Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 6
„Nú er svo komið að það eru vísinda- mennirnir og fólkið í landinu sem eiga að láta í sér heyra, því Þingvallanefnd mun ekki fjalla um Gjábakkaveg frekar,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður. Kolbrún sat í gær fund Þingvallanefndar, þar sem erindi Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings var kynnt. „Nefnd UNESCO lagðist á sínum tíma gegn því að farið yrði í gegnum þjóðgarðinn og Þingvallanefnd fór eftir því. Veginn á samt að leggja yfir vatns- verndarsvæðið,“ segir Kolbrún. Öll spjót standi því á Alþingi, því þingmenn séu ábyrgir fyrir vatnsverndarsvæði Þingvalla. „Niðurstaða fundarins var sú að vatnsverndar- svæðið félli utan umsýslu nefndarinnar. Þar með lítur nefndin svo á að hún hafi ekki umboð til að aðhafast neitt frekar,“ segir hún. Kolbrún segir að því meira sem almenningur, vísindamenn og fjölmiðlar uppfræði alþingismenn um áhrif vegarins, því betra. Hún bíður spennt eftir ákvörðun umhverfisráð- herra um úrskurð Jónínu Bjartmarz, sem leyfði veginn á sínum tíma. E N N E M M / S IA / N M 2 0 8 6 1 Finnst þér auglýsing Símans með Jesú Kristi í aðalhlutverki ósmekkleg? Er rétt að hlutafélagavæða Orkuveituna? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra hefur kallað heim eina friðargæsluliða Íslands hjá Nató í Írak. Á blaðamannafundi með John Craddock, yfirhershöfðingja Nató í gær, sagði hún verkefnið ekki hafa hentað Íslendingum. Hershöfð- inginn kom til landsins í gær. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagðist Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki vera sammála ákvörðun Ingibjargar. „Ég sá ekki ástæðu til að kalla hann heim þegar ég var í utanríkisráðuneytinu, það lýsir minni afstöðu í málinu,“ sagði Geir. „Ég hefði ekki gert þetta.“ Geir sagði einnig að friðargæslulið- inn hafi verið í Írak í táknrænum tilgangi. „Ég er vonsvikinn þegar bandalagið breytist og þjóðir fara,“ sagði Craddock á blaðamannafundinum. „Ef við hefðum val myndum við frekar vilja að þjóðir yrðu áfram í bandalaginu.“ Utanríkisráðherra sagði að ekki stæði til að kalla heim friðargæslulið Íslands í Afganistan. „Það er öðruvísi til þátttöku okkar í Afganistan stofnað held- ur en í Írak,“ sagði Ingibjörg. „Í Afganistan er það Nató sem tekur að sér ákveðið hlutverk þar, fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna.“ Geir ósammála ákvörðuninni „Þetta hefur legið fyrir í þrjátíu ár. Það tekur bara svo lang- an tíma að leiðrétta þennan mis- skilning, sérstaklega í ferðabók- um fyrir útlendinga. Túristarnir halda enn þá að flekaskil Amer- íku- og Evrópuflekans séu á Þing- völlum,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um þá langlífu meinloku að á Þingvöllum standi menn á mörkum tveggja heims- álfa: Evrópu og Ameríku. „Ég hugsa að ein orsökin sé meðal annars sú að það þyki flott að hafa flekaskilin á Þingvöllum: að geta staðið við Almannagjá og sagst horfa yfir land- svæði sem sé á Ameríku- flekanum,“ segir Páll og bætir því við að í raun og veru hafi aldrei verið talið að fleka- skilin væru á Þingvöllum. Hann segir að hins vegar sé hægt að standa á flekaskilum Ameríku og Evrópu víða annars staðar á landinu. „Til dæmis baða menn sig á mótum Ameríku- og Evrópuflekans í Bláa lóninu.“ Þingvellir standa á flekaskilum en bara ekki á skilum Ameríku- og Evrópuflekans segir Páll. Páll segir að austan við Þingvelli sé um það bil tíu þúsund ferkílómetra aukafleki sem hlotið hefur nafnið Hreppaflekinn. „Þingvellir eru á mörkum Ameríkuflekans og Hreppaflekans,“ segir Páll. Einar Sæmundsen, fræðslufull- trúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að fyrsta spurningin sem erlendir ferðamenn spyrji gjarn- an að sé hvar á Þingvöllum fleka- skilin séu og hvort þeir geti staðið á þeim. „Sumir túristarnir halda að fleka- skilin séu í Almannagjá.“ Einar segir að þessi vitneskja lifi í ferðamannabæklingum og mörg- um bókum um Ísland og að hann þurfi að leiðrétta. Hann segir að í gömlum íslensk- um fræðslubæklingum um Þing- velli hafi verið sagt að flekaskilin væru á Þingvöllum. „Hins vegar er þessu ekki haldið fram í því fræðsluefni sem nú er boðið upp á hér á Þingvöllum. Þar kemur fram að fara þurfi austur á land eða út á Reykjanes til að standa á fleka- mótunum. Það er hins vegar ekki undirstrikað nægilega vel að flekaskilin séu ekki á Þingvöll- um.“ Einar segir að í náinni framtíð standi til að fara yfir og breyta efninu í fræðslumiðstöðinni á Þingvöllum. „Þá mun verða tekið skýrt fram að ekki er hægt að standa á flekaskilunum á Þingvöll- um.“ Þingvellir eru ekki á flekaskilunum Skil Ameríku- og Evrópuflekans eru ekki á Þingvöllum. Ein fyrsta spurningin sem útlendingar spyrja að er hvar flekaskilin séu á Þingvöllum. Leiðrétta þarf þennan landlæga misskilning um Þingvelli, segir fræðslufulltrúi þjóðgarðsins. Tveir menn voru teknir fyrir að skjóta af hagla- byssu úr bifreið á ferð í Mosfells- bæ klukkan sex í gærkvöldi. Lögreglu barst tilkynning um byssumennina og hafði upp á ökutæki þeirra. Mennirnir vildu ekki kannast við að hafa hleypt af byssu en vitni sagðist hafa séð þá skjóta á gæsahóp. Lögregla fann jafnframt skothylki úr byssunni á víðavangi. Lögregla lagði hald á byssuna og kærði skotmanninn fyrir brot á vopnalögum. Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri og óku í átt til Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað nálægt Gljúfrasteini. Skutu á gæsir úr bíl á ferð Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að þolinmæði stofnunarinnar gagnvart tveimur undirverktökum Arnarfells sé senn á þrotum. Fyrir- tækin heita GT-verktakar og Hunnebeck og starfa við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjun- ar. Talið er að fyrirtækin hafi ekki greitt starfsmönnum laun samkvæmt kjarasamningum. Í gær sagðist Gissur hvorki getað játað því né neitað hvort Vinnumálastofnun ætli að stöðva starfsemi fyrirtækjanna í dag. Miðstjórn ASÍ ályktaði í gær að starfsemi fyrirtækja sem hafa brotið kjarasamninga verði stöðvuð tafarlaust. Þolinmæðin er senn á þrotum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.