Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 14
Máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Keri, áður Olíufélaginu, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dala-Rafn er eina útgerðarfélagið sem krafist hefur skaðabóta vegna samráðs olíufélaganna. „Þetta kemur okkur á óvart,“ sagði Hlynur Halldórsson héraðsdóms- lögmaður, sem flutti málið fyrir hönd Dala-Rafns, eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Ker og Olís kröfðust frávísunar á málinu og á úrskurður héraðs- dóms aðeins við um þá kröfu. Skeljungur gerði ekki kröfu um frávísun en krafðist sýknu. Eftir stendur mál Dala-Rafns gegn Skeljungi en því hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. „Ég lít svo á að þegar verið er að vísa máli frá vegna vanreifunar, eins og gert er í þessu tilfelli, þá ætti að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Hörður F. Harðar- son lögmaður Skeljungs. Hann taldi skynsamlegast að krefjast ekki frávísunar heldur fá frekar efnislega niðurstöðu í málið eins fljótt og kostur er. „Það var mat mitt, og forsvarsmanna Skelj- ungs, að það væri ekki neinn grundvöllur fyrir málinu og því væri best að ljúka því.“ Mál Dala-Rafns byggir á því að samráð olíufélaganna, á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001, hafi leitt til þess að olíuvið- skipti hafi verið dýrari en þau hefðu verið ef fyrirtækin hefðu ekki haft með sér samráð. Í úrskurðinum er tekið fram að óljóst sé af málatilbúnaði Dala- Rafns hvort fyrir hendi sé „skil- yrði sameiginlegrar ábyrgðar“ af hálfu stefndu, Kers og Olís, um að þeir hafi valdið sama tjóni og Skeljungur, en Dala-Rafn átti fyrst og fremst í viðskiptum við Skeljung á fyrrnefndu tímabili. Krafa Dala-Rafns byggist á því að ábyrgðin sé sameiginleg þar sem öll félögin beri ábyrgðina á því að hafa haft samráð. „Við telj- um að félögin eigi að bera sam- eiginlega ábyrgð á tjóni sem er afleiðing samráðsins. Eðlilegur samkeppnismarkaður virkaði ekki í Vestmannaeyjum á þessum tíma frekar en annars staðar á Íslandi,“ sagði Hlynur. Dala-Rafn krafðist rúmlega 8,3 milljóna króna í bætur en krafan er byggð á samanburði á verði milli Íslands og Færeyja á þeim tíma er samráðið átti sér stað. „Við ætlum að fara vel yfir málið en mér finnst líklegt að við kærum þessa niðurstöðu til Hæstaréttar,“ sagði Hlynur. Samráðsmáli Dala- Rafns vísað frá dómi Máli útgerðafélagsins Dala-Rafns frá Vestamannaeyjum gegn olíufélögunum hefur verið vísað frá dómi. Kemur á óvart, segir Hlynur Halldórsson lögmaður Dala-Rafns. Ekki neinn grundvöllur fyrir málinu, segir lögmaður Skeljungs. Við teljum að félögin eigi að bera sameiginlega ábyrgð á tjóni sem er afleiðing samráðsins. F í t o n / S Í A Fyrstu tveir etanólbílar landsins eru til sýnis á bílasýn- ingu í Perlunni um helgina. Bílasýningin er í tengslum við ráðstefnuna Orkugjafar framtíðar- innar í samgöngum sem hefst á mánudaginn. Þau bifreiðaumboð sem bjóða upp á visthæfa bíla sýna þá á sýningunni. Síðasti sýningardagur er í dag. Útblástur koltvísýrings frá etanólbílum er um áttatíu prósentum minni en í venjulegum bensínbíl. Etanólbílar til sýnis í fyrsta sinn Búddamunkar í Búrma (Mjanmar) virðast vera að taka forystuna í fjöldamótmælum gegn herstjórninni, sem hefur ráðið lögum og lofum í landinu áratugum saman. Mótmælin hafa staðið yfir í nærri mánuð og eru þau fjölmennustu sem orðið hafa þar í háa herrans tíð. „Munkarnir eru eina von okkar núna, eins og þeir hafa alltaf verið í sögu Búrma,“ segir Hla Myint, 75 ára kennari. „Herstjórnin getur auðveldlega brotið á bak aftur mótmæli stúdenta og almennings. En ef munkarnir eru kúgaðir með ofbeldi hefur það venjulega í för með sér neikvæðar afleiðingar og frekari mótmæli.