Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 2
Um sextán þúsund bílar streyma um helstu umferðaræðar Reykjavíkur á milli klukkan sjö og níu á morgnana á virkum dögum, samkvæmt tölum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Morgunumferð síðustu daga hefur verið gríðar- lega mikil og eru dæmi um að það hafi tekið Hafnfirðinga allt að klukkustund að komast til vinnu í miðborginni, sem venjulega tekur um fimmtán mínútur. Rétt rúmlega sjö þúsund bílar fóru vestur Ártúnsbrekku á milli klukkan 7 og 9 í gærmorgun. Þá fóru álíka margir bílar norður Kringlumýrar- braut á sama tíma, og um tvö þúsund bílar um Sæbraut við Höfða. Umferðin um Kringlumýrar- braut var þó minni en á sama tíma og í fyrra. Þá fóru hátt í átta þúsund bílar þar um. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að 4.500 bílar eigi með góðu móti að geta farið um Kringlu- mýrarbrautina og Ártúnsbrekku á hverri klukku- stund. Þó geti hliðarumferð haft áhrif þar á. Athygli vekur að morgunumferðin um Kringlu- mýrarbrautina í gær var álíka mikil og morgunum- ferðin hinn 12. júní síðastliðinn. Morgunumferðin í Ártúnsbrekkunni þann dag var hins vegar mun meiri en í gær, eða um 700 fleiri bílar. Samt gekk umferðin í sumar hraðar fyrir sig á báðum umferð- aræðum. Þegar mest lét í gærmorgun fóru um 860 bílar norður Kringlumýrarbrautina á tíu mínútna kafla. Hins vegar fóru um 885 bílar um Kringlumýr- arbrautina þegar mest lét í morgunumferðinni 12. júní. Ólafur sagðist að svo stöddu ekki geta svarað því til hvers vegna umferðin hefði gengið hraðar fyrir sig í sumar. Hann þyrfti að rýna nánar í tölurnar. Jón, áttu von á að þér verði fyrirgefið? Franco Frattini, sem fer með dóms- og innanríkis- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, lýsti því yfir í gær að þörf væri á að efla hryðju- verkavarnir í aðildarríkjunum. Hætta á nýjum hryðjuverkum væri áfram mikil. Frattini sagði framkvæmda- stjórnina myndu fylgja eftir áformum um að setja á fót flugfar- þegaskráningarkerfi sem næði til allra aðildarríkjanna 27, sambæri- legu því sem starfrækt er nú þegar í Bandaríkjunum. Sumir þingmenn hafa lýst áhyggjum af því að áformin ógnuðu persónu- vernd. Frattini sagði að evrópskir borgarar ættu heimtingu á jafngóðum hryðjuverkavörnum og bandarískir. Hryðjuverka- varnir efldar Umferðin sú sama en gengur hægar Sextán þúsund bílar fara um helstu umferðaræðar Reykjavíkur á hverjum morgni. Umferðin er nánast sú sama og í sumar en gengur hægar fyrir sig. Margt bendir nú til þess að ákvörðun um framhald Íraksstríðsins verði frestað þangað til í apríl, að minnsta kosti ef George W. Bush Bandaríkjaforseti og sam- starfsmenn hans fá sínu framgengt. Eftir að Bush tók ákvörðun um það, nú í byrjun ársins, að fjölga þyrfti í bandaríska herliðinu í Írak um 30.000, bað hann þingið um að veita sér svigrúm þangað til í sept- ember - þá skyldi lagt mat á árang- urinn af auknum herstyrk. Nú er kominn septembermánuður og ólíklegt þykir að Bush fallist á fækkun í herliðinu, nema þá rétt til málamynda, fyrr en næsta vor. Næsta víst er að demókratar á Bandaríkjaþingi munu engan veg- inn fallast á að fresta ákvörðun um framhaldið. Þeir hafa beðið þolin- móðir, en nú í september á að taka stöðuna. Repúblikanar virðast einn- ig vera að missa þolinmæðina marg- ir hverjir og óvíst um að þeir styðji óbreytt framhald stríðsins. Í næstu viku mæta þeir David Petraeus, yfirmaður bandaríska herliðsins í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fyrir þingið og gera grein fyrir stöðu mála í Írak. Á þriðjudaginn birti eftirlitsskrifstofa Bandaríkja- þings skýrslu um árangurinn sem náðst hefur á sviði stjórnmála og öryggismála í Írak. Samkvæmt skýrslunni tókst einungis að ná fram