Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 1
Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 37% 69% 5% D VV D V DD Alveg með étta í snjó- þvegnum gallabuxum Ferðafélagið Hristingur hélt í tíu daga hestaferð NorðurlandFIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 Ný sýn á NorðurlandFerðafélagið Hristingurhélt í tíu daga hestaferð í júlí. BLS. 2 Frá 15.500 kr. á mánuði 100% lánBÍLL + TÖLVA Númer eitt í notuðum bílum TVÖFALDAR ICELAND EXPRESS ÚT SEPTEMBER AUKAKRÓNUR hjá BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Glitnir hefur keypt tæplega 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir 20 milljarða króna. Seljendur eru Guðbjörg M. Matthíasdóttir, stærsti hluthafi TM, og hjónin Geir og Sigríður Zoëga og aðilar tengdir þeim. Guðbjörg heldur eftir níu prósenta hlut í TM. Glitnir ætlar ýmist að selja hluta bréfanna eða þau öll til fjárfesta. Vangaveltur eru um að FL Group, næststærsti hluthafi TM í gegnum Kjarrhólma ehf., og fjárfestar tengdir félaginu komi að kaupunum. Eyjamenn losa um bréf í TM Skemmtibáturinn Harpa er horfinn og er hans nú leitað. Faðir Matthildar Harðardóttur, sem lést ásamt Friðriki Hermannssyni þegar skemmti- báturinn steytti á Skarfaskeri haustið 2005, gerði kröfu um að skemmtibáturinn yrði kyrrsettur þar til endanlegur dómur félli í máli Jónasar Garðars- sonar, sem var eigandi Hörpu, og féllst Sýslumað- urinn í Reykjavík á það 26. október á síðasta ári. Hæstiréttur staðfesti síðar dóm héraðsdóms og stóð þá til að bjóða bátinn upp og áttu aðstandendur þeirra sem létust að fá andvirði bátsins í sinn hlut. Báturinn var kyrrsettur eftir að héraðsdómur hafði dæmt Jónas í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en hann var auk þess dæmdur til þess að greiða aðstandendum Matthildar og Friðriks um tíu milljónir króna í bætur. Krafan um kyrrsetningu bátsins var gerð á grundvelli þess að Jónas hafði verið dæmdur til greiðslu bóta. Til að tryggja að hann gæti greitt einhvern hluta bótanna var báturinn kyrrsettur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa vísbendingar borist um að báturinn kunni að vera kominn til Noregs en vörslusviptingarmenn, sem hafa annast málið fyrir hönd aðstandenda, leita bátsins. Siglingastofnun kannar hvar báturinn kunni að vera niðurkominn og þá helst hvort hann hafi verið seldur ólöglega úr landi. „Það hefur mikill tími farið í það á undanförnum mánuðum að funda með áhuga- sömum erlendum fjárfestum,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. „Áhuginn á okkar sérþekkingu er gríðarlegur og eykst sífellt.“ Forsvarsmenn Orkuveitunnar funduðu í gær með fulltrúum bandaríska fyrirtækisins Wash- ington Mills, sem hefur áhuga á að setja upp sílikonverksmiðju hér á landi. Mikill áhugi erlendis Þingvellir eru ekki á skil- um Evrópu- og Ameríkuflekans, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Páll segir að þetta hafi verið vitað í áratugi en að erfiðlega gangi að uppræta þennan misskilning. Hann segir að ein af orsökunum fyrir því sé líklega að mönnum þyki það heillandi hugmynd að geta staðið á flekamótunum á Þingvöllum auk þess sem þessu sé haldið fram í erlendum ferðabókum um Ísland. Páll segir að hins vegar sé hægt að standa á mótum flekanna tveggja víðs vegar á landinu, til dæmis ofan í Bláa lóninu. Sú staðreynd hefur hins vegar ekki náð að festa sig eins vel í sessi og meinlokan um flekaskilin á Þing- völlum. Einar Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöll- um, segir að erlendir ferðamenn spyrji oft hvar flekamótin séu á Þingvöllum. Hann segir að meðal erlendra kafara sé stundum talað um að hægt sé að kafa á milli tveggja heimsálfa á Þingvöllum. Þessu var meðal annars haldið fram í grein í tímaritinu Time fyrir tveimur árum. Einar segir að það þurfi að leið- rétta þennan misskilning um Þingvelli sem sé landlægur í hug- myndum útlendinga sem og margra Íslendinga um þjóðgarð- inn. Þingvellir eru ekki á mörkum heimsálfa Þjóðgarðurinn er ekki á skilum Ameríku- og Evrópuflekans. Ferðamenn spyrja oft hvar flekaskilin séu á Þingvöllum og hvort þeir geti staðið á þeim. Nokkrar búðir í Þýskalandi hafa tekið í notkun nýtt greiðslukerfi sem býður viðskiptavinum upp á að borga með fingraförum sínum. Viðskiptavinir þurfa að láta taka fingraförin sín og skilja eftir heimilisfang og bankaupplýsing- ar. Allt sem viðskiptavinirnir kaupa er svo dregið beint af bankareikningi þeirra. Fingrafaralesari kostar tæplega 200 þúsund krónur. Borga vörur með fingraförunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.