Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 62
Tónleikaröð Salarins, Tíbrá, hefur á
liðnum árum einkennst af miklum
metnaði og nú þegar vetrarstarfið
er að hefjast á Digranesinu tefla
þau í tónlistarhúsi Kópavogs fram
stórum nöfnum. Rússneska mezzó-
sópransöngkonan Irina Romishev-
skaya opnar starfsárið en hún er í
fremstu röð rússneskra söngvara.
Hún á nú þegar að baki glæstan
feril, bæði í óperum og á tónleika-
palli, þar sem hún hefur tekist á við
afar fjölþætt viðfangsefni. Irina er
aðstoðarprófessor við Tónlistarhá-
skólann í Moskvu hjá sínum gamla
kennara Galinu Pisarenko. Efnis-
skrá Irinu Romishevskaya í Salnum
er fjölbreytt. Viðfangsefnin eru
eftir Vivaldi, Purcell, Scarlatti,
Gluck, Rossini, Bizet, Rimski-Kor-
sakov, Tsjaíkovskí, Glinka og Mús-
sorgskí. Með söngkonunni á opnun-
artónleikunum í Salnum 7.
september kl. 20 leikur Jónas Ingi-
mundarson.
Stórkanónur í Salnum
Í síðustu viku var sett
upp sýning í Hoff-
mannsgalleríi í
Reykjavíkurakademí-
unni á teikningum
Jónasar Svafár (1925-
2004).
Jónas vann jöfnum
höndum sem dráttlist-
armaður og ljóðskáld
og var hluti þess hóps
sem stóð á jaðri form-
tilrauna ljóðlista-
manna og myndlistar-
manna á sjötta og
sjöunda áratug síðustu
aldar. Hann hafði sér-
stöðu í heimi skálda og myndlistar-
manna og batt bagga sína ekki
sömu hnútum og samferðamenn.
Að þessu sinni eru myndirnar ein-
ungis til sýnis. Flestar þeirra eru
líkar þeim sem finna
má í bókum hans eða
svolítið breyttar.
Teikningarnar sem
eru til sýnis eru allar
unnar hægum dráttum
með mjúku ritblýi á
pappír. Nokkuð sem
ekki greinist á graf-
ísku eftirmyndunum í
bókunum. Framlag
Jónasar til íslenskrar
menningar er ekki
mikið að vöxtum en
afar áhugavert og sér-
stakt.
Það er Ingólfur Arn-
arsson sem er sýningarstjóri en
Hoffmannsgallerí er á Hringbraut
121, fjórðu hæð og er opið frá 9-17
alla virka daga. Sýningin stendur
fram eftir hausti.
Teikningar Jónasar Svafár