Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 38
6 18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar Tveir af fræknari skeiðhestum á heimsmeistaramótum síðari ára eru ættaðir frá sama ræktanda, Bjarna Þorkelssyni á Þóroddsstöð- um. Kolbeinn frá Þóroddsstöðum, heimsmeistari í gæðingaskeiði og silfurhafi á HM í 250 m skeiði, er fæddur Bjarna, undan Nökkva frá Vestra-Geldingaholti, Anga syni frá Laugarvatni, og Gunni frá Þórodds- stöðum, Sifjar dóttur frá Laugar- vatni. Mjölnir frá Dalbæ, margfald- ur Norðurlanda- og heimsmeistari í 250 m skeiði og gæðingaskeiði, er undan Galdri frá Laugarvatni, syni Glímu frá Laugarvatni. Bjarni var ungur mikill skeiðáhugamaður og talinn einn besti skeiðknapi lands- ins. Skeiðgarpar Páll Stefánsson segir að sæðing- ar í íslenska hrossastofninum hafi sannað gildi sitt og eigi fullan rétt á sér. Sé sæði stóðhestanna gott séu miklar líkur á góðum árangri. Eftir byrjunarörðugleika náðist góður árangur í hrossasæðingum á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti og verðmætum upplýsingum um frjó- semi hrossa safnað. Eftir tveggja ára hlé fór Páll af stað aftur í sæð- ingar á vegum Dýralæknaþjónustu Suðurlands og tók sæði úr stóð- hestinum Stála frá Kjarri. Af 84 hryssum sem sæddar voru festu 70 fang, sem er 84,33 fyljun. Þar á meðal 11 hryssur af 14 sem höfðu ekki fyljast áður við hesti. Ljóst er að sæðingar eru árangursrík að- ferð til að fjölga afkvæmum góðra stóðhesta fram yfir það sem hægt er með „náttúrulegu“ aðferðinni. Sæðingar Íslenski hesturinn var mun stærri á land- námsöld en fyrr var talið, eða 145 til 159 cm á herðakamb. Bein hrossa sem fundist hafa í kumlum frá þeim tíma staðfesta það. Beinin staðfesta líka að spatt var til staðar í hestum forfeðranna og að griffilbein hafa kalkað við framleggi með tilheyrandi beinhnútum, hvort tveggja þekkt fótamein í íslensk- um hrossum nú til dags. Alvarlegar breyt- ingar fundust einnig í hryggjarliðum fjög- urra landnámshesta, sem bendir til að þeir hafi meiðst undan reiðveri. Þetta kom fram á málþingi sem Sögusetur íslenska hestsins stóð fyrir í ágúst síðastliðnum en það voru Sigríður Björnsdóttir dýralæknir og Ylva Telldahl, fornleifafræðingur og sérfræð- ingur í dýrabeinum, sem gerðu grein fyrir rannsóknum á beinum landnámshestanna. Íslenski hesturinn ekkert breyst FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is STOFNANIR: www.lhhestar.is www.holar.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.tumi.is www.dagur.biz www.austurkot.is www.urvalshestar.is www.horseexport.is www.diddi.is Heimasíður hrossabúa „Það er mikil tilhlökkun í Léttisfólki. Við erum búin að ganga með þessa reiðhöll í maganum í fimm til sex ár og nú loks hillir undir að hún verði tekin í notkun,“ segir Hólmgeir Valdi- marsson á Akureyri, sem situr í reiðhallar- nefnd Léttis. Reiðhöllin er fulleinangrað hús frá Límtré. Við teljum okkur gríðarlega heppin að hafa valið þennan framleiðanda, það hefur allt stað- ið eins og stafur á bók og húsið er bæði fallegt og vel smíðað. Höllin er 37x80 m og reiðsvæðið 30x70 m. Áhorfendasvæði er fyrir átta hundr- uð manns. Þá verður félagsheimilli á tveimur hæðum í öðrum enda hallarinnar, samkomusal- ur fyrir 120 manns á efri hæðinni og snyrting- ar og fleira á neðri hæðinni. „Kostnaður við húsið er kominn í 130 millj- ónir og við vonumst til að geta fullklárað það fyrir 160 milljónir. Við erum búin að setja á laggirnar markaðsnefnd, sem er komin á mikið flug. Það eru margar hugmyndir í píp- unum. Við erum þegar komin í viðræður við Verkmenntaskólann á Akureyri um hestabraut áþekka þeirri sem er í FSU á Selfossi. Ég veit að Sandra Marin verður fegin að komast inn í reiðhöllina en hún hefur séð um reiðkennslu á vegum Léttis undanfarin ár og kennt eftir knapamerkjakerfinu í tvö ár. Við reiknum með að taka höllina í notkun um ára- mótin, allt nema samkomusalinn. Höllin hefur ekki fengið nafn enn þá, það verður gott þegar það kemur,“ sagði Hólmgeir að lokum. Reiðhöll á Akureyri á lokastigi Reiðhöllin á Akureyri. MYND/HÓLMGEIR VALDIMARSSON Ljósmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð sem sýnir hest og knapa eins og þeir hafa væntanlega litið út á landnámsöld. Ein stærsta hestamiðstöð í einka- eign verður innan skamms tekin í gagnið á Skeiðvöllum í Lands- veit. Það er hinn kunni ræktunar- maður, knapi og landsliðseinvald- ur, Sigurður Sæmundsson, áður í Holtsmúla, sem er að byggja upp þennan glæsilega hestabú- garð ásamt Lisbeth konu sinni og bróður sínum Viðari Sæmunds- syni. Katrín Sigurðardóttir (Sæ- mundssonar) og maður hennar, Davíð Jónsson, munu einnig búa á Skeiðvöllum en Davíð verður bú- stjóri hestamiðstöðvarinnar. Á Skeiðvöllum eru þrjú íbúð- arhús, 38 hesta fullkomið hest- hús og 23x70 metra reiðhöll með áhorfendastæðum og veitinga- aðstöðu. Allar byggingarnar eru splunkunýjar, byggðar á þessu ári, og ekkert til sparað: Sjö fer- metra eins hesta stíur í hesthús- inu, hiti í gólfum, reiðhöllin ein- angruð og lýsingin af flottustu gerð. Að sögn Sigurðar er þetta ein- göngu „prívat“ aðstaða. Reiðhöll- in verður ekki leigð út til reið- kennslu eða sýninga, en þau ætla sjálf að halda sýningar fyrir gesti og fá reiðkennara, bæði innlenda og erlenda, til að vera með nám- skeið í reiðhöllinni. Landrými á Skeiðvöllum er 350 hektarar og þar verður áfram haldið þeirri hrossarækt sem stunduð var á Holtsmúla. „Það væri að sjálfsögðu alveg frábært að vera tvítugur núna og eiga eftir allan sinn knapa- og hestamannsferil í þessari að- stöðu. Engu að síður er þetta mjög spennandi. Við hlökkum til að taka inn hross og byrja að þjálfa,“ segir Sigurður Sæmundsson. Sæmundsson á Skeiðvöllum Sigurður Sæmundsson fyrir utan reiðhöllina á Skeiðvöllum. MYND/JENS EINARSSON M YN D /JEN S EIN A RSSO N Skeiðvellir í Landssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.