Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 60
með íslenskum stjórnmálum og telur svo upp leiðtoga þessara flokka á sjötta og sjöunda áratugn- um, Ólaf Thors, Bjarna Benedikts- son, Hannes Hafstein og einnig Gylfa Þ. Gíslason sem einmitt var menntamálaráðherra þegar kom að afhendingu fyrstu handritanna. Bent var einnig í góðu sambandi við íslenska fræðimenn á bók- mennta- og handritasviði. „Á Íslandi voru það Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson og hér í Danmörku Stefán Karlsson. Seinna átti ég líka mikil samskipti við Jónas Kristjánsson. Af dönskum stjórnmálamönnum nefnir Bent forsætisráðherrana Viggo Kamp- mann og Jens Otto Kragh og einnig menntamálaráðherrann Jørgen Jørgensen. „Maður getur ekki annað en undrast, svona eftir á, að allir þessir menn skyldu treysta svona vel ungum ritstjóra, eins og ég var þá, um miðbik sjötta áratug- arins. En þeir treystu mér, ég var félagi beggja aðila og naut trúnað- ar frá báðum hliðum.“ Bent gekk þannig á milli og prófaði á samn- ingsaðilum nýjar og nýjar útfærsl- ur að tillögum til skipta á handrit- unum. En hann var líka beinn þátttakandi í viðræðum milli aðila, þegar erfiðast gekk og á tímabili leit jafnvel út fyrir að upp úr myndi slitna. Þyngsti róðurinn var án efa bar- áttan fyrir því að Íslendingar fengju í hendur Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða en þessi tvö merku handrit urðu einmitt fyrstu handritin sem afhent voru með táknrænum hætti í Reykjavík 21. apríl 1971. „En þetta var biturt stríð hér í Danmörku,“ segir Bent hugsi, „biturt stríð, sem nú er að mestu gleymt, sem betur fer.“ Lög um skiptingu handritanna voru samþykkt 1961 og aftur 1965. Lögin voru nokkuð loðin, ekkert var til dæmis tekið fram um eign- arhald á handritunum heldur ein- ungis flutning þeirra til Íslands. Í viðauka við lögin var þó sérstak- lega getið um Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæða sem ætti að flytja til Íslands. Því var það svo að nefnd tveggja íslenskra og tveggja danskra fræðimanna fjallaði um skiptingu handritanna milli land- anna tveggja. Þessir skiptafundir stóðu frá 1972 fram á níunda ára- tuginn og afhendingu handritanna lauk 1998. „Þetta var löng atburðarás en hún var spennandi og ég eignaðist marga góða íslenska vini meðan á henni stóð. Þannig hefur Ísland svo að segja orðið annað föðurland mitt og ég hef tekið þátt í fleiri verkefn- um á Íslandi.“ Meðal verkefna Bents má nefna setu í nefnd sem hafði það verkefni að afla fjár til endurreisnar Skálholtsstaðar. Einn- ig var hann formaður þeirrar sam- norrænnu nefndar sem stóð að und- irbúningi byggingar Norræna hússins í Reykjavík. „Þetta var fyrsta Norræna húsið sem reist var en síðar hafa þau risið í Færeyjum og á Grænlandi og raunar víðar.“ Bent var einnig ritstjóri blaðsins Nyt fra Island og í áratugi formað- ur félagsins Dansk Islandsk sam- fund. Við formennsku í úthlutunar- nefnd Sjóðsins um danskt-íslenskt samstarf tók Bent árið 1964. Þeirri formennsku gegnir hann enn 43 árum síðar. „Ísland hefur þannig orðið stór hluti af lífi mínu,“ segir Bent A. Koch. „Ég get sýnt þér það á sér- stakan hátt,“ segir hann, gengur inn í aðra stofu og kemur aftur með fjórar ljósmyndir í ramma; myndir af fjórum forsetum Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, Kristjáni Eldjárn, Vig- dísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragn- ari Grímssyni, allar með áritaðri kveðju. „Ég kynntist þeim öllum en Vigdís er þó alveg sérstök vinkona mín,“ segir Bent og það er grein- legt að Ísland og Íslendingar eiga sérstakan stað í huga hans. „Íslend- ingar hafa sýnt mér mikinn sóma og vottað þakklæti sitt með marg- víslegum hætti. Ég gerði bara það sem mér fannst eðlilegt að gera en Íslendingar hafa endurgoldið mér þúsundfalt. Ég fylgist grannt með þróun mála á Íslandi og það gleður mig mjög hvernig Íslendingar hafa sótt í sig kraft á mörgum sviðum.