Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 56
BLS. 14 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Helgi Seljan
1. Bresk.
2. Golden Gate.
3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
4. Ólafía Hrönn.
5. Ekki hugmynd.
6. Svíþjóð.
Ólafur J.
1. Bresk.
2. Golden Gate.
3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
4. Elín Reynisdóttir.
5. Ellý Ármanns.
Helgi Seljan er ósigrandi. Hér sigrar hann leikstjórann Ólaf Jóhannesson með 6 stigum gegn 5. Ólafur skorar á
kvikmyndagerðamanninn Ragnar Santos. Fylgist með í næstu viku.
1. Hvers lensk er söngkonan Amy
Winehouse?
2. Um hvaða brú fjallar heimildar-
myndin The Bridge?
3. Hver er landsliðsþjálfari kvenna í
knattspyrnu?
4. Hver lék Florence, verstu söng-
konu allra tíma, í leikriti Þjóðleikhús-
ins á síðasta ári?
5. Hver er ritstjóri Vikunnar?
6. Hvar verður heimsmeistaramótið í
frjálsum íþróttum haldið um helgina?
7. Hvaða hátíð fer fram á Akureyri
um helgina?
8. Hvað heitir þáttur Sirrýar sem
sýndur er á Stöð 2 á sunnudags-
kvöldum?
9. Hver lék Manna í sjónvarpsþátta-
röðinni sem sýnd var árið 1988?
10. Hvers konar samtök eru Ný
dögun?
6 RÉTT SVÖR
6. Færeyjum.
7. Hátíð gegn spillingu.
8. Lífið og ég.
9. Einar Einarsson.
10. Sorgarsamtök.
5 RÉTT SVÖR
SPURNINGAKEPPNI SIRKUS HELDUR ÁFRAM. HÉR KEPPIR HELGI SELJAN VIÐ
ÓLAF JÓHANNESSON LEIKSTJÓRA.
Ré
tt
sv
ör
:1
. B
re
sk
.2
. G
ol
de
n
Ga
te
b
rú
na
v
ið
S
an
Fr
an
si
sc
o.
3.
S
ig
ur
ðu
r R
ag
na
r E
yj
ól
fs
so
n.
4.
Ó
la
fía
H
rö
nn
Jó
ns
dó
tti
r.5
. E
lín
A
rn
ar
.6
. J
ap
an
.7
. A
ku
re
yr
ar
va
ka
.8
.
Ö
rla
ga
da
gu
rin
n.
9.
E
in
ar
Ö
rn
E
in
ar
ss
on
.1
0.
S
am
tö
k
um
so
rg
o
g
so
rg
ar
vi
ðb
rö
gð
.
7. Djasshátíð.
8. Örlagadagurinn.
9. Guðjón.
10. Sorgarsamtök.
D r Gunni hefur töluna 29-11-2 og er þar að leiðandi í sumum bókum 11 en öðrum bókum tvistur. Þetta er mikil mastertala og margir þeirra sem hafa náð
gífurlega langt hafa haft þessa tölu. Hún hefur einnig
þann akkilesarhæl að þetta fólk lendir í mjög sérkennileg-
um atburðum í lífinu og veikindum í kringum sig sem og
aðra hluti sem það þarf að þola meira en aðrir. Ef þetta
fólk lokar alltaf eða reglulega eftir sér hurðinni til fortíðar
og lifir í deginum og hugsar ekki eina stund um það meir
hvað er búið að gerast verður það sigurvegarar. Margt
stórkostlegt fólk er með þessa tölu, samanber Madonna
og fleiri sem hafa náð á toppinn. Dr. Gunni stefnir að sjálf-
sögðu á toppinn, það er ekki vandamál. Hann er mikill
réttlætissinni og laðar að sér fólk sem er að mörgu leyti
dálítið sérkennilegt. Honum finnst gaman að fólki og er
mikill „people person“. Dr Gunni þarf helst að vinna í
skorpum, honum leiðist þetta 8-5 væl og hann þarf að
hafa visst frjálsræði til að hlutirnir gerist eins og
hann vill hafa þá. Hann er í eðli sínu svolítið bæði
karl og kona og þar að leiðandi elskum við stelp-
urnar að tala við hann, hann virðist hafa skoðun á
öllu. Dr Gunni er á áttunni sem er tala hraða, sú tala
sem maður þarf að taka snöggar ákvarðanir og grípa
allar þær gæsir sem gefast. Oft eru möguleikar á
breytingum á vinnu, nýjum tilboðum tengdum
vinnu. Ég get ekki séð annað en að Dr Gunni
hafi vit á að grípa réttu tilboðin. Það verða
miklar breytingar á næsta ári þar sem
hann hendir öllu út sem hann nennir
ekki að hafa með sér yfir á næsta
tímabil. Þá fær hann þriggja ára
mjög sterka orku. Dr Gunni verð-
ur sem sagt í stuði með guði og
í botni með drottni.
