Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 74
Einvígi og keppnir hafa alltaf fylgt poppinu. Beatles eða Stones?, Duran Duran eða Wham?, Blur eða Oasis? Það nýjasta er einvígi rapparanna 50 Cent og Kanye West. Þeir senda báðir frá sér nýjar plötur 10. september nk. og spurningin er auðvitað hver selur meira fyrstu vikuna. Plata 50 Cent á að heita Curtis, en plata Kanye West Graduation. Báðir hafa kapparnir notið mikilla vinsælda og eiga að baki margfaldar platínuplötur. Eins og í öllum alvöru einvígjum þá eru þeir 50 Cent og Kanye West mjög ólíkir og fulltrúar ólíkra hópa. 50 er gangster-rappari, fæddur í fátækra- hverfi í Queens og tók barnungur við dópviðskiptavinum móður sinnar þegar hún féll frá. Kanye er millistéttarstrákur og kennslukonusonur frá Chicago sem gekk menntaveginn. Á sama tíma og 50 var að selja krakk í skuggahverfunum var Kanye í menntaskóla. Þeir eiga það reyndar sameiginlegt að hafa báðir næstum því týnt lífi. 50 Cent fékk jú níu skot í skrokkinn, en Kanye slapp naumlega úr bílslysi. Bæði 50 Cent og Kanye hafa „krossað yfir” og náð til stórra hópa, en á meðan 50 náði til sömu hlustenda og Eminem þá náði Kanye til indie og rokkaðdáenda sem hlusta jafnvel lítið sem ekkert á hip-hop. 50 hefur selt meira, en Kanye hefur fengið betri dóma og miklu fleiri Grammy-verðlaun. Til að krydda einvígið enn frekar lýsti svo 50 Cent því yfir nýlega að ef Graduation seldist meira í fyrstu vikunni heldur en Curtis þá mundi hann hætta að gefa út plötur. Stórkarlaleg yfirlýsing í anda 50 þó að margir telji hana og einvígið allt bara snjalla markaðsbrellu til að auka söluna á báðum plötunum, en sala á rappi hefur dregist mikið saman síðustu þrjú ár. Einvígi aldarinnar? Ein sérstæðasta hljómsveit nútímans, Liars, fagn- ar þessa dagana útkomu nýrrar breiðskífu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir og grúskaðist fyrir um sveitina. Angus Andrew, Aaron Hemphill og Julian Gross eru mennirnir á bakvið bandarísku sveitina Liars, sem á rætur sínar að rekja til Kali- forníu þó heimahöfn hennar í dag sé New York. Sveitin hefur reynd- ar gengið í gegnum þó nokkrar mannabreytingar en aldrei hefur það breyst að Angus (sem er reyndar fæddur í Ástralíu) hefur verið aðaldrifkraftur og stjórn- andi sveitarinnar. Fyrsta plata Liars, They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument on Top, kom út árið 2001 og lenti í iðu dans-pönk sen- unnar sem þá grasseraði í New York. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á meðlimum Liars sem þóttust vera að gera eitthvað miklu meira skapandi, krefjandi og þróaðra en útþynnt dans-pönkið. Liars sýndi það svo og sannaði á næstu plötu sinni, þemaplötunni They Were Wrong, So We Drow- ned, árið 2004 að sveitin ætlaði ekki að vera viðriðin einhverja afmarkaða senu. Platan tók koll- hnís aftur á bak frá frumburðin- um, hoppaði upp í flikk flakk og sendi fyrstu plötunni loks fingur- inn. Þvílík var umbreytingin. Meðlimum sveitarinnar varð hins vegar á í messunni og platan varð alltof öfgafull. Tilrauna- mennskan sleppti algjörlega af sér beislinu og úr varð plata sem varla er hægt að hlusta á í einni runu. Sérstaklega mæli ég ekki með að gera slíkt í háværum heyrnatólum. Næsta plata, Drum’s Not Dead, kom út í fyrra en þar feta meðlim- ir sveitarinnar hinn gullna meðal- veg skapandi og þróaðrar tilrauna- mennsku með hæfilegri blöndu af öfgum. Innihaldi Drum’s Not Dead verður best lýst með nafni plöt- unnar og á henni fara meðlimir sveitarinnar hamförum en platan var unnin á meðan hljómsveitar- meðlimirnir bjuggu í Berlín. Drum’s Not Dead hlaut mikið lof gagnrýnenda og persónulega er ég alltaf að uppgötva betur og betur snilli hennar. Án efa með betri plötum síðasta árs. Nú, rétt rúmlega ári eftir útgáfu síðustu plötu, er fjórða breið- skífan komin út í Evrópu. Platan er samnefnd sveitinni og við fyrstu hlustanir virðist hún draga saman í einn sarp helstu atriði fyrri verka Liars. Hér er aftur leitað til post-pönk tímans nema í stað áhrifa frá Gang of Four og A Certain Ratio er hljómurinn meira í ætt við þyngri sveitir þess tíma og no-wave hljómsveita, sem fram komu á sjónarsviðið stuttu seinna. Til dæmis finnst mér eins og lagið What Would They Know vera eins og Joy Division að gera ábreiðu af laginu Point That Fin- ger Somewhere Else með ný-sjá- lensku sveitinni The Clean. Til- raunamennskan er aldrei langt undan og eins og svo oft áður er taktur plötunnar mest megnis byggður í kringum trommuslátt. Fyrrnefndur leiðtogi, Angus Andrew, sagði reyndar nýlega að þetta væri fyrsta plata Liars þar sem honum liði eins og alvöru lagasmiði. Merkileg plata og líklega eitt það besta sem framsækið rokk hefur alið af sér á árinu. Að lokum má hvetja alla til þess að sækja tónleika með Liars. Átakanleg upplifun sem veldur fiðringi um líkamann frá upphafi til enda. „Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljóm- sveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breið- skífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús. BB og Blake í leitirnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.