Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 75
 Eiður Smári Guðjohnsen tók í gær þátt í sinni fyrstu fót- boltaæfingu af fullum krafti í tvo mánuði er landsliðið æfði á ÍR- vellinum. „Ég var óragur við að gera allt á æfingunni og það er mikilvægt,“ sagði Eiður eftir æfinguna. „Tilfinningin er ágæt, ég finn að vísu að ég er ekki 100% klár en það var ekkert vandamál að æfa.“ Hann segir það útilokað að hann verði í byrjunarliðinu gegn Spáni á laugardag en vonast til að spila stærra hlutverk gegn Norður- Írum á miðvikudag. Báðir leikirn- ir verða á Laugardalsvellinum. „Við þurfum bara að meta ástandið eftir því sem nær dregur að leiknum. Ég er tilbúinn að taka á mig það hlutverk sem mér verð- ur gefið.“ Fáir bjuggust við því að Eiður yrði með landsliðinu vegna hnémeiðsla sinna. Hann hefur misst af öllu undirbúningstímabilinu með félagsliði sínu, Barcelona. Spurður af hverju hann ákvað að koma til móts við landsliðið þegar hann hefði getað einbeitt sér að því að ná sér góðum heima sagði Eiður ástæðuna einfalda. „Mig langaði til að koma. Það er alltaf gaman að hitta strákana og spila með landsliðinu. Alltaf þegar ég hef áður verið meiddur og misst af leikjum hefur verið sett spurningamerki við það hvort ég sé virkilega meiddur. Nú sér fólk að ég er tæpur en samt vil ég koma,“ sagði hann. „Ég hef svo gaman af þessu og ég vil að fólk geri sér grein fyrir því. Ég sé fram á að geta tekið eitthvað þátt í leikj- unum og vildi því koma.“ Eiður segir það endanlega undir landsliðsjálfaranum komið hvað hann muni spila mikið. „Ég sagði honum að ég gæti alla vega tekið þátt í æfingunum.“ Spurður um hvaða væntingar hann hafi til leikjanna tveggja segir hann það varla raunhæft að fara fram á sigur gegn Spáni. „En ég yrði sáttur ef allir kæmu út úr leiknum á jákvæðum nótum. Ef allir gætu verið sammála um að við hefðum lagt allt okkar í leikina og ef við getum borið höfuðið hátt. Landsliðið þarf að senda frá sér jákvæða strauma og að þetta sé allt á réttri leið hjá okkur.“ Langaði að koma og vera með landsliðinu Real Madrid átti möguleika á að gera samninga við þá Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Giovani dos Santos á sínum tíma en peningar félagsins fóru í að kaupa stórstjörnur í stað þess að semja við framtíðarmenn. Miguel Angel Portugal vann fyrir Real Madrid á þessum tíma og segist naga sig í handarbökin í dag. „Það var einu sinni þannig hjá „Los Galacticos“ að stóru stjörnurnar gengu fyrir öllu. Ég gat samið við Gio og Messi þegar þeir voru fjórtán ára og okkur bauðst einnig Ronaldo en það voru bara engir peningar til,“ sagði hann í viðtali við útvarps- stöðina Marca. Missti af Messi, Ronaldo og Gio Króatísku leikmennirnir hjá ÍA, þeir Dario Cingel og Vjekoslav Svadumovic, hafa samið við félagið til næstu tveggja ára. Þeir komu hingað til lands í vor og hafa sinnt lykilhlut- verki í liði Skagamanna sem situr í þriðja sæti Landsbankadeildar karla. Svadumovic hefur skorað sex mörk fyrir ÍA í sumar og Cingel verið með bestu varnarmönnum deildarinnar. Hann hefur til að mynda sex sinnum verið valinn í lið umferðarinnar hjá Fréttablað- inu. Verða áfram uppi á Skaga Steven Gerrard, leikmað- ur Liverpool og enska landsliðs- ins, gat í gær tekið þátt í æfingu landsliðsins þrátt fyrir að hann sé tábrotinn. England mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2008 á laugar- daginn. Englendingar verða einfaldlega að vinna ætli þeir ekki að missa af farmiðanum til Austurríkis og Sviss. „Ástand hans verður metið af læknaliði enska landsliðsins og ákvörðun um hvort hann verði klár í leikinn á laugardag verður tekin síðar í vikunni,“ sagði í yfirlýsingu frá enska knatt- spyrnusambandinu í gær. Gerrard var með á æfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.