. Okkur hefur gengið mjög vel
hérna heima og teljum okkur reiðubú-
in að stíga næsta skref,“ sagði Sara.
Þá hyggst Sara flytja, ásamt börn-
um sínum tveimur, í glæsilegt hús-
næði við Nýlendugötu í næsta mán-
uði. - ós
Sýnir í París og
Bandaríkjunum
SARA MARÍA OG SANDRA HLÍF Sara á leið
til Parísar og Bandaríkjanna að sýna
nýja línu sem hún hefur hannað.
MYND/HÖRÐUR
GLÆSILEGT HÚS
Húsin hans Tolla
eru glæsileg, bæði
með gleri á þeirri
hlið sem snýr að
vatninu.
HÚS BUBBA
Húsið hans
Bubba þykir
glæsilegt og
með þykkar
súlur á öllum
hornum.
TOLLI OG BUBBI BYGGJA
VIÐ MEÐALFELLSVATN
BRÆÐURNIR
MORTHENS
Bræðurnir ætla að
setjast að við
Meðalfellsvatn og
geta kallast á þegar
húsin verða tilbúin.
Auglýsa í Euroman
Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea
Gunnarsdóttir, sem áður voru kennd við
verslunina GK, hafa sett á fót nýja
fatalínu sem ber heitið Andersen &
Lauth. Hjónakornin ætla sér greinilega
stóra hluti með nýju línunni því í nýjasta
hefti danska blaðsins Euroman má finna
heilsíðuauglýsingu sem þar sem fatalínan
er kynnt.
Mundi í Loftkastalanum
Og meira úr tískuheiminum því
Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi,
sýnir á laugardaginn vetrarlínu fatamerk-
isins Mundi Design í Verinu í Loftkastalan-
um. Mundi Design er framúrstefnuleg
fatalína sem hann hefur unnið við í tæpt
ár með góðum árangri. Mundi selur
meðal annars hönnun sína í Tókýó,
Berlín, New York, Los Angeles og svo í
versluninni KronKron í Reykjavík.
LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007
REYKJAVIK STORE
Full búð af
nýjum vörum