Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 74
 Fram undan eru tveir heimaleikir hjá íslenska karla- landsliðinu í undankeppni EM í Sviss og Austurríki 2008. Það eru tvö heitustu lið riðilsins, Spánverj- ar og Norður-Írar, sem mæta á Laugardalsvöllinn. Spánverjar hafa unnið fjóra leiki í röð og Norður-Írar hafa náð í 16 af 18 mögulegum stigum síðan þeir steinlágu fyrir íslenska liðinu í fyrsta leiknum í Belfast. Íslenska landsliðið hefur spilað þrjá heimaleiki í riðlinum til þessa. Tveir fyrstu leikirnir töp- uðust síðasta haust, sá fyrri 0-2 fyrir Dönum og sá síðari 1-2 fyrir Svíum. Eini heimaleikur þessa árs í keppninni var gegn Liechten- stein í júníbyrjun en hann endaði með 1-1 jafntefli. Ef marka má fyrri úrslit ættu menn að vera bjartsýnir fyrir þessa tvo leiki. Íslenska liðið vann 2-0, gerði markalaust jafntefli og hélt hreinu í síðustu tveimur heim- sóknum Spánverjum í Laugardal- inn. Liðið hefur enn fremur unnið báða heimaleiki sína gegn Norður- Írum 1-0. Ingi Björn Albertsson skoraði sigurmarkið 1977 og Þórð- ur Guðjónsson lék það síðan eftir 23 árum síðar. Áhyggjuefnið er kannski hrakfarir íslenska liðsins í undanförnum heimaleikjum. Það er samt af sem áður var að Laugardalsvöllurinn væri helsta vígi íslenska landsliðsins því gengi liðsins hefur farið hríðversnandi í síðustu undankeppni og ef það fer ekki að breytast í næstu leikjum stefnir í versta heimavallarárang- ur íslenska landsliðsins í 28 ár. Íslenska landsliðið hefur unnið tuttugu heimaleiki í síðustu fjór- tán undankeppnum fyrir annað- hvort heimsmeistaramót eða Evr- ópumeistaramót og að minnsta kosti einn heimaleik í öllum und- ankeppnum síðan í undankeppni fyrir Evrópumótið í Belgíu sem fram fór árið 1980. Heimavallarvígið á Laugardals- velli var sterkast í undankeppnum EM 2000 og HM 2002. Íslenska landsliðið vann þá 6 af 10 leikjum og tapaði aðeins tveimur, 0-1 fyrir Úkraínu í lokaleik sínum í undan- keppni EM 2000 og svo 1-2 fyrir Dönum í fyrsta leik sínum í und- ankeppni HM 2002. Íslenska liðið var með yfir 50 prósenta árangur í undankeppni EM 2004 en í síðustu undankeppni náði liðið hins vegar aðeins að vinna einn leik af fimm og markatalan var sú versta síðan í undankeppni EM í Vestur-Þýska- landi 1988. Nú er að sjá hvort íslenska landsliðið bæti sinn leik og takist að byggja aftur upp vígi sitt á þjóðarleikvanginum í Laugardal. Er heimavallarvígið hrunið? Evrópukeppnin í körfubolta: Þýski handboltinn RENAULT PREMIUM LANDER Renault Premium Lander 450.26 6x4. B&L Atvinnubílar - Sími 575 1200 Þessi glæsilegi trukkur verður til sýningar og reynsluaksturs á Trukka- deginum hjá Aðalflutning- um, Skútuvogi 8, laugardaginn 8. september 1.deild karla Valbjarnarvelli kl 18.00 fimmtudag 06.sept. Tekst Þrótturum að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinn 2008 ? Von er á gesti númer 4000 á heimaleik Þróttar í deildinni, sá fær vegleg verðlaun í hálfleik. Lifi Þróttur! ÞRÓTTUR - ÞÓR Íslenska landsliðið tryggði sér þriðja sætið í sínum riðli í b-deild Evrópukeppninnar með öruggum 14 stiga sigri á Aust- urríki, 91-77, í lokaleik sínum í gærkvöldi þar sem Jakob Örn Sig- urðarson átti stórleik. Íslenska landsliðið lenti mest 12 stigum undir, 9-21, í fyrsta leikhlutanum en var búið að jafna fyrir hálfleik og setti síðan á svið skotsýningu í seinni hálfleik, þar sem tíu íslensk- ar þriggja stiga körfur litu dags- ins ljós. Það tók íslensku strákana nokk- urn tíma að hitta því liðið klikkaði á 11 af 13 þriggja stiga skotum sínum í fyrsta leikhlutanum. Það átti eftir að breytast því íslenska liðið setti niður 15 þriggja stiga skot það sem eftir lifði leiksins. Íslenska liðið byrjaði ekki vel, hittnin var engin í upphafi og Austurríkismenn voru duglegir að sækja hratt í bakið á íslensku strákunum og skora ódýr stig úr hraðaupphlaupum. Austurríki komst í 3-11, 6-17 og 9-21 og hafði tíu stiga forskot, 13-23, eftir fyrsta leikhlutann. Baráttuhundarnir Fannar Ólafsson og Helgi Már Magnússon komu með mikinn kraft inn af bekknum og kveiktu neistann í íslenska liðinu en besti maður liðsins var þó án nokkurs vafa Jakob Örn Sigurðarson sem átti stórkostlegan leik. Jakob hélt uppi íslensku sókninni á meðan aðrir leikmenn liðsins virtust vera ískaldir og spilaði síðan félaga sína uppi eftir að skotin þeirra fóru að detta. Jakob endaði leikinn með 21 stig, 10 stoðsendingar, 7 fráköst og engan tapaðan bolta en hann hitti úr 7 af 12 skotum sínum í leiknum. „Það tók okkur smá tíma að komast í gang. Ég er búinn að segja það oft við strákana að það er ekkert erfitt að spila gegn svona vörn fyrstu tíu mínúturnar en síðan fer þetta að þreyta þá og taka frá þeim einbeitingu að vera alltaf með mann í andlitinu út um allan völl. Það gekk fullkomlega upp og síðan hittu bara allir í seinni hálfleik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins, sem stýrði liðinu til sigurs í 8 af 9 leikjum ársins. „Það var ofsalega skemmtileg stemning hjá strákunum í sumar og þeir ætluðu sér að spila vel. Liðsheildin var frábær, stemning- in í hópnum var einstök og menn voru að leggja sig á fullu í þetta. Það er frábær varnarvinna sem er ástæðan fyrir því að við höfum verið að vinna þessa leiki,“ sagði Sigurður. Það hefur verið frábært að fylgjast með íslenska liðinu í sumar, fyrst tryggði það sér gull á Smáþjóðaleikunum í fyrsta sinn í 14 ár, þá vann það glæsilegan sigur á geysisterku liði Georgíu og kórónaði árið síðan með því að vinna þrjá síðustu leiki sína og tryggja sér þriðja sætið. Íslenska körfuboltalandsliðið endaði frábært sumar með því að vinna öruggan 14 stiga sigur á Austurríki, 91-77, í gær. Íslensku strákarnir unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum. Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.