Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 34
 18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar2 ÍLandssambandi hestamannafélaga, LH, eru 46 félög sem eru dreifð um allt land. Skráðir félagar í hestamannafé-lögum eru yfir tólf þúsund. Kannanir hafa leitt í ljós að yfir þrjátíu þúsund Íslendingar stunda hestaíþróttir (út- reiðar) að staðaldri hér á landi. Hestaíþróttin er bæði almenn- ings- og keppnisíþrótt. Undir almenningsíþróttina falla útreið- ar, sem að stórum hluta fara fram á tilbúnum reiðvegum, en keppnisíþróttin fer fram á keppnisvöllum hestamannafélag- anna. Hestaíþróttin hefur átt síauknum vinsældum að fagna síð- astliðin ár og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Landssam- band hestamannafélaga er í dag þriðja fjölmennasta sérsam- bandið innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, að- eins fótboltinn og golfið hafa fleiri iðkendur. Umgengni barna og unglinga við dýr er af hinu góða. Flest- ir eru sammála um að samvera fjölskyldunnar í hesthúsinu og við útreiðar hafi forvarnargildi hvað varðar vímuefnanotk- un unglinga. Hestamennskan hefur nefnilega þá sérstöðu að þrjár kynslóðir geta auðveldlega stundað hana saman sér til ánægju og heilsubótar; börnin, pabbarnir og mömmurnar, af- arnir og ömmurnar. Hestaíþróttin hefur einnig þá sérstöðu að vera ein af fáum íþróttagreinum þar sem konur og karlar keppa á jafnréttis- grunni í sömu keppnisflokkum. Hestaíþróttin er því jafnréttis- íþrótt í þeim skilningi. Jafnræðið meðal iðkenda er með mesta móti og kynferði eða aldur skiptir litlu. Þegar kemur að heimsmetum, þá getur fjórtán ára unglingur slegið gildandi heimsmet 55 ára manns á jafnræðisgrunni. LH hefur nú ákveðið í samvinnu við Fréttablaðið að gefa út sérblað um hestamennsku og dreifa því einu sinni í mán- uði með þessu víðlesnasta dagblaði landsins. Ég er ekki í nein- um vafa um að þetta framtak á eftir að hafa jákvæð áhrif á ímynd hestaíþróttarinnar út á við og nýtast hestamönnum og hestamannafélögunum við að koma sjónarmiðum sínum og réttlætismálum á framfæri. Á því er full þörf. Málgagn hestamanna Haraldur Þórarinsson, bóndi á Laugardælum við Selfoss, er formaður Landssambands hestamannafélaga. Hann hefur skýra og ákveðna sýn á hvað LH stendur fyrir. „Markmið LH hefur frá stofn- un þess verið að stuðla að bættri meðferð hesta, ræktun íslenska hestsins og að efla reiðhesta- íþróttina. LH ber að gæta hags- muna félaganna og standa vörð um hestamennskuna sem menn- ingararf og lífsstíl. Frá upphafi hefur LH verið í nánu samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þessi samtök stóðu saman að fyrsta Landsmóti hestamanna 1950 og svo hefur verið síðan.“ HESTVÆN SVEITARFÉLÖG NÁ FORSKOTI Hver eru helstu baráttumál LH þessi misserin? „Stóru málin eru æskulýðs- málin, öryggismál og skipulags- og reiðvegamál, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Sem betur fer hefur okkur orðið verulega ágengt í reiðvegamálum og þar á Vega- gerðin stóran þátt. Hestamennsk- an er í svo örum vexti, bæði sem áhugamál og atvinnugrein. Nokk- ur sveitarfélög hafa sýnt fram- sýni; sjá hvaða verðmæti eru fólgin í því að skapa góða aðstöðu fyrir hestamennsku. Ég er viss um að þessi sveitarfélög munu hagnast á þessu til lengri tíma litið og ná ákveðnu forskoti í að laða til sín nýja íbúa.“ MENNTAMÁLIN Í MÓTUN „LH hefur skyldum að gegna gagnvart menntun og fræðslu í hestamannafélögunum, og grunn- og framhaldsskólum landsins. Allt frá því að ÍSÍ lagði til við sín sér- sambönd að þau létu búa til náms- efni fyrir sína íþróttagrein hefur LH unnið að því verkefni í sam- starfi við fagaðila. Haustið 2006 var sett á laggirnar námsbraut í hestamennsku við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, FSU, með full- tingi menntamálaráðuneytisins. Henni var strax vel tekið af nem- endum og þar eru nú 42 nemend- ur, 26 á fyrra ári og 16 á öðru ári. Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari FSU, telur námsbraut- ina góðan feng fyrir skólann. Í Fjölbrautaskóla Norðvesturlands á Sauðárkróki, FNV, hefur hesta- mennska verið valfag í allnokk- ur ár. Við vonumst til að það verði sett upp hestabraut í fleiri skól- um í náinni framtíð.“ ÆSKULÝÐSMÁLIN Á OKKAR KÖNNU Skarast þetta nám ekkert við nám í hestamennsku á Hólum og á Hvanneyri? „Nei, alls ekki. Námið í land- búnaðarskólunum er á háskóla- stigi og þar útskrifast tamninga- menn og reiðkennarar. Hlutverk LH er hins vegar að stuðla að námi fyrir börn og unglinga og hinn almenna hestamann. Þess má geta að LH, FSU og mennta- málaráðuneytið hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að komið verði á fót námi í hesta- fræðum sem er hliðstætt iðnnámi en þær hugmyndir eru enn þá á frumstigi. En þetta er bara fátt af mörgu, það eru mörg skemmtileg verkefni fram undan,“ segir Har- aldur Þórarinsson að lokum. Skemmtileg verkefni fram undan hjá LH Haraldur Þórarinsson Kennarar og nemendur á hestabraut FSU. Fremst: Magnús Lárusson, Hugrún Jóhannsdóttir, þá Sigurður Sigursveinsson skóla- meistari, Arndís Björk Brunjólfsdóttir, kennari við hestabraut FNV, og Freyja Hilmarsdóttir. MYND/JENS EINARSSON Það er ævinlega mikið stuð á uppskeruhátíð hestamanna og þar mætir fólk í sínu fínasta pússi, það gerir alla vega hin þekkta hestakona Sig- ríður Pjetursdóttir. MYND/HANNES SIGURJÓNSSON „Það er brýn nauðsyn að auka framlög til reiðvegagerðar veru- lega frá því sem nú er, annars gæti farið svo að takmarka verði um- ferð hesta á ákveðnum svæðum,“ segir Halldór H. Halldórsson, for- maður samgöngunefndar LH. Halldór segir að framlag rík- isins til reiðvegagerðar sé ekki í samræmi við þær tekjur sem hestatengd ferðaþjónusta afli ríkissjóði. „Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði komu 422 þúsund ferðamenn til Íslands í fyrra og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 460 þúsund á þessu ári. Rannsóknir Hagstofunnar og Ferðamálaráðs benda til að um 20 prósent ferðamanna sæki sér af- þreyingu í hestatengdri ferðaþjón- ustu. Miðað við tölur frá Hagstof- unni frá árinu 2001 um tekjur af hestatengdri ferðaþjónustu, sem þá voru sjö og hálfur milljarður, gætu þær verið um 14,3 milljarð- ar fyrir árið í ár. Á sama tíma er framlag til reið- vega 60 milljónir á ári næstu árin,“ segir Halldór. Takmörk á hestaumferð Uppskeruhátíð LH og Félags hrossabænda verður að venju haldin á Broadway og í þetta sinn laugardaginn 10. nóvember næstkom- andi. Veislustjóri verður hinn landskunni sjón- varpsmaður Gísli Einarsson sem eins og allir vita hefur sérstakan áhuga á landbúnaði og öllu sem þrífst í hinum dreifðari sveitum landsins. Hann mun því örugglega finna sam- hljóm með hestamönnum og kitla hláturtaug- ar þeirra. Að venju verður ræktunarmaður ársins út- nefndur og eftirfarandi knapaverðlaun verða veitt: Uppskeruhátíð 10. nóvember Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson sími: 512-5435 gsm. 822-5062 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: MATSEÐILL KVÖLDSINS Forréttur: Maríneraðir sjávarréttir á spjóti Aðalréttur: Kryddhjúpaður lamba- hryggvöðvi með fondant-kartöflum Eftirréttur: Tveggja laga súkkulaði- frauð með suðrænni berjasósu Miðaverð í mat og skemmtun er 6.900 kr. Miðaverð á dansleik 1.600 kr. Miða- og borðapantanir eru á Broadway í síma 533-1100 — og munið að fyrstir koma fyrstir fá! Íþróttaknapi ársins Gæðingaknapi ársins Kynbótaknapi ársins Skeiðknapi ársins Efnilegasti knapi ársins Knapi ársins Vilhjálmur Skúlason, varaformaður Landssambands hestamannafélaga. lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSTÍLL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.