Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 18
greinar@frettabladid.is P ólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar. Í öðru lagi: Birni Inga Hrafnssyni hefur tekist að styrkja til mik- illa muna stöðu sína í baráttunni um forystu í Framsóknarflokkn- um. Veikleiki hans í þeirri glímu var andstaða vinstri armsins og hörð gagnrýni vinstri manna í borginni á sérhagsmunagæslu og undirgefni við Sjálfstæðisflokkinn. Nú hefur hann hefnt fyrir að Framsóknarflokknum var ýtt út úr ríkisstjórn. Það gefur honum hetjuyfirbragð innan flokks. Hann deyfir tortryggni vinstri armsins með því að sýna sjálfur að flokkurinn geti ráðið úrslitum um myndun vinstra samstarfs. Um leið losar hann sig undan gagnrýni vinstri flokkanna. Þessi augljósa jákvæða stöðubreyting gæti hafa ýtt undir að hann kaus að nota tækifærið sem honum gafst til þess að rjúfa fráfarandi meirihluta. Í sumarbyrjun brást hann í sama tilgangi málstað Halldórs Ásgrímssonar í sjávarútvegsmálum sem hann hafði lengi þjónað. Í þriðja lagi: Svandís Svavarsdóttir bjó til það pólitíska and- rúmsloft sem gerði byltinguna mögulega. Fyrir vikið hefur hún tryggt stöðu sína býsna vel sem arftaki forystunnar í Vinstri grænu. Um leið hefur hún aukið líkurnar á því að flokkurinn gangi til næstu kosninga undir nýrri forystu. Þó að Dagur Egg- ertsson hafi að mestu haldið sig forviðris í baráttu síðustu daga færir borgarstjóraembættið honum öruggan sess í forystu Sam- fylkingarinnar. Hann gæti nýtt stöðuna til þess að verða þar raun- verulegur varaleiðtogi. Í fjórða lagi: Svandís Svavarsdóttir er nú bæði sækjandi og verjandi í sama dómsmálinu þar sem deilt er um lögmæti eig- endafundar Orkuveitunnar um sameiningu REI og Geysis. Þessi ágreiningur velti hlassinu. Vandinn er sá að þar er engin mála- miðlun. Annaðhvort er gerðin lögmæt eða ólógmæt. Dragi Svandís Svavarsdóttir málsóknina til baka og fallist á lögmæti samþykkt- anna verður hún að pólitísku gjalti andspænis borgarbúum. Lang- an tíma myndi taka að vinna trúverðugleikann til baka. Gangi Björn Ingi Hrafnsson inn í nýtt samstarf með þeim afar- kostum að þurfa að viðurkenna ólögmæti samþykkta eigenda- fundarins yrði hann að hreinu pólitísku viðundri. Kjarni málsins er sá að þau geta ekki bæði haldið pólitísku höfði. Annaðhvort þeirra þarf að fórna pólitískum trúverðugleika fyrir byltinguna. Undan því verður ekki vikist. Í fimmta lagi: Stærstu mistökin við sameiningu REI og Geysis voru að láta hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja renna þar inn. Meginröksemd Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins fyrir því að mynda meirihlutann er að Orkuveitan eigi að fá mest- an mögulegan arð af viðskiptunum. Það gerist með því að auka hlut einkaaðila í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja. Fallist Vinstri græn á þessa ráðstöfun er málflutningur flokksins á Alþingi um auðlindamál orðinn að marklausu raupi. Í sjötta lagi: Ekkert bendir til að þessir atburðir hafi áhrif á núverandi ríkisstjórn. En fari svo að nýja samstarfið gangi vel og tveir af oddvitum meirihlutans verði orðnir flokksleiðtogar við næstu þingkosningar gætu þeir aukið líkurnar á vinstri ríkis- stjórn að þeim loknum. Áhrifin Hröð þróun innan Evrópu-sambandsins og æ nánara samstarf milli aðildarríkja