Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 38
6 18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar
Tveir af fræknari skeiðhestum á
heimsmeistaramótum síðari ára
eru ættaðir frá sama ræktanda,
Bjarna Þorkelssyni á Þóroddsstöð-
um. Kolbeinn frá Þóroddsstöðum,
heimsmeistari í gæðingaskeiði og
silfurhafi á HM í 250 m skeiði, er
fæddur Bjarna, undan Nökkva frá
Vestra-Geldingaholti, Anga syni frá
Laugarvatni, og Gunni frá Þórodds-
stöðum, Sifjar dóttur frá Laugar-
vatni. Mjölnir frá Dalbæ, margfald-
ur Norðurlanda- og heimsmeistari
í 250 m skeiði og gæðingaskeiði, er
undan Galdri frá Laugarvatni, syni
Glímu frá Laugarvatni. Bjarni var
ungur mikill skeiðáhugamaður og
talinn einn besti skeiðknapi lands-
ins.
Skeiðgarpar
Páll Stefánsson segir að sæðing-
ar í íslenska hrossastofninum hafi
sannað gildi sitt og eigi fullan rétt
á sér. Sé sæði stóðhestanna gott
séu miklar líkur á góðum árangri.
Eftir byrjunarörðugleika náðist
góður árangur í hrossasæðingum á
Sæðingastöðinni í Gunnarsholti og
verðmætum upplýsingum um frjó-
semi hrossa safnað. Eftir tveggja
ára hlé fór Páll af stað aftur í sæð-
ingar á vegum Dýralæknaþjónustu
Suðurlands og tók sæði úr stóð-
hestinum Stála frá Kjarri. Af 84
hryssum sem sæddar voru festu
70 fang, sem er 84,33 fyljun. Þar á
meðal 11 hryssur af 14 sem höfðu
ekki fyljast áður við hesti. Ljóst er
að sæðingar eru árangursrík að-
ferð til að fjölga afkvæmum góðra
stóðhesta fram yfir það sem hægt
er með „náttúrulegu“ aðferðinni.
Sæðingar
Íslenski hesturinn var mun stærri á land-
námsöld en fyrr var talið, eða 145 til 159 cm
á herðakamb. Bein hrossa sem fundist hafa í
kumlum frá þeim tíma staðfesta það. Beinin
staðfesta líka að spatt var til staðar í hestum
forfeðranna og að griffilbein hafa kalkað
við framleggi með tilheyrandi beinhnútum,
hvort tveggja þekkt fótamein í íslensk-
um hrossum nú til dags. Alvarlegar breyt-
ingar fundust einnig í hryggjarliðum fjög-
urra landnámshesta, sem bendir til að þeir
hafi meiðst undan reiðveri. Þetta kom fram
á málþingi sem Sögusetur íslenska hestsins
stóð fyrir í ágúst síðastliðnum en það voru
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir og Ylva
Telldahl, fornleifafræðingur og sérfræð-
ingur í dýrabeinum, sem gerðu grein fyrir
rannsóknum á beinum landnámshestanna.
Íslenski hesturinn ekkert breyst
FRÉTTAMIÐLAR:
www.eidfaxi.is
www.hestafrettir.is
www.847.is
STOFNANIR:
www.lhhestar.is
www.holar.is
www.worldfengur.is
www.tamningamenn.is
www.fhb.is
HROSSABÚ SÝNISHORN:
www.tumi.is
www.dagur.biz
www.austurkot.is
www.urvalshestar.is
www.horseexport.is
www.diddi.is
Heimasíður
hrossabúa
„Það er mikil tilhlökkun í Léttisfólki. Við erum
búin að ganga með þessa reiðhöll í maganum
í fimm til sex ár og nú loks hillir undir að hún
verði tekin í notkun,“ segir Hólmgeir Valdi-
marsson á Akureyri, sem situr í reiðhallar-
nefnd Léttis.
Reiðhöllin er fulleinangrað hús frá Límtré.