“ Íslendingar standa framarlega á menningarsviðinu að mati Bents A. Koch. Hann nefnir bókmenntir og einnig myndlist, hönnun og tónlist. Hann segist líka dást að þeim mikla krafti og frumkvæði sem íslenskir viðskiptamenn búi yfir en leggur þó áherslu á að í menningunni sé að finna rætur þjóðar. „Hvaða gagn gerir það að vinna allan heiminn ef maður verður að borga fyrir það með sál sinni,“ segist Bent einmitt hafa sagt í þakkarræðu sinni þegar hann tók við framlagi Stoða á dög- unum, og vitnar þar í Biblíuna. Hann heldur svo áfram og segir: „Og hvar finnur fólk sál sína nema í menningu sinni?“ Bent telur því mikilvægt að við ræktum menn- ingu okkar og hér á norðurslóð, að við ræktum hina norrænu menn- ingu. „Við verðum að gæta þess að verða ekki of alþjóðleg,“ segir hann. „Við verðum að hlúa að rótum okkar því ef ræturnar standa ekki djúpt þá fjúkum við burt.“ Og þá erum við komin að Sjóðnum fyrir danskt-íslenskt samstarf. „Ég er ákaflega ánægður með að stjórn fasteignafélagsins Stoða skuli hafa sýnt þann skilning á menningu að styðja sjóðinn okkar því þetta er jú menningarsjóður.“ Sjóðurinn um danskt-íslenskt samstarf varð til upp úr seinna stríði. Stofnfé hans er partur af óúthlutuðum stríðsskaðabótum sem komu í hlut danska ríkisins. Þessum afgangi bótanna var ákveð- ið að verja til sjóða sem áttu að styrkja menningarlega samvinnu Dana við aðrar Norðurlandaþjóðir. Úthlutað var til sjóðanna eftir íbúa- fjölda þeirra landa sem hver sjóður var tengdur við. Íslenski sjóðurinn varð því minnstur og fékk eina milljón króna í sinn hlut í upphafi. „Þetta var lág upphæð og ekki tekið tillit til þess að miklu lengra, og þar með kostnaðarsamara, er að ferð- ast til og frá Íslandi en hinna nor- rænu landanna.“ Sjóðurinn var stofnaður á sjötta áratugnum og árið 1964 tók Bent A. Koch við formennskunni sem hann hefur sinnt allar götur síðan. „Seinna hefur mér tekist að auka við höfuðstól sjóðsins, aðallega með framlögum frá danska ríkinu en íslenska ríkið hefur einnig lagt til.“ Höfuðstóll sjóðsins nam því 5,5 milljónum danskra króna fyrir gjöf Stoða þannig að sú gjöf er nærri því 20 prósenta viðbót við stofnfé sjóðsins. Úthlutanir sjóðsins hafa numið um 300.000 danskra króna á ári og Bent sér fram á að nú verði svigrúm til að auka þær í sama hlutfalli. „Gjöf Stoða skiptir þenn- an litla sjóð miklu máli og við erum afar þakklát fyrir hana.“ Meðal þeirra verkefna sem sjóður- inn styrkir má nefna dönsku- kennslu á Íslandi og ýmis menning- artengd verkefni. Greinilegt er þó að Bent þykir einna vænst um nem- endaskiptin milli landanna tveggja sem sjóðurinn styrkir í ríkum mæli ár hvert. Hann telur að þessi nem- endaskipti hafi mikið að segja, danskt barn eða unglingur sem komið hefur til Íslands og búið á íslensku heimili um vikuskeið hljóti að að sækja til baka. Að sama skapi hefur íslenskt ungmenni styrkt skóladönskuna sína með því að heyra dönsku talaða inni á heimili dag eftir dag. „Við verðum auðvit- að að horfast í augu við að um allan heim er enska orðin að tungumáli unga fólksins. Ég skil þess vegna alveg íslenska unglinga sem taka ensku fram yfir dönsku. Þeim finnst málsvæði dönskunnar lítið og að erfitt sé að læra hana. Ég verð þó að segja að gæta verður þess að þó að einar dyr opnist þá lokist ekki aðrar, og þar á ég við dyrnar að Norðurlöndunum. Ef við norrænu þjóðirnar þekkjum ekki menningu hver annarrar getur verið erfitt að viðhalda norrænni samvinnu. Þess vegna er ég ánægð- ur með að danskan skuli enn vera kennd í íslenskum skólum. Sömu- leiðis gleður það mig hversu marg- ir ungir námsmenn koma hingað til Danmerkur, bara hér í Óðinsvéum er fjöldinn allur af íslenskum náms- mönnum.