ESB kallar á að Ísland og Noregur endurnýi, þrói og skerpi stefnu landanna í Evrópumálum. Aðstæður okkar eru áþekkar. Augljós ávinningur er af því að löndin standi saman um ákveðin forgangsmál þar sem við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Jafnframt þurfum við að tryggja að fram fari opin umræða með þátttöku sem flestra heima fyrir. Það er engum vafa undirorpið að EES-samningurinn þjónar báðum löndunum vel. Samning- urinn tryggir fjölda íslenskra og norskra fyrirtækja stöðug, jöfn og hagfelld samkeppnisskilyrði. EES-samningurinn veitir okkur rétt til að koma að málum snemma í stefnumótunarferlinu innan ESB, en við höfum ekki atkvæðisrétt þegar ákvarðanir eru teknar. Því er brýnt að Ísland og Noregur leiti allra leiða, formlegra og óformlegra, til að afla upplýsinga, koma að málum og hafa áhrif. Ísland og Noregur eru lítil ríki. Því er mikilvægt að raða vandlega í forgang þeim málum sem okkur eru mikilvægust. Leggja ber áherslu á þau svið þar sem við höfum drjúgan skerf fram að færa, þar sem framlag okkar er ótvírætt á vettvangi ESB og þar sem við höfum augljósra hagsmuna að gæta fyrir land og þjóð. Við þurfum að leggja hart að okkur í þessum efnum og vinna saman á markvissan hátt. Brýnt er að Íslendingar og Norðmenn veiti hvorir öðrum öflugan stuðning þegar augjós efni eru til. Þannig eiga vinir að hjálpast að og það er brýnt hagsmunamál beggja. Við munum því, sem utanríkis- ráðherrar, hittast reglulega til þess að fjalla um EES-mál og önnur Evrópumálefni. Vinna ESB að mótun nýrrar stefnu í málefnum sjávar er dæmi um hvernig við getum stillt saman strengi þegar Ísland og Noregur hafa sameig- inlegra hagsmuna að gæta í tilteknu máli. Framkvæmda- stjórn ESB lagði hinn 10. október síðastliðinn fram aðgerðaáætlun sem er mikil- vægur áfangi í mótun heildar- stefnu ESB í málefnum sjávar og siglinga. Við lögðum áherslu á að koma snemma inn í stefnumótunarferlið innan ESB. Framkvæmdastjórnin viður- kennir að þeir fiskistofnar sem Ísland og Noregur hafa umsjón með séu þeir fiskistofnar sem best er gengið um og eru sterkastir í Evrópu. Við leggjum því áherslu á mikilvægi sjálf- bærrar nýtingar auðlinda sjávar á grundvelli rannsóknargagna. Þá var og mikilsvert fyrir okkur að leggja áherslu á hnattrænt eðli stefnunnar í málefnum sjávar og siglinga og þýðingu meginreglna þjóðarétt- ar eins og hafréttarsamnings SÞ. Baráttan gegn ólöglegum, stjórnlausum og ótilkynntum fiskveiðum er brýn á Íslandi og í Noregi. Við vinnum því með ESB að því að loka evrópskum mörkuðum fyrir slíku veiði- fangi. Af hálfu Íslands og Noregs er frumkvæði ESB í málefnum sjávar fagnað. Með reynslu okkar og þekkingu getum við lagt fram drjúgan skerf til hinnar yfirgripsmiklu stefnumörkunar ESB á þessu mikilvæga sviði. Annað dæmi er orku- og loftslagsmál. Reynsla okkar og hæfni á sviði endurnýjanlegrar orku og hreinsitækni getur orðið þarft framlag til stefnu- mótunar ESB í loftslagsmálum. Skjót upptaka kvótatilskipunar ESB í EES-samninginn færir okkur nær umræðunni innan ESB um loftslagsmál. Ísland og Noregur vinna og ötullega saman að því að leggja sitt af mörkum til félagslegrar og efnahagslegrar uppbygging- ar á Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að Þróunarsjóði EFTA. Féð rennur til verkefna og aðgerða, meðal annars á