Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 11
Þýskur erkibiskup hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að hann lýsti því yfir að hluti nútímalistar væri úrkynjaður. Er nasistar voru við stjórn í Þýskalandi notuðu þeir sama orð í ofsóknum sínum gegn listamönn- um og þess vegna hefur biskupinn verið harðlega gagnrýndur fyrir orðaval sitt. „Ég hélt að þetta væri liðin tíð en síðan notar hátt setur meðlimur kaþólsku kirkjunnar þetta orð,“ sagði Michael Vesper, fyrrum ráðherra í Þýskalandi. Talsmaður biskupsins segir að hann hafi ekki ætlað að heiðra gamla hugmynda- fræði með ummælum sínum. Sagði nútíma- list úrkynjaða „Þetta voru okkar réttir,“ segir Páll Marvin Jónsson, sjávar- líffræðingur í Heimaey, um sér- stæða smalamennsku Eyjamanna í gærmorgun. Tildrögin voru þau að tvær andarnefjur höfðu svamlað í höfninni í um tvo sólarhringa. Páll segir andarnefjurnar aðal- lega nota hljóð til að rata um höfin og bergmálið í höfninni í Vest- mannaeyjum hafi líkast til ruglað þær í ríminu. „Þær voru orðnar dauðuppgefnar og líklegt að þær hefðu drepist úr hungri ef þeim hefði ekki verið leiðbeint út,“ segir Páll en andarnefjur lifa aðallega á smokkfiski. Til þess að smala þeim úr höfninni voru notaðir fimm bátar. Páll segir smalamenn fyrst hafa keyrt skrúf- ur bátanna hratt fram og aftur til að koma hvölunum af stað. Í fyrstu hafi þeir virst hafa gaman af rótinu sem skrúfurnar framkölluðu. Þá hafi smalar látið öllum illum látum til að koma dýrunum í skilning um að þau ættu að koma sér áfram. „Þær syntu nú nokkuð skrykkjótt út en þetta tók ekki nema svona tvo og hálfan tíma,“ segir Páll. Þegar í land var komið tóku um 200 skóla- börn á móti björgunarmönnunum en nemendum úr nokkrum bekkj- um Barnaskóla Vestmannaeyja var gefið frí til að fylgjast með björgun hvalanna. „Svo þegar við komum að landi klöppuðu þau fyrir okkur, þannig þetta var allt saman mjög skemmtilegt,“ segir Páll. Smalar ráku andarnefjur frá Heimaey „Það er lágmarks- kurteisi við kjörna fulltrúa að aðrir ákveði ekki skoðanir þeirra, hverjar sem þær eru,“ segir Ásgeir Jónsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Ölfusi, í bókun á síðasta bæjarráðsfundi. Ásgeir vísar þar til þess að bæjaryfirvöld hafi í bréfi til Landsvirkjunar sagt bæjarstjórn- ina standa heilshugar á bak við byggingu 400 þúsund tonna álverksmiðju Alcan við Þorláks- höfn. „Aldrei hafa verið formlegar umræður um álver Alcan í bæjarstjórn þannig að bæjarfull- trúar hafi getað lýst skoðunum sínum á málinu,“ segir Ásgeir, sem vill íbúakosningu um málið. Vill hafa sínar eigin skoðanir Hugsaðu um heilsuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan Íslendingar hafa tækifæri til að verða fyrsta landið í heiminum sem verður nánast óháð notkun kolefnaelds- neytis og þar með kyndilberi nýrra tíma. Með því að taka sér ærlegt tak í að nýta umhverfis- vænni tækni í samgöngutækj- um landsins gæti þetta markmið náðst á tiltölulega skömmum tíma. Þetta segir Per Carstedt, forstjóri sænska lífeldsneytisfyr- irtækisins SEKAB og stjórn- arformaður lífeldsneytissamtaka Svíþjóðar, BAFF, en hann var meðal ræðumanna á ráðstefnunni Driving Sustainability ´07 á Hótel Nordica í gær. Þótt Carstedt sé talsmaður etanóltækninnar segir hann sjálfsagt að Íslendingar nýti alla þá tæknilegu möguleika sem fyrir hendi eru til að draga úr notkun olíu og minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Tengi- tvinn-tæknin sé þar til dæmis augljós aðlaðandi kostur þar sem hún gefi færi á að nýta þá orku sem mest sé af hér, raforkuna, til að knýja bíla. Skynsamlegast sé að nýta alla kostina í bland. Einstakt tæki- færi fyrir Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.