Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.08.2007, Qupperneq 32
BLS. 2 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007 Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is Þóra Karitas Snæfríður Ingadóttir Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sölustjóri Bergur Hjaltested 512 5466 bergurh@365.is B ræðurnir Bubbi og Tolli Morthens vinna nú hörðum höndum að því að byggja sér hús sinn hvoru megin við Meðalfellsvatn í Kjós. Og húsin eru engin smásmíði – sannkallaðar glæsi- hallir. Hús Tolla er sunnan megin við vatnið, í landi Grjóteyrar, í flæðarmáli Meðalfellsvatns. Húsin eru í raun tvö, 100 fermetra íbúðarhúsnæði og 140 fer- metra vinnustofa, bæði lágreist með miklum pöll- um á milli. Tolli á eftir að fá innblástur fyrir list sína beint í æð því norðurútveggur vinnustofunnar er girtur gleri svo vatnið blasir við. Útsýnið er heldur ekkert til að spilla fyrir. Fyrir utan sjálft vatnið blas- ir hús Bubba bróður hans við beint á móti. „Ég verð nú að hafa auga með kallinum,“ segir Tolli, sem hefur tekið sér þrjú ár í smíðina sem brátt fer að sjá fyrir endann á. Hús Bubba er norðan megin við vatnið, stendur við Meðalfellsveg, um 130 fermetrar á stærð með stærðarinnar bílskúr. Húsið, sem kóngurinn kaupir frá Litháen, er þegar byrjað að taka á sig mynd. Bubbi byggir í skóglendi forfeðra sinna – á gömlu torfunum sem hann lék sér á. „Við bræðurnir áttum þetta land sem Bubbi byggir á en ákváðum að láta kallinn hafa það svo hann gæti byggt sér hreið- ur fyrir ellina,“ segir Tolli. Veggir á höll Bubba hafa risið, bæði á íbúðar- húsi sem bílskúr. Þakið meira segja komið á bílskúrinn. Á öllum hornum eru ramm- gerðar súlur í anda íslenskrar kúnstar – ekki ólíkt því sem gerð- ist hjá víkingum til forna. Það á líklega ekki eftir að væsa um þá bræður í nýju húsunum við vatn- ið. Og þó húsin séu dálítið fyrir utan bæinn er ekki langt í félagsskapinn. Þeir sjá hvor yfir til annars og þegar veður er stillt geta þeir kallast á, svo undir tekur. BUBBI OG TOLLI MORTHENS VERÐA NÁGRANNAR ÞEGAR HÚS ÞEIRRA VIÐ MEÐALFELLS- VATN VERÐA TILBÚIN. BRÆÐURNIR KEPPAST NÚ VIÐ AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á HÚSIN. MORTHENSHÚSIN Hús Tolla er sunnan megin við vatnið en hús Bubba norðan megin. MYND/GVA S ara María Eyþórsdóttir, annar eigenda tískuverslananna Nakta apans í Bankastræti og Forynju við Tryggvagötu, stendur í stóru um þess- ar mundir en opnunarpartí var haldið í nýju búðinni hennar við Tryggva- götu á menningarnótt. Þar litu margir góðir gestir við, enda ástæða til að fagna velgengni Söru og meðeiganda hennar, Söndru Hlífar Ocares. Sara hefur unnið að nýrri tískulínu nú í sumar, sem meðal annars á að sýna í tískuborginni París og víða í Bandaríkjunum. „Þetta er litrík og djörf lína, sem við höfum unnið að nú í sumar. Okkur hefur gengið mjög vel hérna heima og teljum okkur reiðubú- in að stíga næsta skref,“ sagði Sara. Þá hyggst Sara flytja, ásamt börn- um sínum tveimur, í glæsilegt hús- næði við Nýlendugötu í næsta mán- uði. - ós Sýnir í París og Bandaríkjunum SARA MARÍA OG SANDRA HLÍF Sara á leið til Parísar og Bandaríkjanna að sýna nýja línu sem hún hefur hannað. MYND/HÖRÐUR GLÆSILEGT HÚS Húsin hans Tolla eru glæsileg, bæði með gleri á þeirri hlið sem snýr að vatninu. HÚS BUBBA Húsið hans Bubba þykir glæsilegt og með þykkar súlur á öllum hornum. TOLLI OG BUBBI BYGGJA VIÐ MEÐALFELLSVATN BRÆÐURNIR MORTHENS Bræðurnir ætla að setjast að við Meðalfellsvatn og geta kallast á þegar húsin verða tilbúin. Auglýsa í Euroman Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, sem áður voru kennd við verslunina GK, hafa sett á fót nýja fatalínu sem ber heitið Andersen & Lauth. Hjónakornin ætla sér greinilega stóra hluti með nýju línunni því í nýjasta hefti danska blaðsins Euroman má finna heilsíðuauglýsingu sem þar sem fatalínan er kynnt. Mundi í Loftkastalanum Og meira úr tískuheiminum því Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi, sýnir á laugardaginn vetrarlínu fatamerk- isins Mundi Design í Verinu í Loftkastalan- um. Mundi Design er framúrstefnuleg fatalína sem hann hefur unnið við í tæpt ár með góðum árangri. Mundi selur meðal annars hönnun sína í Tókýó, Berlín, New York, Los Angeles og svo í versluninni KronKron í Reykjavík. LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 REYKJAVIK STORE Full búð af nýjum vörum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.