Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Auðvitað er smá hnútur í magan- um fyrir messuna á sunnudaginn. En ég vil fólki mjög vel þótt margt af því sem ég hef gert hafi oft stuðað fólk. Það að ég skuli vera litinn hornauga er ekkert nýtt fyrir mig og er minn kross að bera,“ segir grínistinn Jón Gnarr, sem þurfti að standa af sér mikið moldviðri á þriðjudag þegar full- trúar Þjóðkirkjunnar sögðu aug- lýsingu hans fyrir Símann vera smekklausa. Undir það tók Jakob Rolland, kanslari kaþólska bisk- upsembættisins á Íslandi, en Jón er einmitt virkur meðlimur í kaþ- ólska samfélaginu hér á landi. En grínistinn er ekki af baki dottinn og segist ekki þurfa að biðjast afsökunar á auglýsingunni, þvert á móti. „Mér fannst ummæli séra Karls Sigurbjörnssonar bæði leiðinleg og ómakleg og mér sárn- aði þau. Sem kaþólikki skipar kvöldmáltíðin stóran sess í mínu lífi og ég á í sambandi við Guð. Það að ég sé kristinn gefur mér í rauninni leyfi til að túlka kvöld- máltíðina á þennan hátt því þetta er minn óður til þessa atburðar og til Krists og hann er gerður af kærleika,“ segir Jón en bætir því við að hann hafi frekar kosið að ræðaa þetta á þriðjudag á fræði- legum grundvelli sökum starfs síns en ekki trúarlegum. „Ég er hins vegar reiðubúinn að mæta hvaða guðfræðingi og presti sem er því ég veit að ég hef hreina samvisku.“ Jón segir að sumir virðist halda að grín og auglýsingar séu ein- hver lágkúra en svo sé einfaldlega ekki. „Þetta er bara tjáning fólks sem hefur leyfi til að tjá sig. Og við megum ekki gleyma því að húmorinn er demparinn í gegnum lífið. Auglýsingin er ekki eitthvert trúarklám heldur er hún gerð af virðingu fyrir viðfangsefninu. Og ég tel mig geta staðið fyrir mínu máli vegna þess að ég gerði þetta af heilum hug.“ Með í maganum fyrir messu „Ég er búin að kenna fyrir aðra í níu ár og fannst tími til kominn að breyta til,“ segir Sigrún Birna Blomsterberg, sem opnaði nýverið dansstúd- íó undir eigin nafni í húsa- kynnum Boot Camp að Suður- landsbraut 6b. „Um leið fæ ég til mín nemendur sem vilja koma og dansa hjá mér í stað þess að lenda bara hjá mér af tilviljun.“ Sigrún Birna ætlar að kenna ein til að byrja með en fyrstu námskeiðin hefjast hinn 10. september. „Ég er að kenna fjölbreytta stíla; street, funk og það nýjasta sem er að ger- ast í hip hop-heiminum. Hip hop-hugtakið er alltaf að breytast - New Wave, Quick- Melt og R&B eru allt stílar í stöðugri þróun, nokkurs konar undirgreinar undir því sem var einu sinni bara kallað hip hop. Svo er ég með hópa fyrir yngstu kynslóðina líka.“ Auk þess að opna nýjan dansskóla er Sigrún aðaldans- höfundur George Michael- sýningar sem sett verður upp á Broadway í tilefni af 25 ára söngafmæli kappans. „Það verða átta dansarar á sviðinu. Þetta er því krefjandi en mjög spennandi,“ segir hún og hlær þegar hún er spurð að því hvort fleiri tímar séu í sólar- hringnum hjá henni en öðru fólki. „Ég er einmitt farin að velta því fyrir mér hvernig ég geti púslað þessu öllu saman. Maður verður bara dansandi til miðnættis alla daga og fer svo í heitt bað þess á milli.“ Dansar til mið- nættis alla daga Tónskáldið Veigar Margeirsson, sem býr í Los Angeles, er eldheitur aðdáandi knattspyrnuliðsins L.A. Galaxy sem David Beckham leikur með. Hefur hann sótt fjölmarga leiki með liðinu undanfarin ár og fagnar að sjálfsögðu komu Beckhams. „Eftir að Beckham var keyptur seldu þeir dálítið mikið af mönnum og endurskipulögðu leikmannahóp- inn,“ segir Veigar. „Það er mikið „hæp“ í kringum hann sem „cele- brity“. Það var leiðinlegt að hann skyldi koma meiddur en hann spil- aði nokkra leiki og stóð sig mjög vel. Ég sá hann skora fyrsta mark- ið sitt þegar þeir unnu tvö núll.“ Heimavöllur L.A. Galaxy tekur um þrjátíu þúsund manns og er hann nálægt heimili Veigars. „Þetta er mjög flottur fótboltavöllur. Hann er ekki stór en öll sætin eru góð,“ segir Veigar, sem sjálfur spilaði fótbolta í Keflavík á sínum yngri árum, auk þess sem dóttir hans er dugleg við tuðrusparkið. Að sögn Veigars fór miða- og minjagripasala upp úr öllu valdi þegar Beckham kom til liðsins. Skiptar skoðanir eru samt um fótbolta í landinu þrátt fyrir komu enska knattspyrnugoðsins. „Það er oft fráhrindandi fyrir Ameríkana að það er ekki skorað mikið að með- altali í fótbolta og það sem fer sérstaklega í taugarnar á þeim er uppbótartíminn. Í körfuboltanum og ameríska fótboltan- um er hægt að skora á síðustu sekúndunni en fólk fattar ekki að dóm- arinn bæti bara við þegar hann vill og flauti af þegar honum sýn- ist. Það sem vinnur með fótboltan- um er samt að þarna er ekki þessi neikvæða steraímynd því fótbolti byggist frekar á tækni og snerpu en kröftum.“ Þegar Veigar er ekki að skemmta sér á heimaleikjum L.A. Galaxy er hann önnum kafinn við tónsmíðar. Nýverið útsetti hann verk fyrir Fílharmoníusveit Los Angeles auk þess sem hann var í Prag þar sem hann tók upp tónlist fyrir sýnishorn úr bíómyndum. Á meðal nýlegra verka hans á því sviði er sýnishorn fyrir myndina A Mighty Heart með Angelinu Jolie í aðalhlutverki, sem verður frum- sýnd hérlendis á næstunni. Einnig hefur hann undanfarið samið tón- list við auglýsingar Símans, þar á meðal hina umdeildu auglýsingu um Jesús og Júdas. „Ég hef greinilega reynt að vera í tískunni, sem á þessum tíma var dálítið öfgakennd. Ég er hrædd um að ég myndi vekja mikla athygli ef ég færi að klæð- ast þessu í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.