Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 16

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 16
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna. Sjóður Askar Capital nefnist Enhanced Return Private Equity Fund of Funds (ERPEFF) en það er svokallaður sjóðasjóður og er til hans stofnað í samvinnu við þýska fjármálafyrirtækið VCM Capital Management og hið bandaríska Resource America en þau höndla með ýmis verk- efni. Á meðal þeirra eru skuld- sett yfirtökuverkefni, kaup í óskráðum félögum og svokölluð brúar- eða millilagslán. Dr. Bjarki A. Brynjarsson, for- stöðumaður framtaksfjármögn- unar hjá Askar Capital, segir nokkra mánuði síðan grunnur var lagður að stofnun sjóðsins, sem ætlaður er stofnana- og fag- fjárfestum, svo sem lífeyrissjóð- um. Bjarki segir aðstæður á fjár- málamörkuðum undanfarið hafa lítil áhrif á gengi fjárfestinga- sjóða sem þessa þar sem þeir taki stöður í óskráðum félögum sem séu óháð markaðsaðstæðum hverju sinni ólíkt viðskiptum með skráð félög. „Þetta er lang- tímaverkefni til tíu ára eða meira en líftími hverrar fjárfestingar er tvö til fimm ár áður,“ segir hann en neitar því ekki að aðstæð- ur undanfarið hafi gert fjár- mögnun dýrari en áður. Bjarki segir sjóðinn fjárfesta með sjóðsstjórum erlendu sjóð- anna en sú tilhögun dreifir áhætt- unni. Askar með milljarðasjóð SPRON hf. og Byr spari- sjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta pró- senta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihluta- eigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina. Byr sparisjóður og SPRON hf. hafa selt eignarhlut sinn í Ice- bank, þjónustubanka sparisjóð- anna. Salan er háð samþykki Fjár- málaeftirlitsins. Hluturinn sem SPRON seldi nam 20,5 prósentum hlutafjár í Icebank, en hlutur Byrs 24,68 pró- sentum. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta eignarhlut í Icebank. Kaupverð er ekki gefið upp, né heldur hver kaupir þarna tæplega helmingshlut í Icebank. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Ice- bank, segir að næsta mánudag verði upplýst nánar um kaupin. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var hins vegar frá því greint í Markaðnum, sem fylgir Frétta- blaðinu, að æðstu stjórnendur bankans hefðu hug á að kaupa hlut í bankanum í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt heimildum blaðsins nú gengu þau viðskipti eftir í einhverri mynd. Icebank mun þó enn vera í meirihlutaeigu sparisjóða, sem þýðir að helstu sparisjóðir sem eftir standa í eig- endahópi Icebank hafa jafnframt aukið við eignarhlut sinn. Samtals standa þá átján sparisjóðir að bankanum, þeirra stærstir Spari- sjóðurinn í Keflavík sem fór með 12,2 prósent fyrir viðskiptin og Sparisjóður Mýrasýslu sem átti 8,7 prósent. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON hf., segir söl- una framhald á stefnu sem áður hafi verið kynnt hjá Icebank. „Stefnt var að því að opna eignar- haldið og skrá bankann síðan í Kauphöllina á næsta ári. Starfs- vettvangur bankans hefur verið að þróast mikið í kjölfar stefnu- mótunar og þetta er bara einn liður af mörgum sem verið er að framkvæma.“ Hann segir það hins vegar nýrra eigenda að gera grein fyrir kaupum sínum í bankanum. Í tilkynningum SPRON og Byrs til Kauphallar í gær kemur hins vegar fram að salan hafi „jákvæð áhrif“ á eigið fé sjóðanna. „Það kemur náttúrlega annars vegar til af því að eign sparisjóðanna í Ice- bank hefur verið bókfærð á innra virði, en núna kemur fram mark- aðsverð og það skapar einhvern hagnað. Í öðru lagi er jafnljóst að eignarhald fjármálafyrirtækis á hlutabréfum í öðru fjármálafyrir- tæki er dregið frá eigin fénu þegar eiginfjárhlutföll eru reiknuð út, þannig að við þetta losnar um eig- infjárbindingu.“ Að sama skapi segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, að salan sé til komin vegna breytinga á sambandi Byrs og SPRON við Icebank. Icebank segir hann að sinni meðal annars mikil- vægu hlutverki við öflun erlendra lána fyrir minni sparisjóði, en stóru sjóðirnir annist nú alfarið sjálfir fjármögnun erlendis. „Bankinn hefur í raun breyst úr samstarfsaðila yfir í fjárfestingu og það er í raun rótin að þessum breytingum sem eru að eiga sér stað.“ Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Skandinavíu? Við hjá Come2 Scandinavia aðstoðum þig að finna bestu verðin á flugi, gistingu, bílaleigubíl og annarri afþreyingu. Erum með tvær stórar og rúmgóðar íbúðir á Vesterbrogade til leigu. Frábær lausn fyrir hópa og fjölskyldur. www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com - +45 33 25 64 25 COME2 SCANDINAVIA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.