Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 4
Friðarverðlaun Nóbels árið 2007 féllu í skaut loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna og Als Gore, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna, fyrir að hafa stuðlað að vitundarvakningu um loftslagsbreytingar af manna- völdum og að leggja grundvöll að því hvernig berjast megi gegn þeim. Tilkynnt var um verðlauna- hafana í Ósló í Noregi í gær. Framkvæmdastjóri Umhverf- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Achim Steiner, er staddur á Íslandi vegna umhverfisþings umhverfisráðuneytisins og fékk hann fregnina um friðarverðlaun- in frá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðu- neytisins, í gærmorgun. „Hann var afskaplega kátur og átti síður en svo von á þessu,“ sagði Magnús. „Ég held að þetta muni beina athygli fólks meira að þessum vanda sem, ef ekkert er að gert, mun vega enn frekar að rótum friðar í heiminum.“ Fyrstu viðbrögð Steiners voru að þetta væru ótrúlegar fréttir. „Verðlaunin eru fyrst og fremst viðurkenning á baráttu Als Gore síðastliðin tuttugu ár. Hann hefur lagt sitt að mörkum við að upp- lýsa almenning um mjög flókin tæknileg atriði og að breyta umhverfisumræðunni.“ Steiner segir heimildarmynd Gores mikilvægt innlegg til að vekja athygli á loftslagsbreyting- um. „Fjöldi fólks sá heimildar- mynd hans og hún var sýnd í skól- um um allan heim. Hún er hluti af skilaboðum sem nú hafa öðlast viðurkenningu. Nú ríkir ekki lengur ágreiningur um vísinda- legar staðreyndir málsins og öll ríki heims hafa gert sér grein fyrir hættum loftslagsbreyt- inga.“ Aðspurður hvað taki nú við segir Steiner það vera umræðu um skilvirkar og réttlátar leiðir til að hjálpa ólíkum ríkjum að tak- ast á við vandann. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Níu mánuðir þar af eru skilorðsbundnir. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Maðurinn var í tvígang tekinn með fíkniefni. Um var að ræða samtals 302 grömm af amfetamíni og 3,4 kíló af kannabisefnum. Fíkniefnin voru að hluta ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá reyndist maðurinn geyma á heimili sínu, án skotvopnaleyfis, Remington XP-100 skotvopn með kíki. Maðurinn greiðir málskostnað, rúmar 220 þúsund krónur. Fíkniefnasali með skotvopn Frétti af friðarverðlaunum Nóbels í heimsókn á Íslandi Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hlutu friðarverð- laun Nóbels í ár. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar SÞ, segir þetta ótrúlegar fréttir. Sumar af fullyrð- ingunum í óskarsverðlaunakvik- mynd Al Gores „Óþægilegur sannleikur“ eru ekki byggðar á vísindalegum staðreyndum. Þetta sagði breskur dómari er úrskurður var kveðinn upp um hvort heimilt skyldi að sýna myndina breskum skólabörnum. Skólastjórnarmaður hafði vísað málinu til dómsins“. Samkvæmt úrskurðinum má sýna myndina í skólum, en kennurum sem það gera er uppálagt að láta pólitíska túlkun Gores á loftslagsvandanum ekki standa gagnrýnislausa. Óvísindalegar fullyrðingar Lögreglan handtók í fyrradag fjóra menn með fíkniefni í Reykjavík. Þrír þeirra voru vistaðir næturlangt í fangageymsl- um og sleppt í gær eftir yfirheyrsl- ur. Það var um miðjan dag í fyrradag sem lögreglumenn á eftirlitsferð urðu varir við mikla kannabislykt frá tilteknu húsi í austurborginni. Við afskipti þeirra af fjórum karlmönnum sem voru í húsinu kom í ljós að þar var talsvert af fíkniefnum. Um var að ræða tíu kannabisplöntur, eitthvað af kókaíni, tuttugu grömm af amfetamíni og um 250 grömm af kannabisefnum. Kannabislykt lagði frá húsi Erlend framtíðarverkefni Orkuveitunnar voru meginþunginn í mati á óefnislegum verðmætum Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest, að sögn Hjörleifs B. Kvar- an, forstjóra Orkuveitunnar. Þessi verðmæti voru metin á tíu millj- arða króna á sínum tíma. REI og Orkuveitan gerðu með sér samning um að REI fái öll þau verk- efni sem Orkuveitunni mun bjóðast á erlendum vettvangi næstu tvo áratugina, stuttu eftir að sameining REI og Geysir Green Energy var samþykkt. Inni í tíu milljarða tölunni er þjónustusamningur þar sem Orku- veitan skuldbindur sig til að útvega REI starfsfólk til þessara verk- efna. Hjörleifur segir rangt sem fram hafi komið í fréttum Útvarps að samningurinn hafi verið gerður degi fyrir sameiningu fyrirtækj- anna REI og Geysis Green Energy. „Þessi samningur er partur af sameiningunni og undirritaður sama daginn, en eftir sameining- una,“ segir hann. Hann vill ekki veita fjölmiðlum afrit af samningn- um. Hjörleifur segir að deila megi um tímalengd samningsins en bendir á að Orkuveitan hafi með honum tryggt sér 500 milljónir króna á ári, greiddar fyrirfram, „sem sumum þætti nú líklega dágóð summa. Ef við hefðum samið til styttri tíma, hefði fjárhæðin verið þeim mun lægri, auðvitað.“ Meginþungi í hlut Orkuveitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.