Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 58
ATH kl. 22.15 Í djassþættinum Fimmfjórðu á Rás 1 í kvöld má heyra upptökur frá tónleikum „Straight-Ahead“ kvartettsins á djassklúbbnum Múlanum hinn 5. sept sl. Kvartettinn er skipaður gítarleikurunum Andrési Þór Gunnlaugssyni og Jóni Páli Bjarnasyni, bassaleikaranum Þorgrími Jónssyni og trommuleikaranum Einari Val Scheving. Á efnisskrá eru söngdansar og djassklassík eftir Cole Porter, George Gershwin, Charlie Parker o.fl. Umsjónarmaður er Lana Kolbrún Eddudóttir. Nýir leiknir þættir í röð um íslenskan heim, íslenskar aðstæð- ur, hljóta að vekja eftirtekt sjón- varpsáhorfenda. Þegar ljóst er að þungi í innlendri framleiðslu hjá Ríkissjónvarpinu verður á ódýr- ari studíóþætti eftir reyndum formúlum, ætti keppinauturinn (sem reyndar gefur út blaðið sem þú heldur nú á) að reyna eitthvað annað. Á sunnudag var fyrsti þátturinn af Næturvaktinni sýndur áskrifendum Stöðvar 2. Næturvaktin er hálftíma leiknir þættir. Vandað er til fram- leiðslunnar í alla staði þótt tæp- lega sé hægt að kalla röðina sitkom (situation comedy er það kallað á ensku). En varla er hægt að kalla þættina því nafni, þeir eru afleidd framleiðsla af gömlum stofni en svipaða til- hneigingu hefur mátt sjá víða í nágrannalöndum okkar. Allar aðalpersónur sem voru kynntar á sunnudag eru annað og meira en skopfígúrur, þótt sum atvikin ættu að vera skopleg. Yfirbragðið er annað: rannsókn á ólíkum persónum – þetta er nánast drama. Víst þekkjum við mörg hin miðaldra nöldursegg og ofbeldismann sérsettra regla á vinnustöðum. Gervi Jóns Gnarr var að vísu nokkuð kunnuglegt úr spjaldskrá hans yfir ólíkar persónur sem hann hefur smíðað á liðnum áratug. Eins eru þættir úr hinum vongóða poppara kunnuglegir í túlkun Péturs. Það er helst nýliðinn sem er óráðin stærð í þessu mengi. Nú er allt of snemmt að segja hvernig þetta tekst til – við sáum aðeins inngang á sunnudag og vitum raunar ekki mjög mikið. En allt var þetta vel gert, lýsing og taka til fyrir- myndar, hljóð afbragð, leikur látlaus og á alvarlegum nótum þar sem áhorfandanum var gefið gott rými fyrir sitt innlegg, sína móttöku. Útlit er gráðu hærra en mátt hefur sjá í íslensku efni og er nóg að minna á þann kröfulitla umbúnað sem Spaugstofan sættir sig við á móti glæsilegu útliti, til dæmis á Stelpunum. Nú er bara að sjá hvernig þetta þróast. Það er engin ástæða til að fá stjörnur í augun en það sem komið er býður manni í grun að Næturvaktin sæti verulegum tíðindum í framþróun íslensks sjónvarpsefnis og sýni með skýr- um hætti að Ragnar Bragason ætlar að halda áfram að ná tökum á hinum erfiða miðli sögulistar á tjaldi og skjá. Vinna að næturlagi Á föstudagskvöldið er frum- sýning í Þjóðleikhúsinu í Kassanum við Lindargötu á nýju verki eftir Bjarna Jónsson. Óhapp kallar hann verkið og það gerist í samtíma okkar, á heimili ungra hjóna. Óhapp! er þriðja verk Bjarna Jónssonar sem Þjóðleikhúsið setur upp en fyrr voru sýnd Kaffi og Vegurinn brennur. Bjarni vakti fyrst athygli sem leikskáld þegar hann vann til verðlauna í leikverka- samkeppni Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins fyrir hartnær átján árum. Hann var þá ungur maður frá Akranesi en hann hefur einnig samið verk fyrir heimamenn þar. Hann sótti menntun í leikhúsfræðum til Þýska- lands og hefur frá því hann sneri heim snemma á tíunda áratugnum starfað að list sinni, bæði sem þýðandi úr þýsku og sem höfundur leikgerða bæði fyrir svið og hljóðvarp. Hann hefur þýtt fjölda verka fyrir svið, þar á meðal eftir Thomas Bernhard, Mark Ravenhill, Tennessee Williams, Goethe og David Giselmann. Hann hefur einnig þýtt nokkrar skáldsögur úr þýsku og ensku, þar á meðal hina stóru sögu Gunthers Grass, Blikk- trommuna. Hann vann leikgerðir eftir sögum Böðvars Guðmunds- sonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, fyrir Borgarleikhúsið og verkin Sölumaður deyr eftir Arthur Miller og Ævinlega eftir samnefndri sögu Guðbergs Bergssonar fyrir Útvarps- leikhúsið, auk verðlaunaðra leik- gerða eftir Íslenskum aðli og sögu Gyrðis Elíassonar, Svefnhjólinu, sem hann vann með Múm og hlaut fyrir verðlaun Norrænna útvarps- stöðva 2004. Bjarni situr í stjórn LOKAL, nýrrar alþjóðlegrar leik- listarhátíðar sem nú er í start- holunum. Óhapp! er óvanalegt stofudrama þar sem ólíkir heimar skarast en Bjarni hefur í verkum sínum notað það form sem hann sprengir upp á sinn hátt. Við lítum inn til ungra hjóna sem glíma við fortíðina og hvort annað, kennaraverkfall setur óvænt strik í reikning sjónvarpsstjarna, sálfræð- ingurinn leggur línurnar og kokkur- inn töfrar fram unaðslegt lamba- kjöt. Hér er á ferðinni „heimilisleg“ umfjöllun um þjóðfélag sem er á kafi í sjálfu sér og ósköp kunnuglegt fólk sem er ekki allt sem það sýnist. Bjarni segir þetta tilraun til að henda reiður á hvað er að gerast fyrir augum okkar: „Hvað er í veruleikanum sem oft er eins og sýndarveruleiki og hvernig brýr eru milli tveggja heima. Ég vil kanna hvernig leikhúsið getur skýrt þessa heima fyrir okkur sem hið leikræna getur svo vel.“ Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson en um leikmynd og búninga sér Börkur Jónsson. Verkið gerist á smekklegu heimili þar sem innanstokksmunir eru frá Eirvík og BoConcept en það er tekið sérstak- lega fram í fréttatilkynningum Þjóðleikhússins og er ný stefna þar á bæ. Hljóðmynd gerir Frank Hall en ljósahönnun annast Lárus Björns- son. Meðal leikara í sýningunni eru Atli Rafn Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnars- dóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Efnt er til forsýninga á verkinu og er sú fyrri í kvöld, en frumsýning er sem fyrr segir á föstudag: hvað skyldi skáldið vilja okkur með spegilmyndinni sem þá verður brugðið upp? Gerðuberg hefur verið opið í sumar, eins og öll fyrri sumur frá því þessi merkilega menningarstofnun reis um leið og byggðin í Breiðholtinu. Gerðuberg er einstakt fyrirbæri í borgarsamfélaginu; ekkert hverfi í Reykjavík á sér aðra sambærilega stofnun. Og nú er nýr vetur fram undan. Haustdagskráin hefst með pompi og prakt næsta laugardag, 22. september. Þá verða opnaðar tvær sýningar; Handverkshefð í hönnun í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handverk og hönnun, og í Boganum mun Guðmunda S. Gunnarsdóttir opna sýninguna Úr ríki náttúrunnar. Á sýningunni Handverkshefð í hönnun sýna 34 hönnuðir, lista- og handverksfólk verk sem öll hafa með einhverjum hætti tengingu við hefðir í íslensku handverki. Á sama degi verður opnuð sýning undir sama nafni í Norræna húsinu en þar má sjá verk nemenda á öllum skólastigum. Sýningarnar eru haldnar í tilefni af Norrænu heimilisiðnaðarþingi sem haldið verður dagana 26.-30. september á Grand hótel í Reykjavík en um það má frekar fræðast á vef félagsins: www.heimilisidnadur.is. Á fyrstu sýningu haustsins í Boganum sýnir Guðmunda S. Gunnarsdóttir alþýðulistakona málverk og myndverk úr rekaviði og steinum og ber sýningin yfirskriftina Úr ríki náttúr- unnar. Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? er yfirskrift tveggja námskeiða í prjóni sem boðið er upp á í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Þar gefst byrjendum og lengra komnum tækifæri til að læra að prjóna eftir kúnstarinnar reglum. Svo haldið sé áfram með þjóðlegar hefðir þá ber að geta þess að Kvæðamannafélagið Iðunn býður öllum, sem áhuga hafa, að koma og kveða í Gerðubergi. Fyrsta kvæðalagaæfingin fer fram miðvikudags- kvöldið 4. október kl. 20 og fyrsti fundurinn fer fram föstudagskvöldið 6. október kl. 20. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi félagsins geta kíkt á vefsíðuna www.rimur.is. Frönsk musett- og valssveifla í bland við heims- og djasstónlist mun hljóma á tónleikum hjá Tríói Vadims Fedorov 17. október. Tríóið skipa Vadim Fedorov á harmoniku, Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Á Degi hljóðfærisins mun fiðlan ráða ríkjum en dagskráin er að venju sett upp í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna. Lands- lið fiðluleikara býður upp á fjölbreytta og metnaðar- fulla dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um miðjan nóvember tekur við önnur sýning í Bog- anum en þá mun Þorgrímur Kristmundsson alþýðu- listamaður sýna landlagsmálverk sem hann hefur málað á síðustu árum. Í lok nóvember mun Sigrún Eldjárn sitja fyrir svör- um á Ritþingi Gerðubergs. Stjórnandi þingsins er Sigþrúður Gunnarsdóttir og í hlutverki spyrla eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Margrét Tryggvadóttir. Þá verður opnuð sýningin Allt í plati! þar sem börn og foreldrar fá að ganga inn í söguheim Sigrúnar. Sama dag verður opnuð hin árlega sýning, Þetta vilja börnin sjá!, þar sem sýndar verða myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komið hafa út á þessu ári og keppa þær um Dimmal- imm-verðlaunin sem afhent verða 6. desember. Átta ára skólabörnum verður boðið upp á leiðsögn um báðar sýningarnar ásamt spennandi dagskrá í sam- starfi við Borgarbókasafnið. Og þá er ekki allt upptal- ið sem verður í boði Gerðubergs til hátíða. Elísabet Bjarklind Þórisdóttir er forstöðukona Gerðubergs. Sýningar í Gerðubergi eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Gerðubergs, www.gerduberg.is - Haust í Gerðubergi Bláir skuggar SIGURÐUR FLOSASON TÓNLEIKAR FÍH salnum Rauðagerði Fös. 21. sept. kl. 20:30 Forsala: midi.is PÉTUR ÖSTLUND JÓN PÁLL BJARNASON ÞÓRIR BALDURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.