Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 68
Hér í Peking er margt ólíkt því sem ég þekki að heiman. Eitt af því er mælikvarðinn á kvenlega feg- urð hér í Kína og hvað kínverskar konur gera til að öðlast þá fegurð. Eftir að ég hafði verið hér í nokk- urn tíma og farið nokkrum sinnum í búðarferðir komst ég að því að það er ekki svo auðvelt fyrir okkur vestrænu konurnar að kaupa snyrtivörur. Þrátt fyrir að snyrti- vörumerkin séu þau sömu og í Evr- ópu og Bandaríkjunum eins og Estée Lauder, L’Oreal, Dior, Olay og Shiseido eru vörurnar sjálfar allt aðrar. Aðal markmiðið með snyrtivörunum hérna er að gera húðina hvítari. Það er nú ekki eitt- hvað sem við vestrænu konurnar erum hrifnar af en gyllt eða brún húð hefur verið merki fegurðar og hreysti okkar undanfarna áratugi. Hér er þessu akkúrat öfugt farið og hvít húð hefur í margar aldir verið helsta merki fegurðar hér í landi og víðar í Asíu. Hvít húð hefur verið talið helsta merki sak- leysis, kvenleika, fágunar og þjóð- félagsstöðu. Í gömlum, kínversk- um ljóðum er fallegum konum lýst sem konum með húð hvíta sem mjöll. Um aldir hafa kínverskar konur reynt að öðlast þessa fegurð með ýmsum ráðum, meðal annars með því að mala perlur og gleypa duftið en það átti að gera húð þeirra perluhvíta og fallega eftir því. Í dag eru það hins vegar hillur snyrtivöruverslana sem svigna undan snyrtivörum sem lofa hvítri og fallegri húð. Það sem hefur verið gagnrýnt varðandi þessar snyrtivörur er að í þeim hafa verið bleikiefni sem fara ekki vel með húðina. Framleiðendur sverja hins vegar að þessi krem séu hættulaus fyrir húðina og alltaf sé verið að þróa betri og betri vörur. Þessi rök snyrtvöruframleiðandanna virðast hafa skilað sér því síðustu 10 árin hefur eftirspurnin eftir snyrtivör- um í Kína aukist mjög mikið og berjast snyrtivöruframleiðendur um að ná sem stærstum hluta af þessum stærsta markaði veraldar. Framleiðendurnir bjóða ekki ein- göngu viðskiptavinum sínum upp á andlitskrem sem hafa þau áhrif að gera húðina hvítari heldur eru það einnig líkamskrem, maskar ýmiss konar, svitalyktareyðir og margt fleira. Þessar vörur eru auglýstar út um allt, endalaust áreiti af loforðum um hvítari húð og þar af leiðandi fallegra útlit. Þessi loforð um betra útlit eru alls ekki ódýr og kremin kosta hér um 3.-6.000 krónur sem er mjög mikið miðað við mánaðarlaunin sem geta jafnvel verið 20.-30.000 krónur. Konurnar hér kaupa ekki aðeins krem til að öðlast meiri fegurð með hvítari húð. Til þess að passa upp á hina dýrmætu hvítu húð forðast þær sólina eins og pestina og nota til þess ýmis ráð. Sem dæmi má nefna að í sólskini ganga þær með sólhlífar og hatta og hylja bera handleggina sína. Það er því ekki skrítið að ég með mína fölu íslensku húð hafi vakið nokkra athygli kínverskra kyn- systra minna. Ég hef ósjaldan verið stoppuð af kínverskum konum sem hafa sagt mér að ég hafi einstaklega fallega húð. Þetta er klassískt dæmi um kaldhæðni örlaganna að konur í Kína skuli horfa öfundaraugum á hvíta húð vestrænna kynsystra sinna meðan þær hins vegar horfa með sömu öfundaraugunum á gyllta húð þeirra kínversku. Er þetta ekki enn eitt dæmið um hið gamal- kveðna að maður þráir alltaf það sem maður hefur ekki? kolafs@simnet.is Þegar maður skrifar á móðurmál- inu – og þá á ég við þann sem list- ina kann – hefur hann vald yfir því, jafnvel hljóð þess verða plestin efni sem hann getur sveigt að vild svo úr þeim verði alls kyns hljóð- rænar skuggamyndir, bergmálandi í huga lesandans, ef ekki annars staðar; hann hefur til umráða öll þau orð málsins sem hann vill, hann getur grafið upp fornyrði, tínt upp orð úr mállýskum, alþýðu- máli og slangi ýmiss konar, og hann getur búið til ný orð ef hann vill svo við hafa. ... [En sá sem skrifar á öðru tungumáli] hefur ekki þetta vald né þetta frelsi, heldur verður hann að fylgja stundlegum fyrir- myndum og skrifa í rauninni hlut- laust mál. Hljóðin í annarlegum málum reynast grjóthart efni sem ekki er hægt að móta. Ekki er fyrir hendi neitt svigrúm til nýsköpunar og tjáningunni eru takmörk sett. Halldór Laxness gat skrifað kilj- önsku á móðurmáli sínu, það hefði verið erfitt fyrir hann á öðru tungu- máli. Einar Már Jónsson: Bréf til Maríu (2007) Guðný Svavarsdóttir skrifar: „Ég er bókavörður á Höfn í Hornafirði og inn á borð til mín berast oft und- arlegar fyrirspurnir, hér um dag- inn var auglýst í staðarblaðinu okkar eftir sauðfé í forslátrun og þá kom spurningin hvernig virkar forslátrun? Fólk velti því fyrir sér hvort fénu yrði hálflógað þá og síðan klárað í aðalslátrun. En mig langar að vita hvaðan kemur þetta?“ – Þessu get ég ekki svarað. Forslátrun hljómar einkennilega svo ekki sé meira sagt. Helst kemur mér í hug að átt sé við: áður en eig- inleg haustslátrun hefst, en það ætti að orða öðru vísi. „Kínversk hlutabréf fóru upp“ – var sagt á Stöð 2, 13. sept. og trú- lega ekki í fyrsta sinn sem svo er tekið til orða. Upp hvert? Upp á loft? Aulaþýðing á went up? Er þetta kannski eitthvað fínna en að segja þau hafa hækkað? segir í myndafyrirsögn í Mbl. 12. sept. og er ekki fallegt. Er þetta þáttur þess virðulega blaðs Morg- unblaðsins í þróun íslensks rit- máls? „En ég kláraði mig gersam- lega“ – segir viðmælandi í sömu grein – og á trúlega við að hún hafi verið orðin örmagna. Þetta minnir á umfjöllun Einars Más í Bréfi til Maríu um „stofnensku“ framtíðar- innar, einföldun máls með fábrot- inn, einfaldan orðaforða. Ég skora á alla sem vilja vanda málfar sitt að forðast algerlega varðandi, hvað varðar, hvað snert- ir. Það er ljótt stofnanamál og með öllu óþarft. Notið heldur góðar og gildar og einfaldar forsetningar: um, í, fyrir o.s.frv. - úr þjóðgarðinum í Skaftafelli: Fannahvítur fellur jökulfossinn niður. Þungur er hans þögli niður, þaðan veitist innri friður. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið World In Conflict Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.