Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 6
Bera Kate og Gerry McCann ábyrgð á hvarfi dóttur sinnar, Madeleine McCann? Finnst þér starfsemin sem fer fram í Kolaportinu mikilvæg? Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT „Ég held að ekki sé hall- að á neinn þegar ég segi að þetta sé stærsti styrkur sem einstakl- ingur hefur varið í eitt verkefni, og svo sannarlega á sviði mennta- mála,“ segir Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík (HR). Svafa kynnti í gær, á níutíu ára afmælisdegi Viðskiptaráðs Íslands, nýjar leiðir í fjármögnun skólans til að tryggja honum sess meðal framsæknustu háskóla Evrópu. Þær miða að því að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að koma með beinum hætti að upp- byggingu skólans. Svafa greindi frá því í ávarpi á afmælisfundin- um að Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, muni leggja fram 1.000 milljónir króna sem hlutafé og framlag í Þróunarsjóð HR. „Hann leggur meira en áttatíu prósent af þessari upphæð í Þróunarsjóðinn sem mun leiða til þess að við byggjum upp innviði skólans. Hann er því ekki að styrkja byggingar heldur þekkingarþáttinn.“ Svafa segist vona að Róbert sé sá fyrsti til að slá tóninn og bindur miklar vonir við að fleiri aðilar viðskiptalífsins, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, sjái sér hag í því að koma með þeim í það verkefni að gera HR að leiðandi alþjóðlegum háskóla og brautryðjandi afli í rannsóknar- starfi og nýsköpun í kennslu og útrás Íslendinga á sviði menntun- ar. „HR er í rauninni skóli atvinnu- lífsins. Aðildarfélagar í ýmsum samtökum atvinnulífsins hafa verið okkur mjög hliðhollir í gegnum tíðina. Þetta er bara enn ein leið sem við erum að fara til að fá þá til stuðnings við okkur og þeir fá auðvitað að njóta ávinningsins.“ Svafa sagðist í ávarpi sínu von- ast til að sem flestir slægjust í hópinn og að sem flest íslensk fyrirtæki sæju kostina í því að auka samkeppnishæfni sinna starfsmanna með því að hafa hér skóla sem fólk geti stundað nám í samhliða starfi. „Þessu nýja fjármagni verður ekki varið í steinsteypu heldur þekkingu, rannsóknir og uppbyggingu á kennsluliði skólans.“ Leggur einn milljarð til Háskólans í Reykjavík Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, leggur einn milljarð króna sem hlutafé og framlag í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. Stærsti styrkur sem einstaklingur hefur varið í eitt verkefni segir Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þeir sem fara með völdin í þessum málaflokki gagnrýna lyfjaverð af því að það er vinsælt og sleppa um leið við að tala um það sem máli skiptir eins og vöxt útgjalda í heilbrigðiskerfinu almennt,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmda- stjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Samtökin segja margt í opinberri umræðu um lyfjaverð ekki standast skoðun og að órökstuddar fullyrðingar séu settar fram. Jakob Falur segir að til dæmis hafi hlutfall lyfja af opinberum heilbrigð- isútgjöldum lækkað undanfarin ár; úr rúmum níu prósentum árið 2000 í rúmlega sjö og hálft prósent árið 2005. Þá nemi lyf og lækningavörur í dag 1,2 prósentum af útgjöldum heimilanna og hafi lækkað síðustu ár en húsnæði, hiti, rafmagn, póstur og sími hafi hækkað. Jakob segir lyfjaverð á Íslandi sambærilegt og á hinum Norðurlönd- unum og telur að sameiginlegur lyfjamarkaður, líkt og heilbrigðisráð- herra vill taka upp, leiði ekki til verðlækkunar. „Ég held að verðið muni ekki lækka af því að það er nú þegar það sama og á hinum Norðurlöndun- um. Og á meðan Landspítalinn getur ekki greitt birgjum sínum fyrir lyf, ætti hann að eiga auðveldara með að greiða birgjum í öðrum löndum?“ Michael B. Mukasey, fyrrverandi dómari í New York, verður næsti dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, ef George W. Bush Bandaríkjaforseti fær vilja sínum framgengt á Bandaríkjaþingi. „Mukasey dómari sér skýrt þá hættu sem steðjar að þjóðinni,“ sagði Bush við athöfn í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann skýrði frá ákvörðun sinni. „Hann veit hvað þarf til að ná árangri í þessu stríði og hann kann að gera það þannig að það brjóti ekki í bága við lög okkar og stjórnarskrá.“ Mukasey hefur undanfarið verið dómsmálaráðgjafi Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York og núverandi keppanda í frambjóðendavali Repúblikana- flokksins fyrir forsetakosning- arnar haustið 2008. Um átján ára skeið var Mukasey dómari við alríkisdómstól í New York og kom það meðal annars í hans hlut að dæma Omar Abdel Rahman og El Sayyid Nosair í ævilangt fangelsi fyrir sprengju- árás á Tvíburaturnana í New York árið 1993. Mukasey tekur við af Alberto Gonzales, sem sagði af sér vegna harðrar gagnrýni sem hann hafði sætt fyrir embættisfærslur sínar. Bandaríkjaþing þarf þó að veita samþykki sitt áður en Mukasey getur tekið við starfinu. Mukasey í stað Gonzales Geislavirkt svæði við kjarnorkuverið í Chernobyl verður hulið stálkápu sem kemur í stað steypubyggingarinnar sem byggð var eftir kjarnorkuslysið 1986, samkvæmt fréttavef BBC. Að fimm árum liðnum, þegar kápan verður komin upp, geta yfirvöld byrjað að taka kjarna- ofninn í sundur. Áætlaður kostnaður er um fjörutíu milljarðar íslenskra króna. Forseti Úkraínu, Viktor Júst- sjenkó, fagnar áformunum. Hann segir nú fyrst hægt að horfast í augu við alþjóðasamfélagið og segja að fundist hafi lausn á vandanum. Kjarnorkuver klætt stálkápu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.