þremur af þeim átján markmiðum, sem stjórnin hafði sett sér. Á fjórum sviðum náðist árangur að hluta til, en á ellefu sviðum af átján hefur enginn árangur náðst. Styttist í átök við demókrata Mikill og vaxandi áhugi er í Bandaríkjun- um á nýtingu jarðvarma til raforkuframleiðslu og húsahitunar. Þetta kom fram á ráðstefnu Glitnis um orkumál sem haldin var í New York í gær. Forseti Ísland, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hélt erindi á ráðstefnunni þar sem hann lýsti hlutverki Íslands og íslenskra fyrirtækja í baráttu gegn hlýnun jarðar. Til marks um mikinn áhuga í Bandaríkjunum hafa tvær sendinefndir Bandaríkjaþings sótt Ísland heim. Ólafur Ragnar segir það ekki hafa farið hátt en merkilegt sé að slík samskipti vaxi þegar dragi úr samvinnu þjóðanna í varnarmálum. Þá mun Ólafur Ragnar mæta í „hearing“ eða í áheyrnartíma Bandaríkjaþings til skrafs og ráðagerða um möguleika jarðhitaorku. „Mér er ekki kunnugt um að þjóðarleiðtogi hafi áður verið beðinn um að taka þátt í áheyrnarfundi hjá Bandaríkjaþingi,“ segir Ólafur. Ráðstefna Glitnis er haldin í tengslum við opnun skrifstofu bankans í New York í gær. Í Bandaríkjun- um mun bankinn einbeita sér að syllum í starfsemi bankans á sviði endurnýjanlegrar orku og í mat- vælaframleiðslu. Í skýrslu sem kom út samhliða ráð- stefnunni kemur fram að hægt sé að sexfalda raforkuframleiðslu með jarðhita í Bandaríkjunum frá því sem nú er. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 „Að sjálfsögðu munum við skoða þetta vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Páll var spurður um samein- ingu bókaútgáfu Eddu, stærsta bókaforlags Íslands, og JPV- útgáfu, þess næststærsta. „Það liggur í hlutarins eðli að þeim ber að tilkynna þetta til okkar og skila inn upplýsingum, sem við förum svo yfir. Við höfum þá mánuð til að ákveða hvort við rannsökum málið frekar,“ segir hann. Páll vill annars ekki leggja mat á samrunann að svo stöddu. Samruni for- laga skoðaður Mikil leit var gerð í gær að bandaríska milljóna- mæringnum og ævintýramannin- um Steve Fossett, sem ekkert hafði spurst til frá því á mánu- dag þegar hann flaug af stað einn á lítilli flugvél að kanna eyðilegt landsvæði í Nevada. „Þetta er mjög stór heystakkur, og flugvél er mjög lítil nál, svo mikið er víst,“ sagði Cynthia Ryan, yfirmaður í bandarísku flugbjörgunarsveit- unum. Hún var þó bjartsýn, eins og aðrir sem þekkja Fossett, á að hann fyndist. „Hann er mjög klókur, útsjónarsamur og ákveðinn flugmaður. Ég tel allar líkur á að hann finnist.“ Leitin að Foss- ett afar torsótt Fjölmörg hjól voru eyðilögð á lóð Melaskóla í fyrradag þegar skemmdarvargur klippti á hand- og fótbremsur hjólanna. Í tölvupósti sem sendur var í gær til foreldra barna í skólanum kom fram að fjölmargir foreldrar hefðu haft samband við skólann og sagt að einungis hefði munað hársbreidd að börn þeirra hefðu lent í alvarlegu slysi vegna skemmdarverkanna. Ekki er vitað hver var að verki eða hvort sá hinn sami sé nemandi í Melaskóla eða Hagaskóla. Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Klippt á hand- og fótbremsur Finnski kvikmyndaleik- stjórinn Aki Kaurismäki mun koma til landsins í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðina í Reykjavík í haust. Kaurismäki mun veita viðtöku verðlaunum fyrir framúr- skarandi listræna kvikmyndasýn. Kaurismäki er einn af virtari leikstjórum Norðurlanda, en mynd hans „Maður án fortíðar“ frá árinu 2002 vann Grand Prix- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes á útgáfuárinu. Ári síðar var hún tilnefnd til Óskarsverð- launa, en Kaurismäki neitaði að mæta á hátíðina í mótmælaskyni við Íraksstríðið. Kaurismäki á kvikmyndahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.