Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 53
Nú þegar komið hefur fram að enginn hefur nokkurn tíma
viljað gefa húsunum að Laugavegi
4 og 6 grið, friða þau eða færa til,
því sem næst, upprunalegs horfs,
er rétt að drepa létt á dyr og minna
á hlutverk rýnihóps sem hefur
verið starfandi að því að gefa álit
sitt á teikningum af nýjum bygg-
ingum við Laugaveginn. Á fund-
um rýnihópsins hefur ítrekað
komið fram að menn telja sitt hlut-
verk vera að sjá til þess að það
sem verður byggt á Laugavegi, sé
áreiðanlega betra en það sem þarf
að víkja, verður rifið. Það er alls
ekki alltaf sjálfgefið að þetta nýja
sé betra en það gamla.
Rýnihópurinn hefur frá upphafi gert mjög viðamiklar athuga-
semdir við þær teikningar sem
kynntar hafa verið fyrir honum,
af Laugavegi 4-6. Frá upphafi hafa
fulltrúar hópsins verið nokkuð
einróma um að það sem rís á þess-
um viðkvæma stað gömlu verslun-
argötunnar, þurfi að vera þannig
úr garði gert að sátt ríki um það.
Mismunandi áherslur hafa svo
verið um hin ýmsu atriði. Undir-
rituð hefur til dæmis ævinlega
talað gegn öllum byggingum sem
skerða sólarljós á gangstéttinni
norðanverðri. Það er gert af þeirri
grundvallarskoðun (og af fenginni
reynslu) að sólarljósið sé eitt
helsta aðdráttaraflið fyrir þá sem
vilja ganga um miðbæinn. Aðrir í
rýnihópnum hafa lagt ríka áherslu
á að nýja
húsið sýni
umhverfi
sínu tilhlýði-
lega hóg-
værð, beri
það ekki ofur-
liði. Um það
er auðvelt að
sammælast.
Nú vill svo
óheppilega til
að sú fundar-
gerð frá rýni-
hópi um
Laugaveg 4-
6, sem send var inn í borgarkerfið
og var t.a.m. skipulagsráði til hlið-
sjónar þegar tekin var ákvörðun
um að láta niðurrifsheimildina
óáreitta, var frá fundi þar sem 2
fulltrúar mættu ekki og sá þriðji
þurfti að sitja hjá.
Fulltrúi kaupmanna í rýnihópn-
um dvaldist erlendis, en fulltrúa
íbúa barst aldrei fundarboð og var
því fjarri mikilvægri samkundu.
Þriðji fulltrúinn hafði reyndar
gert tillögu að lausn fyrir bygg-
ingar á þessum stað, hverrar
aðalsmerki var virðing fyrir liðn-
um tíma og reisn gamalla húsa um
leið og notagildi húsanna var gert
nægjanlegt fyrir nútímalegar
kröfur. Sá sat hjá.
Svo götótt fundargerð var sem
sagt það plagg, sem borgarfulltrú-
ar höfðu til hliðsjónar, sumir sjálf-
sagt undrandi á viðsnúningi rýni-
hópsins, sem fram að þessu hafði
spyrnt mjög við fótum, og verið
trúr því markmiði að láta ekki
Laugaveginn verða verri eftir en
áður. Láta ekki ósmekklega ásýnd
fermetragræðginnar tróna yfir
svæði sem við eigum öll saman og
taka af okkur sólarbletti, sem eru
líka sameign okkar allra.
Þetta dæmi sem hér er rakið,
sýnir enn og aftur að starf rýni-
hópsins gefur falskt öryggi og
getur hvorki verndað þau hús sem
nú standa við Laugaveg, né tryggt
borgarbúum framúrskarandi
nýbyggingar.
Auðvitað liggur rót vandans í
því deiliskipulagi, sem samþykkir
slíkt fermetramagn í gömlu og
grónu umhverfi. En það er líka
umhugsunarefni fyrir þá sem
„eiga“ byggingarréttinn á lóðum
við Laugaveg, hvort það, að hugsa
um hagsmuni heildarinnar sé ekki
affarasælast fyrir alla: Okkur
gangandi vegfarendur, fagur-
kerana, þá sem vilja laða fólk á
Laugaveginn, fólk framtíðarinnar
og þá ekki síst eigendur bygginga-
réttarins. Það er hægt að byggja
af smekkvísi og virðingu fyrir
sameiginlegri sögu og sameigin-
legu rými, þannig að allir græði.
En það er líka hægt að byggja af
smekkleysi og græðgi, svo að jafn-
vel þeim ofbjóði sem seinþreyttir
eru til vandræða.
Höfundur er íbúi í miðborginni og
á sæti í rýnihópi um nýbyggingar
á Laugavegi.
Falskt öryggi á Laugaveginum