Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 24
Að taka til í bókaskáp er seinleg- asta vinna sem hægt er að hugsa sér. Hver einasta skrudda kallar fram einhverjar minningar. Nú er komið að því að skiljast við margar bækur sem hafa fylgt mér lengi. Í þessari tiltekt verður mörgum bókum sem hafa staðið lengi óhreyfðar og áhrifalausar á sínum stað gefið frelsi og þær sendar út í heiminn í leit að nýjum lesendum. Sjónvarpið datt út eina ferðina enn í gærkvöldi. Viðgerðarmenn frá Símanum geta ekki komið fyrr en á mánudaginn. Nú missi ég af Silfri Egils um helgina. Kaupréttarruglið, græðgin, æði- bunugangurinn og hagsmunapotið hjá Orkuveitunni og REI segir manni hvílík freisting það er fyrir kjörna fulltrúa, sem ráða ekki yfir neinu nema þeim reytum sem ekki hefur enn tekist að plokka af almenningi, að setjast við spila- borðið með þotuliðinu. Skilja menn ekki mörkin milli almannafjár og einkafjármagns? Lýðræðis og einræðis? Hinn velskrifandi Andrés Magn- ússon hittir naglann á höfuðið blogginu sínu og segir: „Ég sé í anda fund þar sem sitja annars vegar: Borgarstjórinn í Reykjavík, Björn Ingi og svo Bjarni, Hannes og Jón Ásgeir. Það er ekki jafn leikur. Ballett- dansarar og súmóglímu- menn... Ef þeir Guðmundur Þór- oddsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fara á fund þeirra Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannesonar, hvort liðið skyldi nú vera lík- legra til þess að taka snúning á hinu? Þetta er ámótajafn leikur og ef Manchester United og Reynir í Sandgerði skyldu einhverntíman hittast á vellinum.“ Í dag var alþjóðlegur geðheilbrigð- isdagur og ég var búinn að lofa að koma í Perluna og segja nokkur orð. Þar var heilmikið fjölmenni og fremst meðal jafnra frú Vigdís Finnbogadóttir verndari þessa átaks. Flestir hafa einhver kynni af geð- sjúkdómum á lífsleiðinni. Ég hef haft af þeim margvísleg kynni, enda segja rannsóknir á tíðni og útbreiðslu geðsjúkdóma að geð- veiki sé að finna í að minnsta kosti fimmtu hverri fjölskyldu. Þetta segir okkur hversu alvar- legt heilsufarvandamál geðsjúk- dómar eru. Þetta segir okkur líka að geðsjúkdómar eru regla en ekki undantekning. Sem betur fer eykst þekking á geðsjúkdómum og fyrir þekking- unni víkur óttinn og skömmin sem áður voru geðsjúklingum og aðstandendum þeirra jafnþungbær byrði og geðsjúkdómurinn sjálfur. Besta forvörnin, næst á eftir göngutúrum, er að gera samfélag okkar manneskjulegra, mýkra og kærleiksríkara. Við þurfum að leggja áherslu á að allir hafi nóg handa sér áður en við förum að keppast við að kraka til okkar meira en við þurfum. Við eigum býsna fátt í þessu lífi. Við eigum sjálf okkur, heilsuna okkar – og við eigum hvert annað. Okkur mundi öllum líða betur ef við værum betri við hvert annað – og það mundi ekki kosta neitt. Orkuveitufarsinn sem borgar- stjórnin okkar hefur samið eða spunnið af fingrum fram toppar allt sem Spaugstofan hefur skrifað síðastliðin 17 ár og hefur þó Spaug- stofumönnum oft tekist vel upp. Úr því að boðorðin tíu eru ekki í tísku spyr maður hvort ekki sé til einhver hand- bók sem hægt væri að hlýða stjórnmálamönnum yfir áður en þeir taka við embættum sínum? Pukur, ósannsögli, mikilmennska og virðingarleysi fyrir þjónustuhlutverki stjórnmálamanna er ekki gott veganesti fyrir opinbera full- trúa sem þykjast vera að sinna hagsmunum almennings. Viðgerðarmenn frá Símanum sem ætluðu að koma í dag komu ekki í dag – en þeir lofa því að koma á morgun. Það er góð regla að lofa aldrei meira en maður kemst yfir að svíkja. Aumingja Villi borgarstjóri. Nú er hart að honum sótt. Það er mikið framboð af hálfum sann- leika í þessu máli en ég hef því miður ekki fundið neina tvo helminga sem passa saman. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Gísli Baldurs- son lýsti því yfir með blíðu brosi á blaðamannafundi í Ráðhúsinu um að allir í borgarstjórnar- meirihlutanum væru ofsalega góðir vinir. Það vantaði bara að innsigla vináttuna með kossi. Með svona góða vini þarf Villi ekki á óvinum að halda. Nú á allt að snúast um hvort Villi hefur séð eða ekki séð ein- hvern lista sem hann segist ekki hafa séð. Kannski er hann að rugla listanum yfir kaupréttargæðinga saman við boðsgestalistann á súluupptendrunina í Viðey. Sjálfur held ég að þetta mál snúist líka um mismunandi stríðs- gæfu ýmissa Sjálfstæðismanna í prófkjörum fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar og alþingis- kosningar. Um hluti sem eru geymdir en ekki gleymdir. Um geymda en ekki gleymda hluti skrifaði ég greinarkorn í Fréttablaðið sl. sunnudag. Tveir ráðherrar og einn fyrrverandi rit- stjóri hafa ómakað sig til að svara greininni. Þeir eru á því að það sé ekkert mark takandi á mér. Svona höfðingjar fara ekki með fleipur. Viðgerðarmenn frá Símanum sem ætluðu að koma í dag ætla endilega að reyna að koma á morg- un. Lauk við að taka til í bókahillun- um mínum. Tíu kassar fóru í Sorpu, þrír voru frelsaðir. Viðgerðarmenn frá Símanum komu í loksins dag og voru snöggir að lagfæra bilunina. Þetta voru fínir karlar. Það er ekki þeim að kenna að þjónustan skuli vera svona hjá fyrirtæk- inu. Það væri gaman að vita hvern- ig stendur á því að þeir sem veita þjónustu hjá fyrirtækjum skuli yfirleitt vera á lægri launum en þeir sem verðleggja þjónustuna. Dagurinn byrjaði á því að Doris Lessing fékk Nóbels- verðlaun í bókmenntum. Hún er glúrin. Í síðustu bókinni minni, Valkyrjum, úði og grúði í tilvitnunum í verk hennar sem hafa verið mér umhugsun- arefni. Í dag hafa ekki aðeins orðið tíðindi í heimi andans heldur einnig efnisins. Gamli góði Villi er fallinn af borgarstjóra- stóli í Reykjavík og við er tek- inn Dagur B. Eggertsson. Í dag, 11. október er því D- dagur REI-listans. Það hefði verið gaman að labba niður að Tjörn til að sjá Dag B. Eggertsson bera Björn Inga í fanginu yfir þröskuld Ráðhúss- ins í upphafi þeirra búskapar. Fréttamenn sögðu að það hefði verið í frásögur færandi að þegar gleðskapurinn fyrir utan Ráðhúsið stóð sem hæst dreif að róna og útigangsmenn sem halda til í miðbænum í hópum. Erindið var samt ekki að bekkjast til við Villa fyrir að hafa tekið bjórkæl- inn úr sambandi heldur að rifja upp fyrir hinni nýju félags- hyggjustjórn höfuðborgarinnar að lífskjör sumra borgarbarna mættu vera manneskjulegri. D-dagur REI-listans! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá lífinu í Norska bakaríinu sem gengur sinn vanagang, síðbúnu Bítlaæði, geðheilbrigði, græðgi, kaupréttarsvínaríi og styrjöld góðra vina á kærleiksheimilinu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.