Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og land- búnaður séu fyrst og fremst höfuð- atvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnu- greinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á lands- byggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnu- greinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbún- aður þarf á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að lang- mestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauð- fjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir, heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræð- ingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðni- aukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóð- félaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávar- útvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í þágu unga fólksins og byggðanna Við tölum mikið um Darfur. En hvað vitum við? Oftast er sagt að þarna sé á ferðinni samfélag sem líður fyrir innbyrðis átök. Uppreisnarmenn herja á stjórnvöld, stjórnarher- inn ræðst á uppreisnarmenn. Raunveruleikinn er flóknari en þetta og oft ekki auðvelt að henda reiður á því hver berst við hvern. Upp á síðkastið eru það æ oftar ættbálkar sem eiga í höggi við aðra ættbálka; stríðsherra við annan stríðsherra. Átökin hafa breiðst út yfir landamæri og grafið undan stöðugleika heimshlutans. Og í Darfur er ekki síður við umhverfisvanda að glíma því átökin brutust út, að minnsta kosti að hluta til, vegna útbreiðslu eyðimarka og skorts á auðlindum, fyrst og fremst vatni. Ég er nýkominn úr vikulangri ferð til Darfur og nágrennis. Heimkominn hef ég skýra mynd af ástandinu. Það er engin ein lausn á deilunni. Taka verður tillit til allra orsaka ófriðarins, ef stilla á til friðar. Allt sem ég sá og heyrði sannfærði mig um að slíkt er mögulegt. Og verður að takast. Ég heimsótti El Salam- búðirnar utan við El Fasher, stærstu borg Darfur, sem hýsa 45 þúsund flóttamenn. Ég fann til með þeim. Ég skynjaði vonleysi þeirra og örvæntingu. Ég hitti börn sem þekkja ekkert nema líf í flóttamannabúðum. Ég hét því að við myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma á friði og hjálpa þeim að snúa aftur til heimahaganna. Við höfum stigið fyrsta skrefið í þá átt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gefið leyfi sitt fyrir að sendir verði 26 þúsund friðargæsluliðar til Darfur undir sameiginlegri forsjá Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins. Í ferð minni sá ég að undirbún- ingur að komu friðargæsluliðsins er í fullum gangi. Engin friðar- gæsla nær árangri ef enginn friður er til að gæta. Við þurfum að þrýsta af alefli á að pólitísk lausn náist einnig. Stjórn Ómars al-Bashirs í Khartoum ítrekaði skilyrðislaus- ar skuldbindingar sínar um að styðja friðargæslusveitina og taka þátt í friðarviðræðum. Við náðum samkomulagi um að viðræður hæfust í Líbýu 27. október undir sameiginlegri forystu Afríkusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Stjórnin staðfesti einnig fyrirheit sín um að hætta þegar í stað vopnavið- skiptum en það höfðu uppreisn- armenn gert í Arusha í síðasta mánuði. Því miður bárust hins vegar fréttir fljótlega eftir brottför mína um spennu, átök og sprengjuárásir í bænum Haskanita í norðurhluta Darfur. Það er mikilvægt að stríðandi fylkingar sýni stillingu og skapi frjóan jarðveg fyrir viðræður. Friðarsamkomulagið verður að skjóta djúpum rótum ef það á að vera varanlegt. Í Juba og el Fasher heyrði ég marga leggja áherslu á að raddir sem flestra fengju að heyrast; jafnt ætt- bálkahöfðingja, fulltrúa sjálf- stæðra stjórnmálaflokka, hópa kvenna og flóttamanna og embættismanna á staðnum og á landsvísu. Þörf er á samfélags- sáttmála til að tryggja frið. Ég hitti leiðtoga Líbýu, Muammar Gaddafi höfuðsmann, í tjaldi hans í Sirte. Hann bauðst rausnarlega til þess að hýsa friðarviðræðurnar og sannfærði mig um að hann myndi gera sitt besta til þess að árangur næðist. „Það er núna eða aldrei,“ sagði Líbíuleiðtoginn og mælti fyrir munn þeirra margra. Í heimsókninni voru mér sýndar vatnsveituframkvæmdir í Líbíu: hundruð kílómetra langar vatnsleiðslur sem flytja milljóna lítra ferskvatns um Sahara- eyðimörkina. Þetta er mögnuð sjón á þessum slóðum þar sem vatnsskortur er landlægur. Daginn áður hafði