Grípur þær gæsir
sem gefast
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
DR. GUNNI Samkvæmt
Sigríði er Dr. Gunni eða
Gunnar Hjálmarsson
með sömu tölu og
Madonna.
„Hlutverkið er ansi krefjandi líkamlega
og því hafa þrír íþróttaálfar verið ráðnir
til að fylla í skarð Magnúsar Scheving,“
segir Suzanne Noble sem starfar sem
almannatengslafulltrúi Latabæjar í Bret-
landi.
Búið er að ráða sjö breska leikara til að
fara með hlutverk í leiksýningunni Lazy-
town sem verður frumsýnd í London í
október og mun ferðast víða um Bret-
landseyjar. Íþróttaálfarnir þrír munu
hins vegar heimsækja Ísland í lok ágúst-
mánaðar. „Magnús hefur þróað hlut-
verkið af mikilli nákvæmni og í Íslands-
ferðinni ætlar hann að kenna álfunum
hvernig þeir eiga að hreyfa sig og ná til
barnanna. Við verðum líka stundum vör
við að fólk í Bretlandi heldur að Latibær
sé upprunninn í Bandaríkjunum og því
viljum við gera það sem í okkar valdi
stendur til að vekja athygli á því hvaðan
álfurinn kemur.“
Það er eins gott að leikararnir undir-
búi sig vel því að miðarnir á leiksýning-
una í Bretlandi hafa rokselst þó að enn
séu tveir mánuðir í frumsýningu. „Það
hefur verið gríðarlega mikil fjölmiðla-
umfjöllun í bresku pressunni um leik-
sýninguna og ég hef tekið eftir því að
kvenkyns blaðamenn sem eiga lítil börn
hafa verið sérstaklega áhugasamir um
að mæta og taka viðtöl við Magnús,“
segir Suzanne. „Á heimasíðu sjónvarps-
þáttarins sendi ein móðirin fyrirspurn
um daginn um hvort að hún væri sú eina
sem léti sig dreyma um íþróttaálfinn á
nóttunni. Svo reyndist ekki vera svo að
íþróttaálfurinn virðist ekki síður ná til
bresku húsmæðranna en barnanna.“
Breskum blaðamönnum var boðið að
mæta í leikprufurnar fyrir íþróttaálfinn í
Bretlandi. „Við vildum koma í veg fyrir að
krakkarnir héldu að þeir myndu sjá
sömu leikara í sjónvarpsþáttunum og á
sviðinu og þess vegna buðum við blaða-
mönnunum á svæðið.“
Svo fór að lokum að nokkrir blaða-
menn spreyttu sig á leikfimiæfingum
álfsins en það var þó sex ára strákur sem
stal allri athyglinni. „Hann grátbað for-
eldra sína um að fá að koma í prufu og
það var ekki hægt að neita honum.
Drengurinn varð orðlaus af aðdáun
þegar hann sá Magnús, sem tók auðvitað
vel á móti honum og saman tóku þeir
nokkrar armbeygjur.“ - þká
Íþróttaálfurinn heillar
breskar húsmæður
SINNIR AÐDÁENDUM Magnús Scheving
leyfði þessum unga dreng að spreyta sig
í prufunum og tók með honum nokkrar
armbeygjur.
BRESKUR ÍÞRÓTTAÁLFUR Þessi piltur
reyndi fyrir sér í hlutverki íþróttaálfsins.
„Ég hef ekki enn farið en ætla örugglega
að skella mér. Í fyrra fór ég í Heiðmörk
en það er misjafnt hvert ég fer. Það
verður bara að koma í ljós.“
Fanney Lára Guðmundsdóttir
Ungfrú Reykjavík
„Ég fór í berjamó um síðustu helgi í
frábæru veðri á Snæfellsnesi. Þetta var
glæsileg ferð og konan mín ætlar að búa
til berjasaft í kvöld. Við tínum bæði
krækiber og bláber en á Snæfellsnesinu
var einhverja hluta vegna miklu meira af
bláberjum.“
Guðjón Bergmann jógakennari
„Nei ég hef ekki farið í berjamó síðan ég
var krakki. Mér finnst samt berin góð,
sérstaklega bláberin í eftirrétti og ýmsar
kræsingar. Hins vegar borða ég ekki
mikið af krækiberjum.“
Harpa Melsted handboltakona
Ertu búin(n) að
fara í berjamó?