Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 1
Þriðjudagar
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
35%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
D
V
42%
68%
6%
D
VV
D
V
DD
Hugljúf krumpudýrHeiða vaknar nokkrum sinnum á nóttu til að sinna hvolpunum sínum . BLS. 4
dýrin okkar ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
Hugljúf
krumpudýr
„Það skipti engu máli úr
hvaða horni Evrópu maður hleraði
viðbrögð, þau voru alls staðar ótrú-
leg,“ segir Kári Sturluson
umboðsmaður, sem stóð fyrir
forsýningu á Heima, nýrri
tónleikamynd hljómsveitarinnar
Sigur Rósar, á Akureyri um
síðustu helgi. Þrjátíu erlendir
blaðamenn mættu á forsýninguna.
Að sögn Kára voru viðbrögð Pauls
Rees, ritstjóra hins útbreidda
breska tónlistartímarits Q, afar
jákvæð. „Hann sagði að myndin
væri sennilega ein af fimm bestu
tónleikamyndum sem hann hefði
séð á ævinni.“
Þykir þetta gefa góð fyrirheit
um viðtökur myndarinnar. Heima
verður heimsfrumsýnd hér á landi
27. september.
Meðal bestu
tónleikamynda
Skemmtileg verkefni
fram undan hjá LH
Gífurlegt skrið hefur orðið á verði
keppnishrossa og góðra kynbóta-
hryssna undanfarin misseri. Aðgefnu tilefni skal tekið fram að
kaupendur og seljendur hrossa
á Íslandi hafa frá ómunatíð veriðmjög viðkvæmir þegar kemur að
því að gefa upp verð á gæðing-
um, þótt undantekningar séu áþví. LH-HESTAR hafa þó fengiðnokkrar staðfestingar sem gefahugmynd um hvaða upphæðir eruí boði fyrir eftirsóttustu hrossin. Algengt verð á keppnishestumer nú á bilinu ein til þ jáó i
2004 var algengt verð á keppnis-
hestum 600 til 800 þúsund krónurog fréttnæmt þótti ef hestur seld-
ist á eina milljón og þar yfir. Nú
er varla hægt að finna lítið tam-
inn fola undir 500 þúsundum ef
hann lyftir löppum, eins og hesta-
menn komast að orði, og allar
tölur undir milljón fyrir líkleg-
an keppnishest eru varla til um-
ræðu. Hestar sem náð hafa ár-
angri í keppni eru á fyrrgreinduverðbili, ein til þrjár milljó iog fer þ ð
aðaleinkunn) fást nú varla undirtveimur milljónum og betri hryss-
ur í þeim flokki seljast á þrjár til
fimm milljónir króna og þaðan af
meira. Eftirsóttustu hryssurnar
seljast á tíu til fimmtán milljónir.Ótrúlegasta verðtilboð sem LH-
HESTAR hafa heyrt um og fengið
staðfest er 20 milljónir í hestfol-
ald. Folaldið á til frægra að telja
og tveir bræður þess sammæðraeru eftirsóttir stóðh
Tuttugu milljóna tilboði í hestfolald hafnað
Lukka frá Stóra-Vatnsskarði er án efa sú hryssa sem hvað mesta athygli hefur vakið á þessu ári. Hún er nú hæst dæmda íslenska
kynbótahryssa í heimi í sex vetra flokki. Ýmsir væru án efa tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkan grip. MYND/JENS EINARSSON
„Sveitarfélög sem hlúa vel aðhestamönnum ná forskoti þegar til
lengri tíma er litið,“ segir Harald-
ur Þórarinsson, formaður Lands-
sambands hestamannafélaga.Haraldur segir að stórauk-
ið umfang hestamennsku í land-
inu kalli á framtíðarskipulag hest-
húsabyggða og reiðvega. Því fylgi
að sjálfsögðu aukin útgjöld fyrir
sveitarfélögin en á móti komi að
tekjur ríkis og sveitarfélaga af
hestatengdri ferðaþjónustu og at-
vinnurekstri og þjónustu í hesta-
mennsku séu margfaldar á við
það.
Sjá viðtal bls. 2.