ég flogið yfir Tsjad-vatn – hið mikla stöðuvatn sem dregist hefur saman og er nú aðeins tíundi hluti af því sem það var. Þetta minnti á að framtíð þessa svæðis stendur og fellur að verulegu leyti með því að tryggður sé aðgangur að vatni. Í N’Djamena sagði Idriss Deby, forseti Tsjad, mér að án vatns yrði engin efnahagsleg þróun. Og án efnahagsþróunar, bætti hann við, myndu 250 þúsund flóttamenn frá Darfur í austurhluta Tsjad ekki eiga afturkvæmt heim. Öryggi og þróun, sagði hann, eru kvistar á sama meiði. Að þessu leyti, getur alþjóða samfélagið leikið stórt hlutverk. Öll rök hníga að því að leita þurfi heildstæðrar lausnar á deilunni í Darfur. Ófremdará- standið á sér margar orsakir. Við þurfum að glíma við þær allar: öryggi, stjórnmál, auðlindir, vatn, mannúðarmál og þróun. Það er að sönnu vandasamt að glíma við flókin vandmál. En við eigum engan annan kost til að ná varanlegri lausn. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Það sem ég sá í Darfur N ú hefur innsti koppur í búri bandarískra þjóðarhags- muna, sjálfur seðlabankastjórinn Alan Greenspan, gengið fram fyrir skjöldu og lýst innrás hinna stað- föstu þjóða í Írak undir forystu Bandaríkjamanna sem hreinni herför til að komast yfir olíuauð lands- ins. Stríð sem hafði að yfirvarpi hugsanleg gereyðingarvopn sem engin voru, og baráttu fyrir frelsun samfélags sem bjó við ára- tuga harðstjórn grimmdarseggs, átti sér aðrar orsakir. Ekki ger- eyðingarvopnin sem mest var látið með í langan tíma, ekki Sadd- am Hussein, fornvin gamalla og nýrri nýlenduríkja, þar á meðal Bandaríkjanna. Það var lagt í þá herför til að ná taki á auðlindum sem verða æ dýrmætari eftir því sem meira gengur á kunnar olíu- lindir heimsins og tryggja bandarískum auðfyrirtækjum skerf af skattpeningum almennings í Bandaríkjunum í nafni svokallaðrar „uppbyggingar“ eftir „sigurinn“. Fallegt er það. Hvar eru nú hinir áhyggjufullu og ábyrgu forystumenn þeirra afla sem hvað dyggilegast vörðu þennan gerning á sínum tíma? Hvenær hyggjast þeir ganga fram fyrir skjöldu og gangast við flónsku sinni og ábyrgð? Víst höfum við séð þá flóttalega til augnanna viðurkenna að þeir voru blekktir, en er það nóg? Hér á árum áður var talað hátt um uppgjör þeirra sem í blindni sinni trúðu á Sovétið í austri sem reyndist byggja á skipulagðri lygi. Fæstir þeirra höfðu andlegt þrek til að viðurkenna mistök sín og trúgirni meðan þeir lifðu. Núna stendur upp á þá sem hvað ákafastir voru í hrifningu sinni, nánast trúarlega bernskri, á annarri þjóðfélagsumbyltingu austur í Kína sem var ekki síður blóðug, að strjúka af sínum borðum. Hljótt hefur verið um þá í langan tíma enda eru þeir orðnir fullorðnir menn og tími trúarhitans þeim gleymdur, enda nógu langt liðið. Hverjir voru það sem heimtuðu hæst að þessir hópar gerðu hreint fyrir sínum dyrum? Þeir hinir sömu – kónarnir sem í fullkominni blindni eltu Blair og Bush út í grimmdarlegt innrásarstríð – bara fyrir örfáum misserum og hvar eru þeir nú? Er gamla margnýtta ábyrgðin núna komin í geymslu? Passar ekki að taka svolítið til í samviskunni – fægja sómann – eða þarf þess ekki? Er traustið á gleymsku almennings svo sterkt? Ekki geta menn skotið sér á bak við að vanþekkingin hafi verið svo alger um erindi breskra og bandarískra herja á slóðum olíu- ríkustu landa veraldar – nema þýlyndið hafi verið slíkt að fylgis- sveinadeildinni – fyrirgefið þar voru konur líka sem börðu sér á brjóst – hafi bara þótt það í himnalagi að ráðist væri á lönd hinna fornu Persa og það frá þeim tekið sem var þeirra – þetta eru jú bara arabar – undir allt öðru yfirskini. Það verður jú að tryggja áfram lágt bensínverð í samfélögum vestrænna ríkja þó í tönkun- um sé þykkt blóðlag í botnfylli og tættir líkamar. Hrakfarir vestrænna innrásarherja í Írak eru ógurlegar og afleiðingar þessa feigðarflans eiga eftir að setja svip sinn á heim- inn um langan aldur. Að ekki sé talað um þær hörmungar sem það hefur þegar leitt yfir samfélög þar eystra. Allt hefur þetta gerst í sjálfskipaðri blindni og fylgispekt sem færa verður í annála. Er nema von að fylgissveitin skammist sín og þegi á sínum sakamannabekk. Ef harðnar á sinni má biðja um náð og fyrirgefningu drottins hinna kristnu – ef hald er í því kvaki. Feigðarflan í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.