“ Munkarnir hafa krafist þess að herstjórnin biðjist afsökunar á að hafa barið hundruð munka sem tóku þátt í friðsamlegum mótmælum í Pakokko fyrir hálfum mánuði. Frestur, sem stjórnvöldum var gefinn, rann út í gær. Hafi afsökunarbeiðni ekki borist hóta munkarnir allsherjar mótmælum í dag. Þeir ætla að halda í mótmælagöngur frá klaustrunum, hætta öllum samskiptum við stjórnvöld og neita að þiggja ölmusu frá þeim − sem þykir afar niðurlægjandi fyrir stjórnvöld. „Það sem stjórnin gerði í Pakokko er ófyrirgefan- legt. Munkarnir eru reiðir,“ segir Zin Linn, upplýs- ingaráðherra í útlagastjórn Búrma, sem hefur aðsetur í Washington. „Það sem stendur upp úr eftir daginn er að stíflan virðist vera vel byggð,“ sagði Sigurður Arnalds, kynningastjóri Kára- hnjúkavirkjunar, eftir fyrsta dag tækniráðstefnu Landsvirkjunar um virkjunina. „Öll hegðun hennar er til fyrir- myndar. Hún hefur lítið sigið, steyptir flekar hafa lítið hreyfst og leki er sáralítill. Niðurstaðan er að vel hefur tekist til með hönnun og byggingu stíflunnar.“ Um 160 manns mættu á ráðstefn- una í gær. Páll Magnússon, stjórn- arformaður Landsvirkjunar, fjall- aði um mikilvægi framkvæmdanna fyrir efnahag landsins og hlýddu gestir á umfjöllun um hönnun stífl- unnar. Í dag verður meðal annars fjall- að um jarðgangagerð, umhverfis- vöktun og hvernig staðið hefur verið að kynningu á verkefninu. Ráðstefnan er opin öllum, en erind- in eru flutt á ensku. Kárahnjúkastífla er fjórða hæsta stífla sinnar tegundar í heiminum og er vatnsdýpið við stífluna um 180 metrar. Þá eru veðurfarslegar aðstæður á framkvæmdasvæðinu afar krefjandi. Hefur stíflan því vakið athygli í hinu alþjóðlega tæknisamfélagi og fær mikla umfjöllun á erlendum ráðstefnum og í fagtímaritum. Virkjun sem vekur athygli Borgaryfirvöld í Feneyjum vilja nú banna brúðkaupsgestum að kasta hrísgrjónum yfir nýgift brúð- hjón. Ástæðan er sú að dúfnafjöldinn í Feneyjum er orðinn svo mikill að til vandræða þykir horfa. Dúfnaskítur þekur fornfræg torg borgarinnar og gamlar styttur liggja undir skemmdum. Hrísgrjónum er að gömlum sið gjarnan kastað á brúðhjón til að óska þeim velfarnaðar og frjósemi, en aukaáhrif í Feneyj- um eru þau að dúfurnar dafna góðu lífi á því að gæða sér á grjónunum. Hrísgrjón ekki leyfð lengur „Við stóðum þarna og byrjuðum bara að spila og fylltum upp í eyðurnar eins og við gátum,“ segir Hrólfur Sæmundsson söngvari. Hrólfur, Hilmar Örn Agnarsson organisti og Jóhann Stefánsson trompetleikari voru staddir í dómkirkjunni í Berlín í mörg hundruð manna messu og hugðust flytja fjögur lög þegar organistinn forfallaðist fyrirvaralaust. „Kirkjuverðirnir komu til okkar og sögðu við okkur að við þyrftum bara að spila eitthvað. Þetta var ágætis æfing í nótna- lestri.“ Hrólfur segir þá hafa bætt við Ave María eftir Sigvalda Kaldalons og endað svo á Draumalandinu. Að sögn Hrólfs gekk messan ótrúlega vel og þeim var vel fagnað í lokin af mörg hundruð kirkjugestum. Björguðu messu í Berlín Leiðtogar Ísraela og Palestínumanna, sem sitja munu friðarráðstefnu í haust sem Bandaríkjamenn eru aðalhvata- mennirnir að baki, munu ekki leggja þar fram neinar tíma- mótatillögur. Frá þessu greindi ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert á sunnudag. Fulltrúar Palestínumanna brugðust strax við þessum orðum Olmerts með því að spyrja hvort það tæki því þá yfirleitt fyrir þá að sitja ráð- stefnuna. Ummælin koma fram fáeinum dögum áður en von er á Condo- leezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á vettvang til að undirbúa ráðstefnuna sem á að fara fram í nóvember. Olmert slær á framfaravonir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.