Við teljum okkur gríðarlega heppin að hafa
valið þennan framleiðanda, það hefur allt stað-
ið eins og stafur á bók og húsið er bæði fallegt
og vel smíðað. Höllin er 37x80 m og reiðsvæðið
30x70 m. Áhorfendasvæði er fyrir átta hundr-
uð manns. Þá verður félagsheimilli á tveimur
hæðum í öðrum enda hallarinnar, samkomusal-
ur fyrir 120 manns á efri hæðinni og snyrting-
ar og fleira á neðri hæðinni.
„Kostnaður við húsið er kominn í 130 millj-
ónir og við vonumst til að geta fullklárað það
fyrir 160 milljónir. Við erum búin að setja
á laggirnar markaðsnefnd, sem er komin á
mikið flug. Það eru margar hugmyndir í píp-
unum. Við erum þegar komin í viðræður við
Verkmenntaskólann á Akureyri um hestabraut
áþekka þeirri sem er í FSU á Selfossi.
Ég veit að Sandra Marin verður fegin að
komast inn í reiðhöllina en hún hefur séð um
reiðkennslu á vegum Léttis undanfarin ár og
kennt eftir knapamerkjakerfinu í tvö ár. Við
reiknum með að taka höllina í notkun um ára-
mótin, allt nema samkomusalinn. Höllin hefur
ekki fengið nafn enn þá, það verður gott þegar
það kemur,“ sagði Hólmgeir að lokum.
Reiðhöll á Akureyri á lokastigi
Reiðhöllin á Akureyri. MYND/HÓLMGEIR VALDIMARSSON
Ljósmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð
sem sýnir hest og knapa eins og þeir hafa
væntanlega litið út á landnámsöld.
Ein stærsta hestamiðstöð í einka-
eign verður innan skamms tekin
í gagnið á Skeiðvöllum í Lands-
veit. Það er hinn kunni ræktunar-
maður, knapi og landsliðseinvald-
ur, Sigurður Sæmundsson, áður
í Holtsmúla, sem er að byggja
upp þennan glæsilega hestabú-
garð ásamt Lisbeth konu sinni og
bróður sínum Viðari Sæmunds-
syni. Katrín Sigurðardóttir (Sæ-
mundssonar) og maður hennar,
Davíð Jónsson, munu einnig búa á
Skeiðvöllum en Davíð verður bú-
stjóri hestamiðstöðvarinnar.
Á Skeiðvöllum eru þrjú íbúð-
arhús, 38 hesta fullkomið hest-
hús og 23x70 metra reiðhöll með
áhorfendastæðum og veitinga-
aðstöðu. Allar byggingarnar eru
splunkunýjar, byggðar á þessu
ári, og ekkert til sparað: Sjö fer-
metra eins hesta stíur í hesthús-
inu, hiti í gólfum, reiðhöllin ein-
angruð og lýsingin af flottustu
gerð.
Að sögn Sigurðar er þetta ein-
göngu „prívat“ aðstaða. Reiðhöll-
in verður ekki leigð út til reið-
kennslu eða sýninga, en þau ætla
sjálf að halda sýningar fyrir gesti
og fá reiðkennara, bæði innlenda
og erlenda, til að vera með nám-
skeið í reiðhöllinni.
Landrými á Skeiðvöllum er 350
hektarar og þar verður áfram
haldið þeirri hrossarækt sem
stunduð var á Holtsmúla.
„Það væri að sjálfsögðu alveg
frábært að vera tvítugur núna
og eiga eftir allan sinn knapa-
og hestamannsferil í þessari að-
stöðu. Engu að síður er þetta mjög
spennandi. Við hlökkum til að
taka inn hross og byrja að þjálfa,“
segir Sigurður Sæmundsson.
Sæmundsson á Skeiðvöllum
Sigurður Sæmundsson fyrir utan reiðhöllina á Skeiðvöllum. MYND/JENS EINARSSON
M
YN
D
/JEN
S
EIN
A
RSSO
N
Skeiðvellir í Landssveit.