sviði umhverfisverndar og sjálfbærr- ar þróunar og til þess að efla hið borgaralega samfélag í nýjum aðildarríkjum ESB. Vettvangur stjórnmála á ekki að vera reykfyllt bakherbergi. Á Evrópuþinginu er krafan um gagnsæi og samræðustjórnmál hávær. Við erum þeirrar skoðunar að í þessu felist tækifæri sem fulltrúar á löggjafarþingum landa okkar hafa ekki nýtt sem skyldi. Með því að koma á traustara sam- bandi við þingmannahópa innan Evrópuþingsins gefst okkur kjörið tækifæri til að miðla upplýsingum um EES-samning- inn og krefjandi verkefni honum tengd. Um leið býðst tækifæri til að ræða mikilvæg mál eins og norræna módelið, jafnréttismál og krefjandi verkefni á sviði loftlags- og orkumála. Reglulegar vinnu- ferðir frá Íslandi og Noregi munu þess utan bæta yfirsýn yfir hagsmuni okkar og vinna að framgangi þeirra gagnvart ESB. Jafnframt verðum við að tryggja að löggjafarþing landa okkar láti EES-málin til sín taka í auknum mæli heima fyrir og að lögð verði meiri áhersla á þau. Þingmenn þurfa að hafa raunverulegt tækifæri til þess að láta skoðun sína í ljós. Noregur hefur tekið upp þann sið í Stórþinginu að gerð sé grein fyrir Evrópu- og EES- málum á hálfs árs fresti. Stórþingið hefur stutt aðgerðaá- ætlun ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Hún felur í sér tæplega eitt hundrað einstakar aðgerðir sem miða að því að Evrópuumræðan fái meira vægi. Utanríkisráðherra Íslands, sem fer með og samræmir samskipti Íslands við ESB, mun gera sérstaklega grein fyrir Evrópu- og EES- málum á Alþingi í vetur, en eitt af markmiðum ríkisstjórnar Íslands er að fram fari aukin og upplýst umræða um samskipti Íslands og ESB. Hingað til hefur þessi skýrsla verið liður í almennri skýrslu um stefnu Íslands í utanríkismálum. Við viljum bæði leggja okkar af mörkum til að örva virka umræðu um málefni Evrópu alls staðar í samfélaginu. Eigi okkur að takast að blása lífi í og gæta til fulls að samskiptum okkar við ESB verða allir þátttakendur í atvinnulífinu, hagsmunasam- tök, stjórnmálaflokkar, háskóla- samfélagið og aðrir að vera með. Því hefur Noregur stofnað Þjóðarvettvang um Evrópumál. Utanríkisráðherra Noregs leiðir starfið, en fyrsti fundurinn var haldinn árið 2006. Stefnt er að því að þetta verði vettvangur fyrir skoðanaskipti um stöðu Noregs í Evrópu og samskiptin við ESB. Á Íslandi er verið að stofna nefnd skipaða þingmönn- um úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi. Nefndin, sem mun m.a. vinna með sérfræðing- um og fræðasamfélaginu, skal hafa vökult auga með hagsmun- um Íslands á vettvangi ESB og hvetja til upplýstrar umræðu um tengsl Íslands við ESB. Ísland og Noregur eru tvö lönd sem bæði standa utan ESB en alls ekki utan Evrópu. Með aðild okkar að EES-samningnum erum við þátttakendur í Evrópu- samrunanum. Við framfylgjum virkri stefnu og erum meðvituð um hagsmuni okkar. Við tökum þátt og virkjum íbúa landa okkar í ferlið og umræðuna. Samstaða eykur okkur kraft. Höfundar eru utanríkisráðherrar Íslands og Noregs. Evrópa í brennidepli Ísland og Noregur eru tvö lönd sem bæði standa utan ESB en alls ekki utan Evrópu. Með aðild okkar að EES-samningn- um erum við þátttakendur í Evrópusamrunanum. Við framfylgjum virkri stefnu og erum meðvituð um hagsmuni okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.