Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 8
Mikael Odenberg, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur sagt af sér vegna áforma stjórnarinnar um að minnka fjármagnið sem sænski herinn hefur til umráða. Odenberg var afar ósáttur við þau áform, en Anders Borg fjármálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á að ná fram sparnaði með þessu móti. Odenberg segir samdráttinn gera það að verkum að Svíar eigi erfitt með að ná fram því mark- miði að auka hlutdeild sína í friðar- gæslustarfi víða um heim. Úr því sem komið er sjái hann sér ekki annað fært en að segja af sér. Varnarmálaráð- herra hættir Hans Jóhannsson fiðlusmiður og Ólafur Elíasson listamaður hafa hannað skúlptúra í líki fiðluhluta sem hægt er að láta hljóma. Hljóðlistaverk- ið verður sýnt í skála í Hyde Park í London annað kvöld. „Þetta er rosalega skrítin fiðla, hún er í mörgum pörtum sem hljóma sér, en þetta er allt keyrt með merki sem kemur úr rafmagnsfiðlu,“ segir Hans. „Merkið keyrir þessa hljómskrokka og þetta er allt gert á hátalara.“ Skúlptúrarnir eru smíðaðir úr linditré, en breski einleikarinn Thomas Gould mun leika á hljóðfærið. „Þetta er ekki hugsað sem flutningur á ákveðnu verki, heldur frekar hljóðupplifun,“ segir Hans. Margir þekktir raftónlistarmenn koma fram sama kvöld og nýta sér hljómburð skálans til að ná fram sérstökum hljómi. „Við höfum verið með þetta í startholunum í tvö til þrjú ár,“ segir Hans. „Verkefnið okkar er í mörgum þrepum, þetta er eiginlega bara fyrsta skrefið.“ Fulltrúar meiri- hluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk fulltrúa Sjálfstæðisflokks vísuðu frá tillögu bæjarfulltrúa Vinstri grænna, Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, um að láta gera umhverfismat á tilraunaborunum Hitaveitu Suðurnesja í Krýsuvík. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og meirihluti Samfylkingarinnar sögðu tillögu Guðrúnar ekki í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Hitaveitunnar og Hafnarfjarðar- bæjar. Guðrún bókaði að þótt það væri ekki lagaleg skylda væri eðlilegt að framkvæmdir af þessi tagi færu í umhverfismat. Tilraunaborun fer ekki í mat Höfuðbólið Grund í Eyjafirði hefur verið sett á sölu en Grundarkirkja og landskikinn sem hún stendur á munu ekki fylgja með. Grundarkirkja er ein af 22 kirkjum á Íslandi sem eru í einkaeigu. Þjóðkirkjan heldur úti lista yfir allar kirkjur á landinu, en 22 þeirra flokkast undir „bændakirkjur eða kirkjur í eigu og umsjá annarra en safnaða“. Sóknargjald rennur ekki til eigenda þessara kirkna og eru þær til einkanota, þó að stundum sé messað í einhverjum þeirra. Eigendur kirknanna þurfa að fá þær vígðar til að þær teljist lögmætar kirkjur. Ef ætlunin er að hætta notkun kirkju eða breyta henni til annarra nota verður að láta afhelga hana. Á þriðja tug kirkna í einkaeigu Kvaddir verða fyrir dóm matsmenn til þess að meta hvort Jón Pétursson, sem tvisvar hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottalegar nauðganir, er sakhæfur eða ekki vegna höfuð- höggs sem hann hlaut fyrir átta árum. Krafan um að mat á sakhæfinu færi fram byggði á því að geðlæknirinn John Donne de Niet teldi að hugsanlega hefði Jón orðið fyrir framheilaskaða sem orsakað hefði persónuleikabreytingar. Sakhæfi hans verður metið Flugvél hvaða auðkýfings hefur verið týnd síðan á mánu- daginn? Hvaða fyrirtæki endurgerir söguna um svik Júdasar við Jesú í nýrri auglýsingu? Hvaða fjölmiðlakona skrifar nú bók um veikindi föður síns?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.