Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 63
Hljómsveitin Sign hitar upp fyrir bandarísku rokksveitina Skid Row á tónleikaferð hennar um Bretland í nóvember. Sveitirnar spila á tólf tónleikum og verða þeir fyrstu í London 13. nóvember. „Ég er búinn að vera aðdáandi síðan ég var þriggja ára. Þá byrj- aði ég að hlusta á Skid Row þegar ég fór að stelast í plötusafnið hjá eldri frænda mínum,“ segir Ragn- ar Sólberg, söngvari Sign. „Þetta er algjör draumur að rætast. Ég er eiginlega ekki alveg búinn að kaupa konseptið.“ Sign endurgerði lag sveitarinn- ar, Youth Gone Wild, fyrir safndisk á vegum tímaritsins Kerrang! sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir það fór boltinn að rúlla. „Þeir voru að fara að túra í Englandi og við ákváðum að spyrja hvort við mætt- um fara með. Þeir hlustuðu á plöt- una okkar og heyrðu „cover-ið“ og leist svona vel á og buðu okkur að koma með,“ segir hann. „Ég held að þetta verði alveg geðveikt. Við eigum eftir að eignast fullt af nýjum aðdáendum á þessu.“ Skid Row, sem gerði garðinn frægan undir lok níunda áratugar- ins, hefur selt um tuttugu milljónir platna. Sveitin hefur gengið í gegn- um töluverðar breytingar á undan- förnum árum og skartar nýjum söngvara í stað Sebastians Bach og nýjum trommara. Sign er um þessar mundir að ljúka við sína nýjustu plötu sem hefur fengið nafnið The Hope. Ragnar er á leiðinni í hljóðver á næstunni til að taka upp sönginn á plötunni með aðstoð Ken Thomas, sem hefur starfað náið með Sigur Rós um árin. Aðdáandi frá þriggja ára aldri Leikkonan Julianne Moore hefur skrifað barnabók um litla rauð- hærða, freknótta stúlku sem er lögð í einelti. Bókin er byggð á æsku Moore, sem er sjálf rauð- hærð og freknótt. Kvalarar litlu stúlkunnar stríða henni svo mjög að hún ákveður að ganga með lambhúshettu í skólanum, áður en hún áttar sig á því að það er allt í lagi að vera öðruvísi, þar sem það séu hvort eð er allir. Bókin hefur hlotið nafnið Freckleface Straw- berry, sem útleggst um það bil „Freknufés jarðarber“ á íslensku. Moore hefur látið uppi að sumar setninganna sem stúlkan þarf að hlýða á eru teknar úr hennar eigin minningabanka. „Stór hluti bókar- innar byggir á minni eigin reynslu,“ segir Moore. Bókin kemur út í næstu viku. Moore gefur út bók SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.