Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 4

Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 4
Það er hreinlega eins og ég hafi verið skorin upp og eitthvað tekið út úr mér. www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 3 89 96 0 9. 20 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum Stærsta einstaka ákvörð- un sem stjórnvöld standa frammi fyrir varðar framtíð krónunnar, að því er fram kom í máli Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskipta- ráðs, í níutíu ára afmæli samtak- anna í Salnum í Kópavogi í gær. „Á undanförnum misserum hefur peningahagstjórn ekki skilað þeim árangri sem henni er ætlað,“ segir Erlendur. Hann kveður ástæður þessa margþættar, en afleiðinguna sveiflukenndan gjaldmiðil og háa stýrivexti. „Til að skapa fyrir- tækjum stöðugt og hagfellt umhverfi er mikilvægt að gera hér bragarbót. Viðskiptaráð telur mikil- vægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu.“ Þótt ríkisstjórnin hafi lokið sínum fyrstu níutíu dögum við völd sé ekki þar með sagt að tónninn hafi verið sleginn í störfum hennar. „Ég tel að næstu níutíu dagar, upphaf þings og þau störf sem fram undan eru tengd því, muni gefa til kynna hvers megi vænta,“ segir formaður viðskiptaráðs. Viðskiptaráð gaf út í tilefni af afmælinu lista með níutíu tillögum sem miða að því að bæta sam- keppnishæfni landsins, við- skiptaumhverfi og framtíðarhorfur. Erlendur segist vonast til að listinn verði frjósamur jarðvegur nýrrar ríkisstjórnar sem með styrkum meirihluta hafi möguleika á að hrinda mikilvægum málum í framkvæmd. Gjaldmiðillinn er stærsta málið „Þrettándi ágúst er gæfudag- ur í mínu lífi,“ segir Fanney Sigur- jónsdóttir, sem þann dag fór 73 ára gömul aftur út á vinnumarkað- inn eftir meira en áratugs hlé. Fanney er einn margra nýrra starfsmanna sem svöruðu auglýs- ingu Nóatúnsverslananna sem óskuðu eftir fólki með lífsreynslu. Fyrir rúmum áratug þurfti Fann- ey að hætta að vinna vegna slitgigtar. Hún hafði um árabil rekið eigin snyrtistofu og sinnti síðar eldri borgurum í Skjóli. „Ég var komin með krepptar hendur og gafst bara upp en með tímanum og æfingum lagaðist ég,“ segir Fanney, sem síðan í ágúst hefur unnið í Nóatúni í Hamra- borg í Kópavogi. Þar raðar hún aðallega snyrtivörum í hillur og er þrjá daga í viku frá klukkan níu til tvö. Og stundum lengur því henni finnst svo gaman. „Á dauða mínum átti ég von frekar en að ég færi aftur að vinna 73 ára gömul. Fólkið hér er yndis- legt og ég hlakka til að vakna á hverjum morgni. Það er hreinlega eins og ég hafi verið skorin upp og eitthvað tekið úr mér. Ég get varla lýst því hvað ég er ánægð,“ segir Fanney til að lýsa þeirri gjör- breytingu sem orðið hefur á líðan hennar. Eftir nýlega lagabreytingu getur fólk sem er eldra en sjötíu ára nú unnið launavinnu án þess að lífeyrir þess skerðist á móti. Fanney telur að breytingin ætti að eiga við fleiri lífeyrisþega svo þeir gætu notið þess sama og hún. Hvað sjálfa sig varðar játar Fann- ey að hún sé komin í framtíðarstarf: „Ég verð hérna eins lengi og þeir vilja hafa mig. Og ég reikna með að þeir vilji hafa mig á meðan ég geri enga vitleysu.“ Guðríður H. Baldursdóttir, starfsmannastjóri hjá Kaupási, móðurfélagi Nóatúns, segir að þegar auglýst hafi verið eftir fólki með lífsreynslu hafi áhersla verið lögð á sveigjanlegan vinnutíma. Viðbrögðin hafi verið góð. Meðal þeirra sem hafi sótt um hafi nokkri verið á áttræðisaldri. „Við fengum fyrirspurnir frá fólki frá hálffimmtugu og yfir sjö- tugt. Sumir voru óöruggir og spurðu hvort þeir væru ekki allt of gamlir en okkar útgangspunkt- ur var að sníða þetta alveg að því sem fólkið sjálft hafði í huga. Þetta er fólk sem hefur ákveðinn þroska og það fylgir því ákveðið traust að leita til eldri starfsmanns. Og við- skiptavinirnir virðast kunna vel að meta það,“ segir Guðríður H. Baldursdóttir. Snýr aftur til vinnu á áttræðisaldrinum Fanney Sigurjónsdóttir er 73 ára og nýkomin aftur út á vinnumarkaðinn eftir meira en áratugs hlé og segist nú hlakka til að vakna á hverjum morgni. Ekki spillir fyrir að eftir lagabreytingu fær Fanney lífeyri sinn áfram óskertan. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heldur í opinbera heimsókn til Rúmeníu í dag, fyrstur íslenskra forseta. Með í för verða Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og fjölmenn viðskiptasendi- nefnd skipuð fulltrúum 25 fyrirtækja, og fleirum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Í ferðinni fundar forsetinn meðal annars með Traian Basescu, forseta Rúmeníu, og Calin Popescu, forsætisráðherra landsins. Hann opnar einnig viðskiptaráðstefnu þar sem fjallað verður um viðskipti Íslands og Rúmeníu. Ólafur Ragnar fer til Rúmeníu Litlu munaði að hægristjórnin í Grikklandi missti meirihluta sinn í þingkosningum á sunnudag. Stjórnarflokkurinn Nýtt lýðræði hlaut 41,8 prósent atkvæða og er nú með 152 þingmenn af 300, en stjórnarand- stöðuflokkur sósíalista, PASOK, hlaut 38,1 prósent atkvæða og 102 þingmenn. Costas Karamanlis forsætisráð- herra á erfitt verk fyrir höndum með þetta nauman meirihluta ætli hann að koma á umbótum í efnahagsmálum og menntamál- um, eins og stjórnin hefur lofað en mætt hefur harðri mótspyrnu í Grikklandi, meðal annars frá verkalýðsfélögum. Stjórnin sigraði naumlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur staðfest nýja aðalnámskrá framhaldsskóla. Í námskrána hefur verið bætt starfsnámi þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum. Þrjár nýjar námsbrautir verða til þegar námskráin tekur gildi; grunnnám, skrifstofubraut og verslunarbraut, undir nafni þjónustugreina. Samkvæmt tilkynningu á vef menntamála- ráðuneytisins tekur námskráin gildi í skólum frá og með skólaárinu 2007 til 2008 eftir því sem við verður komið, og að fullu innan þriggja ára. Staðfesti nýja aðalnámskrá Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hefur ritað heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra bréf með kröfu um skýringar á töfum og afstöðu ráðherra til samkomulags og framvindu framkvæmda vegna tafa á byggingu hjúkrunar- heimilis á Lýsislóð. Samkomulagið hljóðaði upp á að Seltjarnarnesbær legði til lóðina og greiði einnig tíu prósent af heildarkostnaði framkvæmdanna en ráðuneytið greiðir sjötíu prósent og Reykja- víkurborg greiðir tuttugu prósent. Framkvæmdirnar áttu að hefjast á næsta ári. Bæjarstjóri krefst skýringa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.