Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 63

Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 63
Hljómsveitin Sign hitar upp fyrir bandarísku rokksveitina Skid Row á tónleikaferð hennar um Bretland í nóvember. Sveitirnar spila á tólf tónleikum og verða þeir fyrstu í London 13. nóvember. „Ég er búinn að vera aðdáandi síðan ég var þriggja ára. Þá byrj- aði ég að hlusta á Skid Row þegar ég fór að stelast í plötusafnið hjá eldri frænda mínum,“ segir Ragn- ar Sólberg, söngvari Sign. „Þetta er algjör draumur að rætast. Ég er eiginlega ekki alveg búinn að kaupa konseptið.“ Sign endurgerði lag sveitarinn- ar, Youth Gone Wild, fyrir safndisk á vegum tímaritsins Kerrang! sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir það fór boltinn að rúlla. „Þeir voru að fara að túra í Englandi og við ákváðum að spyrja hvort við mætt- um fara með. Þeir hlustuðu á plöt- una okkar og heyrðu „cover-ið“ og leist svona vel á og buðu okkur að koma með,“ segir hann. „Ég held að þetta verði alveg geðveikt. Við eigum eftir að eignast fullt af nýjum aðdáendum á þessu.“ Skid Row, sem gerði garðinn frægan undir lok níunda áratugar- ins, hefur selt um tuttugu milljónir platna. Sveitin hefur gengið í gegn- um töluverðar breytingar á undan- förnum árum og skartar nýjum söngvara í stað Sebastians Bach og nýjum trommara. Sign er um þessar mundir að ljúka við sína nýjustu plötu sem hefur fengið nafnið The Hope. Ragnar er á leiðinni í hljóðver á næstunni til að taka upp sönginn á plötunni með aðstoð Ken Thomas, sem hefur starfað náið með Sigur Rós um árin. Aðdáandi frá þriggja ára aldri Leikkonan Julianne Moore hefur skrifað barnabók um litla rauð- hærða, freknótta stúlku sem er lögð í einelti. Bókin er byggð á æsku Moore, sem er sjálf rauð- hærð og freknótt. Kvalarar litlu stúlkunnar stríða henni svo mjög að hún ákveður að ganga með lambhúshettu í skólanum, áður en hún áttar sig á því að það er allt í lagi að vera öðruvísi, þar sem það séu hvort eð er allir. Bókin hefur hlotið nafnið Freckleface Straw- berry, sem útleggst um það bil „Freknufés jarðarber“ á íslensku. Moore hefur látið uppi að sumar setninganna sem stúlkan þarf að hlýða á eru teknar úr hennar eigin minningabanka. „Stór hluti bókar- innar byggir á minni eigin reynslu,“ segir Moore. Bókin kemur út í næstu viku. Moore gefur út bók SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.