“ Bent leggur mikla áherslu á að störf úthlutunarnefndarinnar séu að lang- stærstum hluta ólaun- uð. Úthlut- unarnefndin er skipuð af ráðherra norrænnar samvinnu en ritari nefnd- arinnar er sá eini sem tekur laun. „Í formanns- tíð minni hefur úthlut- unarnefndin einungis fundað tvisvar á Íslandi. Við höfum svo lítið fé milli handanna þannig að það er ein- faldlega of dýrt.“ Bent A. Koch hefur fulla trú á framtíð nor- rænnar samvinnu og nánu sam- bandi Íslands og Danmerkur til framtíðar. „Áður var ég leiður yfir því að íslensk og dönsk ungmenni töluðu saman ensku en ég hef jafn- að mig, að minnsta kosti að nokkru leyti,“ segir Bent en það er greini- legt að honum þætti mun betra að norrænu þjóðirnar hefðu samskipti á norrænum málum. „Þetta á auð- vitað ekki bara við um íslensk og dönsk ungmenni heldur samskipti milli ungs fólks meira og minna allra Norðurlandanna. Og við miss- um auðvitað eitthvað við þetta en ég held samt að það þýði ekkert að berjast á móti þessari þróun. Ég dáist reyndar að Íslendingum hvað þeir rækta málið sitt,“ segir Bent og tekur sérstaklega til nýyrða- smíðinnar sem honum finnst mikið til koma. Og Bent A. Koch lætur ekki staðar numið við formennsku í sjóðnum fyrir dansk-íslenska samvinnu þrátt fyrir að hafa lagt að baki 79 aldursár. „Ég er í nefnd sem vinnur að undirbúningi þess að reisa Norður- Atlantshafshús hér á nýja hafnar- svæðinu sem er í mótun hér í Óðinsvéum,“ segir Bent og það er greinilega mikill metnaður í þessu verkefni. Fyrirmyndin er Norður- landahúsið á Bryggjunni í Kaup- mannahöfn. „Þetta á að vera gluggi að Norður-Atlantshafi hér í Óðins- véum.“ Bent A. Koch hefur einnig alla tíð verið virkur í þjóðfélagsum- ræðunni í Danmörku. Hann var meðal fyrstu Dana sem tók mál- stað Palestínumanna í deilu þeirra við Ísraelsmenn. Þetta gerði hann í grein sem hann skrifaði undir nafni í Kriste- ligt Dagblad sem hann ritstýrði þá. Þetta var árið 1967, rétt eftir sex daga stríðið. Á þeim tíma tók ekkert danskt dagblað málstað Palestínumanna nema málgagn kommúnista, Land og Folk. Í end- urminningum sínum viðurkennir Bent að greinin hafi á þeim tíma verið afar líkleg til að vekja sterk viðbrögð. Hins vegar bendir hann á að ef greinin hefði verið skrifuð á okkar tímum hefði hún enga athygli vakið. Leiðarar sem Bent A. Koch hefur skrifað í dönsk dagblöð skipta nokkrum þúsundum og hann skrifar enn nokkra leiðara á viku í Fyens Stiftstidende, dag- blaðinu sem hann ritstýrði síðast. Að viðtalinu loknu upplýsti blaðamaður um áhuga sinn á að skoða dómkirkjuna í Óðinsvéum áður en lestin færi til Kaupmanna- hafnar. Þá hýrnaði enn yfir Bent sem kvaðst einmitt vera ráðsmað- ur í Kirkju heilags Knúts eins og dómkirkjan í Óðinsvélum er nefnd. Það varð því úr að við snöruðumst upp í bíl Bents og ókum niður í miðbæ Óðinsvéa. Þar var mér með stolti sýnd þessi fallega gotneska kirkja sem geymir meðal annars stórmerka og afbragðsfallega útskorna altaristöflu frá 16. öld. Sömuleiðis er í kirkjunni að finna jarðneskar leifar hins heilaga Knúts sem kirkjan er kennd við. Við kvöddumst að því loknu með virktum fyrir utan þessa fallegu kirkju í danskri haustsólinni. Bent A. Koch sagðist íhuga að fara að draga sig í hlé frá kirkjustarfinu en einhvern veginn virðist þá lík- legt að hann finni sér annað verk- efni í staðinn. Ég gerði bara það sem mér fannst eðli- legt að gera en Íslend- ingar hafa endurgoldið mér þúsund- falt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.