Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 12
„Blæjan er allt annað en fatnaður eða venjulegur höfuð- klútur. Rétt eins og spennitreyja og líkpokar eru ekki föt, eða skírlífis- belti voru ekki flíkur, eða Davíðs- stjarnan sem fest var á gyðinga á tímum helfararinnar var ekki hluti fatnaðar,“ sagði Maryam Namazie, stofnandi Samtaka fyrrverandi múslima í Bretlandi, í erindi sem flutt var á vegum Alþjóðastofnun- ar, Siðmenntar og Skeptíkusar í gær. Maryam er fædd í Teheran í Íran en fluttist þaðan með fjöl- skyldu sinni árið 1980 eftir að klerkastjórn náði völdum í Íran og stofnaði íslamskt lýðveldi undir forystu Ayatollah Khomeini. Hún hefur unnið að fjölda mannúðar- mála víðs vegar um heiminn. Á fundinum kom Maryam inn á málefni sem fáir hafa hróflað við hér á landi. „Þið óttist að vera köll- uð rasistar eða vera sökuð um skort á umburðarlyndi ef þið setj- ið út á íslam. En sumu á ekki að sýna umburðarlyndi. Sumt er ein- faldlega ekki hægt að þola,“ segir Maryam. Hún telur Vesturlönd og vestrænar kvennahreyfingar vera að bregðast konum með því að berjast ekki gegn þeirri kúgun gagnvart konum og börnum sem íslam viðhaldi. Sagði hún ómögu- legt að skilja hvers vegna Vestur- lönd brygðust ekki við því að grýta mætti konur til dauða samkvæmt íslömskum lögum, taka samkyn- hneigða af lífi og meina litlum stúlkum út úr brennandi húsum væru þær ekki með blæju. Vísaði hún til fjölmargra annarra frétta- mála sem hún furðaði sig á að hefðu ekki vakið meiri reiði á Vesturlöndum en raun bæri vitni. Í ljósi þeirra dæma sagði hún ólíð- andi að íslamistar fengju að blekkja fólk á Vesturlöndum með því að tala um réttinn til að bera blæju og láta þetta tákn kúgunar eins og hún kallar það líta fallega út fyrir Vesturlandabúum. Maryam benti einnig á að Vest- urlönd hefðu átt þátt í því að íslam hefði náð enn meiri fótfestu í sumum löndum en áður hefði verið og nefndi sem dæmi Afgan- istan og Írak. Maryam sagði Íslendinga, sem og aðrar þjóðir, eiga að gæta sín á því að hér mynduðust ekki svo- kölluð gettó án þess að gagnkvæm aðlögun yrði. Ástæðan væri sú að í slíkum hópum næðu ofstækisfull- ir leiðtogar ávallt undirtökum. Í lokin áminnti hún fólk um að flestir múslimar væru gott fólk rétt eins og gengur og gerist. Það væruu lögin sem sett væru í krafti íslams sem væru slæm. „Það er í gangi helför gegn konum og henni eigum við að berjast gegn.“ Vill enga kurteisi í garð íslamista „Það á ekki að sýna íslamistum kurteisi.“ Þetta segir Maryam Namazie stofn- andi Samtaka fyrrverandi múslima í Bretlandi. Hún varar við uppgangi íslam og umburðarlyndi gagnvart lögum sem stangast á við almenn mannréttindi. Þið óttist að vera kölluð rasistar eða vera sökuð um óumburðarlyndi ef þið setjið út á íslam … Sumt er einfaldlega ekki hægt að þola Stefnt er að því að Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöl- tækniskóli Íslands sameinist í nýjan skóla; Tækniskólann, um áramót. Vinna við úttekt á fjárhag og starfsemi skólanna, sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytis- ins, er langt komin. Ákvörðun um sameiningu er á hendi mennta- málaráðherra enda báðir skólarn- ir í ríkiseigu. Grunnur að sameiningu hefur þegar verið lagður; nafni rekstr- arfélags Fjöltækniskólans hefur verið breytt úr Menntafélaginu í Rekstrarfélag Tækniskólans en ráðgert er að félagið starfræki sameinaðan skóla. Er það í eigu Samtaka iðnaðarins, Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, Landssambands útvegsmanna, Samorku og Sambands kaup- skipaútgerða. Jón B. Stefánsson, skólameist- ari Fjöltækniskólans, segir að í ljósi fyrirhugaðrar sameiningar eigi skólarnir þegar í nokkru sam- starfi; nemendur Fjöltækniskól- ans sæki til dæmis nokkur fög í Iðnskólann. Hann segir að margt ávinnist við sameiningu, samlegð verði á ýmsum sviðum starfseminnar. Fjöltækniskólinn varð til við sam- rekstur Vélskóla Íslands og Stýri- mannaskólans í Reykjavík árið 2003 en rætur Iðnskólans í Reykjavík má rekja aftur til 1973. Ferðaskrifstofa Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.