Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 10

Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 10
Ísland hefur nú um alllangt skeið verið í heimsforystu í nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa þegar kemur að húshitun og raforkunotkun heimila og iðnaðar, en Íslendingar eru aftur á móti orðnir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að orkunotkun í sam- göngum. Til að vekja athygli á þess- um vanda og varpa ljósi á leiðir til að bæta úr þessu stendur nú yfir í Reykjavík tveggja daga alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum. Ráðstefnan, sem fer fram undir ensku yfirskriftinni Driving Sustain- ability ´07, er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, ráðuneyta umhverfis- og samgöngumála, sænska sendiráðsins og fjölda fyrir- tækja, þar á meðal Olís og Brim- borgar sem standa saman að því að bjóða Íslendingum í fyrsta sinn upp á lífetanól og bíla sem ganga fyrir því umhverfisvæna eldsneyti. Meginboðskapurinn í þeim erindum sem flutt voru á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær var að þótt enn væri ekki fundin „hin endanlega lausn“ sem tekið gæti við af hinu kolefnaeldsneytisknúna samgöngukerfi nútímans þá væru nú þegar til lausnir sem, með tiltölulega litlum tilkostnaði og breytingum á þeim innviðum sem fyrir eru, væru samkeppnishæfar við bensín- og dísilknúna bíla. Þótt vissulega væri að sumu leyti sam- keppni milli þeirra tæknilegu lausna sem mögulegar eru, eins og milli etanól-, gas-, tvinn-, rafmagns- og vetnisbíla, þá hefði hver stuðning af hinum. Ekki væri ástæða til annars en nýta þær allar þótt ekki væri enn ljóst hver þeirra yrði ofan á í framtíðinni eða hvort einhver ein lausn yrði fyrir valinu. Það skýrðist ekki nema með reynslunni. Svíar hafa náð heimsforystu í að innleiða lífetanól-tæknina í bíla- flota sinn. Með því eldsneyti, sem framleitt er úr lífmassa sem til fellur í landbúnaði og er blandað saman við bensín (85 prósent etanól, 15 prósent bensín), minnkar koltvísýringslosun um allt að 80 prósent samanborið við bíl með hefðbundna bensínvél. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra sagði ríkisstjórnina vera að vinna að rammalöggjöf til að ýta undir aukna notkun umhverfis- vænna farartækja hérlendis. Óábyrgt að bíða með vistvænar lausnir Á ráðstefnu sem hófst í Reykjavík í gær kom fram að ekki aðeins væri ástæðu- laust heldur beinlínis óábyrgt að grípa ekki tafarlaust til aðgerða til að draga úr notkun kolefnaeldsneytis og losun koltvísýrings í samgöngum á Íslandi. Sími 590 5000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 1 0 2 Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes Benz með allt að 90% lánum á afar hagstæðum kjörum. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174 VW Touareg V8 bensín Skr. d. 16.4.2004 19" álfelgur, dráttarbeisli loftpúðafjöðrun, lykillaust aðgengi sóllúga, vindskeið, aurhlífar rafmangnsopnun á hlera leðurinnrétting, xenon-ljós Verð 4.950.000 kr. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 2006. 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 5. Breyting á samþykktum: Tillaga um að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta, að fjárhæð 292.000.000 kr. að nafnvirði á genginu 13,7 sem þegar hefur fengist áskrift fyrir. Það leiðir af tillögunni að hluthafar falla frá áskriftarrétti. 6. Breyting á samþykktum: Tillaga um að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta, að fjárhæð 230.000.000 kr. að nafnvirði á genginu 16,5 sem þegar hefur fengist áskrift fyrir. Það leiðir af tillögunni að hluthafar falla frá áskriftarrétti. 7. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. miðvikudaginn 28. febrúar nk. á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sal G. Fundurinn hefst kl. 16.00. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 2006. Auglýsingasími – Mest lesið Fangi á Litla-Hrauni var í gær sýknaður af ákæru fyrir að hafa í fórum sínum steralyf og fleiri efni. Héraðsdómur Suður- lands taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á að maðurinn hefði átt hátalara, sem efnin fundust í og var í fanga- klefa mannsins. Þegar leitað var í klefa mannsins fundust um hundrað töflur og tvö glerhylki af steralyfi í hátalarakassa við hliðina á sjónvarpi. Maðurinn sagðist ekkert kannast við efnin í hátalaranum, og sagði að annar maður hefði gefið sér boxið þegar hann yfirgaf fangelsið. Sýknaður af steraákæru Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, segir enga hættu á því að Lúkasarmálið þvælist um í kerfinu. „Lögreglustjórar geta útkljáð það sín á milli, hvar er heppilegast að mál séu rannsökuð. Þetta mál fer því alls ekki í einhvern stjórn- lausan sendingaferil á milli emb- ætta. Væntanlega hefur hann [Sýslumaðurinn á Akureyri] samband við það embætti þar sem hann telur eðlilegast að rannsóknin fari fram,“ segir Jón. Fram hefur komið að sýslu- maðurinn á Akureyri hefur fengið til meðferðar kæru Helga Rafns Brynjarssonar, áður meints hunda- drápara. Sýslumaður efast um að málið eigi heima fyrir norðan og kveður brotin tvö aðgreind. Helgi Rafn býr á Seltjarnarnesi, brotin voru framin á netinu og ein- ungis hluti þeirra með norðlensk- um lyklaborðum. Aðstoðarlögreglustjóri segir hins vegar að Lúkasarmálið hafi verið sent til meðferðar Sýslumannsins á Akureyri, því allar upplýsingar um upprunalega atburðinn voru þar. Hann segir ljóst að um aðskild mál sé að ræða. „Þetta meinta hundsdráp var hins vegar tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri og þar fór fram rannsókn á því hver hefði sagt hvað og svo framvegis. Til dæmis eru þar upplýsingar um hver hafi komið þessum röngu upplýsingum af stað.“ Lúkas ekki í stjórnlausan feril

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.