Ná forskoti
Eigendur og knapar bestu keppn-
ishrossa í útlöndum geta hagnast
verulega þegar vel gengur. Stór-
fyrirtæki keppast við að veita verð-
launafé í mót og keppni af ýmsutagi: „Dressur, eventing, jumping,
driving“ og svo framvegis.Ekki er um neinar smáupphæð-
ir að ræða, allt frá fimm og upp í
22 milljónir króna í heildarverð-
laun. Til dæmis má nefna að Isa-
bell Werth á hinum ellefu vetraWarum Nicht FRH fékk um sjö
milljónir króna í fyrstu verðlaun á
Rolex FEI World Cup Dressur-móti
í Las Vegas á þessu ári, en það erutalin hæstu peningaverðlaun semveitt hafa verið í Dressur-keppni
til þessa.
Vegleg pen-ingaverðlaun
En það er ekki bara gróðavon í
útlöndum. Í Meistaradeild VÍS,
mótaröð sem haldin hefur veriðí Ölfushöllinni undanfarin ár, er
umtalsvert verðlaunafé í boði. Á
síðasta keppnistímabili voru hátt
í fjórar milljónir króna í pottinumog sá knapi sem hafði mest uppúr krafsinu var Viðar Ingólfsson,
samanlagður sigurvegari deildar-
innar, en hann fékk um eina millj-
ón króna í sinn hlut. Úrtaka fyrir
Meistaradeildina hefur þegar
farið fram og reiknað er með aðfyrsta mótið í röðinni verði haldiðí byrjun febrúar á næsta ári.
Gróðavon í
Meistaradeild
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSTÍLL
lh hestar
Verslunin Hestar og menn er flutt í
nýtt 450 fermetra húsnæði við Ög-
urhvarf 1, sem er við Breiðholts-
brautina skammt frá Fákssvæð-
inu, við gatnamótin þar sem ekið
er af Breiðholtsbrautinni áleiðisað Heimsenda og Andvara. Má því
segja að verslunin sé í hjarta hest-
húsahverfa höfuðborgarsvæðis-
ins.
Aðaleigendur verslunarinnareru Ólafur Örn Karlsson, Valdi-
mar Örn Flygenring og Magn-
ús Andrésson ásamt fleirum, enframkvæmdastjóri er Gyða Jóns-
dóttir. Þess er rétt að geta að nú
stendur yfir útsala hjá Hestum og
mönnum og sjálfsagt að nota tækifærið og búa si
Hestar og menn í Ögurhvarfið
Verslunarstúlkur í Hestum og mönnum.
Gyða Jónsdóttir lengst til vinstri.
MYND/JENS EINARSSON
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
Hestamenn og hrossabændurhalda hátíð í nóvember BLS. 2
Skoða þarf fordóma-
laust hvort íslenska krónan sé að
einhverju leyti orðin viðskipta-
hindrun. Þetta segja ungir
sjálfstæðismenn, sem ályktuðu
um efnið á þingi sínu um síðustu
helgi. Þeir segja að krónan hamli
erlendri fjárfestingu í atvinnulíf-
inu og öll fjármögnun Íslendinga
sé dýrari en ella vegna mikils
vaxtamunar við útlönd. Þá draga
ungir Sjálfstæðismenn áhrifamátt
peningamálastefnu Seðlabankans í
efa.
Stofnun innan Sjálfstæðis-
flokksins hefur ekki áður með jafn
eindregnum hætti hvatt til að
kostir og gallar sjálfstæðrar
íslenskrar myntar séu metnir.
Vilja meta hvað
krónan kostar
Yfir fimmtíu laxveiðiám í tólf löndum, þar á
meðal Íslandi, eru gerð skil í nýrri bók Verndar-
sjóðs villtra laxa, A Celebration of Salmon Rivers.
Bókin kemur út á Norðurlöndunum, á Bretlands-
eyjum og í Norður-Ameríku á næstu dögum.
Karl Bretaprins skrifar formála að bókinni, en
umsagnirnar skrifa rúmlega fimmtíu manns og
skrifar hver um sína uppáhaldsá. Orri Vigfússon,
stofnandi og stjórnarformaður verndarsjóðsins,
segist afar stoltur af bókinni, sem er unnin að
nánast öllu leyti í sjálfboðavinnu. Allur ágóði sem
hlýst af bókinni mun einnig renna beint í sjóðinn.
