Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 8

Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 8
Viðræður rússneskra og bandarískra ráðamanna í Moskvu urðu ekki til þess að leysa úr ágrein- ingi ríkjanna um fyrirhugaðar eld- flaugavarnir Bandaríkjanna í Tékk- landi og Póllandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti átti fund með Condoleezzu Rice utanríkisráðherra og Robert Gates varnarmálaráðherra, sem komu í gærmorgun frá Bandaríkjunum. Þau áttu einnig fund með rússnesk- um starfsbræðrum sínum, Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Anat- ólí Serdjúkov varnarmálaráðherra. Þau Rice og Gates komu til fund- anna með nýjar hugmyndir að lausn á deilunni, en tókst ekki að sann- færa Rússana um að flugskeytun- um yrði ekki hugsanlega beint gegn Rússum. „Við sjáum tvö alvarleg vanda- mál við þessar tillögur,“ sagði Lavr- ov á blaðamannafundi eftir á. Annað er að Bandaríkjamenn og Rússar eru ósammála um eðli þeirrar hættu sem Evrópuríkjum stafar af flug- skeytum, og hitt er að Bandaríkja- stjórn neitar að fresta framkvæmd áformanna meðan málin eru rædd. Embættismenn beggja ríkjanna munu þó áfram ræða deiluna og annar fundur ráðamanna verður haldinn eftir hálft ár. Ekkert samkomulag Franskt dagblað, sem birt hefur eina viðtalið við eiginkonu Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseta frá því hann náði kjöri í vor, fullyrti í gær að brátt myndu þau hjón tilkynna að þau hygðust sækja um skilnað. Talsmenn forsetans og eigin- konunnar neituðu að tjá sig um málið er eftir því var innt. Fréttina birti dagblaðið L‘Est Republicain á fréttavef sínum í gær, en í því blaði birtist í síðasta mánuði eina viðtalið sem Cecilia Sarkozy hefur veitt frá embættis- tökunni í maí. Hjónin hafa ekki sést saman opinberlega í margar vikur. Sækja um skilnað Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.