Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 25
Hún ber nafnið Sóley með réttu; komin af grasalæknum og knúin köllun til að finna náttúrunni farveg í betri heilsu mannfólksins. „Ætli áhuginn liggi ekki í genun- um. Ég er komin af miklum grasa- læknum og síðan ég var lítil hefur hugur minn leitað í átt til grasa- lækninga og lækningajurta,“ segir leikkonan Sóley Elíasdóttir sem nú stefnir á BS-gráðu frá enskum grasalækningaskóla á sama tíma og hún sýður eigin grös til fram- leiðslu græðandi smyrsla. „Á unglingsárum stefndi ég á lyfjafræði en svo tók leiklistin mig heljartökum. Í dag langar mig alls ekki í kemíska lyfjafræði heldur vil tína mín eigin fjallagrös því náttúran hefur öll svörin,“ segir Sóley sem styðst við gamlar uppskriftir frá langafa sínum, Erlingi grasalækni, og langalang- ömmu sinni, Grasa-Þórunni. „Öll grös og jurtir sem ég nota í smyrslin tíni ég í skógi Snorra- staðalands í Árnessýslu, en þar er umhverfið hreint, ómengað og líf- rænt. Það er svo hægt að tína grös hvar sem er, en þar sem ég bý í Hafnarfirði í námunda við álver vil ég ekki taka jurtir úr hafn- firskri náttúru,“ segir Sóley, en uppskriftir grasameðalanna hafa gengið frá manni til manns í fjöl- skyldu hennar áratugum saman. „Frændfólk mitt er margt mikl- ir grasalæknar og ömmusystur mína, Ástu Erlingsdóttur, þekkja allir. Þessi gen eru mjög sterk í mér, ég upplifi þetta sem köllun og í draumum vitja mín aðilar sem segja hvað ég þarf að gera,“ segir Sóley sem árum saman hefur búið til eigin grasameðul sem hún hefur gefið vinum og ættingjum. „Mér fannst kominn tími til að leyfa almenningi að njóta þess- ara kraftaverka og stofnaði í sumar fyrirtækið Sóley – grös og heilsa. Í gær komu fyrstu vör- urnar á markað í Heilsuhúsinu, en það eru smyrslin Græðir og Kisstu mig, með einföldu i-i vegna þess að ég hugsa þessi krem lengra en á Íslandsmarkað. Þetta eru stórkostlegar vörur með alhliða græðandi virkni á brunasár, exem, útbrot, rassa- bruna á börnum, harða hæla, hvers kyns þurrk og húðhreistur. Þær virka strax og gera undra- verð kraftaverk á til dæmis bruna. Kisstu mig er frunsu- og gyllinæðarkrem sem hefur verið notað öldum saman og útrýmir frunsum um leið og þær koma,“ segir Sóley, en nafn hennar vísar til blómaættar með mikinn lækn- ingarmátt. „Mér finnst dásamlegt að vera úti og tína jurtir. Leiklistin verður að bíða. Ég finn enga köllun til að fara á svið. Ég hef verið föst í leik- húsinu í fjórtán ár og átt fjóra krakka í leiðinni. Leikhússtarfið er ekki fjölskylduvænt en grasa- lækningar sameina fjölskylduna. Það má vel sinna börnum sam- hliða slíkum heimilisiðnaði,“ segir Sóley hamingjusöm, þar sem hún sýður jurtir sem hún er að prófa fyrir ný grasasmyrsl. „Ég er að búa til handáburð og andlitskrem, en Græðir og Kisstu mig eru meiri lækningakrem. Ég nota eingöngu lífræn krem sem ég hef soðið sjálf fyrir sjálfa mig og hef aldrei verið betri í húð- inni,“ segir Sóley brosandi og heil- brigðið uppmálað. Grösin eru í genunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.