„Atlantshafslaxinn er alveg einstakur,“ segir Orri.
„Þegar hann nær ákveðinni stærð yfirgefur hann
sína heimaá, heldur til sjávar og er þar í eitt til
fimm ár. Að því loknu finnur hann sína heimaá
aftur.“
Orri, sem er mikill laxveiðimaður, kom verndar-
sjóðnum á fót árið 1989, þegar honum þótti útlitið
afar slæmt fyrir stofninn sökum ofveiði. Aðferðin
sem sjóðurinn notar þótti nýstárleg á sínum tíma,
en þar er sjómönnum og öðrum veiðimönnum greitt
sérstaklega fyrir að veiða laxinn ekki.
Að sögn Orra hefur þessi aðferð skilað því að
laxastofninn er nú aftur kominn í þokkalegt horf, og
lítur út fyrir að staðan batni á næstu árum.
Um 760 manns bíða
eftir félagslegu húsnæði í Reykja-
víkurborg, að sögn Jórunnar Frí-
mannsdóttur, formanns velferðar-
ráðs. Hún segir ástandið
óviðunandi. „Þegar biðlistinn er
svona langur er ljóst að margir
eru í vanda. Staðan er bara þannig
að við höfum ekki húsnæði til að
koma til móts við allt þetta fólk.“
Reykjavíkurborg á um 1.890
félagslegar íbúðir, en núverandi
meirihluti stefnir að því að fjölga
þeim um hundrað á ári og eiga þær
að vera um 2.200 í lok þessa kjör-
tímabils.
„Engu að síður sjáum við ekki að
við náum að leysa vandann með
þessu,“ segir Jórunn, sem situr í
nefnd sem félagsmálaráðherra
skipaði í ágúst. Nefnd þeirri er
meðal annars ætlað að móta til-
lögur til að efla hinn félagslega þátt
húsnæðislánakerfisins og tryggja
fátæku fólki aðgengi að lánsfé.
„Það þarf að skoða hvað veldur
þessum vanda og það er auðvitað
helst gríðarleg hækkun á leigu á
almennum markaði.
Svo má nefna að fólk eignast
ekki lengur hlut í félagslegum
íbúðum sem það leigir, eins og var
til dæmis með verkamannabústað-
ina gömlu.“
Jórunn segir neyðina ráða för
þegar umsækjendur um félags-
legar íbúðir séu metnir. Þannig
gangi þeir fyrir sem séu á götunni
og eigi enga fjölskyldu að leita til.
Fólk með börn fái einnig flýtimeð-
ferð. Hún getur ekki svarað hversu
lengi meðalmaður þurfi að bíða.
Í félagsmálaráðuneytinu var
heldur engar upplýsingar að finna
um meðalbiðtíma eftir íbúð. Þær
tölur verða birtar á næstunni, því
fyrrgreind nefnd á að skila niður-
stöðum fyrir 1. nóvember.
Um 760 manns bíða
félagslegs húsnæðis
Ástand sem ekki verður við unað, segir formaður velferðarráðs Reykjavíkur.
Um 1.890 félagslegar íbúðir í borginni og verða 2.200 í lok kjörtímabils.
Karlmaður um tvítugt
slasaðist alvarlega þegar bíll hans
fór út af veginum skammt frá
bænum Klukkufelli í Reykhóla-
sveit í gærkvöld. Þyrla Land-
helgisgæslunnar sótti manninn á
staðinn og var hann fluttur á
slysadeild Landspítalans í
Fossvogi.
Maðurinn var einn í bílnum
þegar slysið varð. Tildrög þess
eru ókunn en vegurinn var
blautur. Tveir læknar, hjúkrunar-
fólk og björgunarsveitarmenn,
auk lögreglunnar í Búðardal,
hlúðu að manninum þar til þyrlan
kom á vettvang. Hinn slasaði
liggur á gjörgæsludeild en ekki
fengust nánari upplýsingar um
líðan hans í gærkvöldi.
Mikið slasaður
eftir útafakstur