Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 40

Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 40
tíska&fegurð Catherine Malandrino.Giles. Undercover. Louis Vuitton. Bill Blass. Prada. Catherine Malandrino. Akiko Ogawa. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Fuglafjaðrir voru mikið notaðar á tískusýningum haustlínunnar. Þær voru ýmist festar í pilsfald- inn, skóna eða hárið. Þetta árið fóru tískuhönnuðir á flug og skreyttu fyrirsætur sínar með fjöðrum frá toppi til táar. Louis Vuitton fór fínlega í skreyt- ingarnar og festi litlar grár fjaðr- ir í faldinn á kjólum. Giles var grófari og þakti framhlið kjóls með löngum og litríkum fjöðr- um. Hönnuðir Undercover tóku fjaðraskreyting- arnar ekki síður alvar- lega og bjuggu til allsherj- ar „fjaðrakjóla“ úr þeim en Prada notaðist ekki við fuglsfjaðrir heldur þær sem kenna má við plast. Það voru þó ekki aðeins flík- ur sem urðu fyrir barðinu á þessu fjaðrafoki heldur voru skór frá Undercover og hárskraut frá Ninu Ricci þakin skrautfjöðrum. mariathora@frettabladid.is Fjaðrafok á tísku- pöllunum Nina Ricci. Kalk er mikilvægt fyrir: • Hjarta, taugaboð og vöðva. • Gefur værð, bætir svefn og lagar sinadrátt. • Styrkir tennur, tannhold og bein. • Minnkar húðþurrk. • Hylki, auðveld inntaka, takist inn að kvöldi. F Æ S T Í A P Ó T E K U M O G H E I L S U B Ú Ð U M Lífrænt kalk og steinefni rannsóknir sýna betri upptöku Forsíðumynd: Hörður Sveinsson tók þessa mynd af Ruth Bergsdóttur á Hótel Borg. Útgáfu- félag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. KLUM Í GALLABUX- UM FRÁ JORDACHE Ofurfyrirsætan Heidi Klum verður stjarnan í nýrri auglýs- ingaherferð gallabuxnafram- leiðandans Jordache. Aug- lýsingin mun að mörgu leyti minna á mjög umdeilda aug- lýsingu Jordache frá árinu 1979. Sú auglýsing var bönn- uð af mörgum sjónvarpsstöðv- um en þar var reið fyrirsæta hesti í brimi ber að ofan. Heidi Klum verður einnig ber að ofan í hinni nýju auglýsingu en þó sést hún aðeins aftan- frá þar sem hún heldur á beisli og horfir af svölum Marm- ont- kastala yfir Los Angel- es. tíska 24. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.